Michael Jordan húðskammaði einn leikmann Charlotte Hornets Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2018 23:30 Michael Jordan. Vísir/Getty Michael Jordan, að flestra mati besti körfuboltamaður allra tíma, bauð upp á eina stutta en hnitmiðaða skammarræðu í leik síns liðs í NBA-deildinni. Jordan er löngu hættur að spila sjálfur en hann er enn hluti af NBA-deildinni sem aðaleigandi og stjórnarformaður Charlotte Hornets. Charlotte Hornets liðið vann 108-107 sigur á Detriot Pistons í nótt og er nú komið einum sigurleik yfir fimmtíu prósent sigurhlutfall og upp í sjötta sætið í Austurdeildinni. Það munaði þó litlu að einn leikmaður liðsins hafi klúðrað kvöldinu og sá fékk að heyra það frá herra Jordan. Sá heitir Malik Monk og fékk líka fleira en eitt orð í eyra frá MJ. Michael Jordan var þekktur fyrir fagmennsku inn á körfuboltavellinum og meiri keppnismann er erfitt að finna. Hann sá því fulla ástæðu til að tala yfir hausamótunum á Malik Monk.Michael Jordan went Full Disappointed Dad Mode on Malik Monk, smacking him upside the head after Monk picked up a silly tech for running on the court too soon to celebrate Jeremy Lamb's game-winner. pic.twitter.com/nOKDczgHxt — Michael Lee (@MrMichaelLee) December 13, 2018 Eins og sjá má hér fyrir ofan þá hegðar Michael Jordan sér eins og vonsvikinn faðir þegar hann tekur strákinn í gegn. Sem betur fer fyrir Malik Monk þá tókst leikmönnum Detoit Pistons ekki að skora úr lokaskoti sínu og Charlotte Hornets vann því mikilvægan sigur. Hér fyrir neðan má sjá ástæðuna fyrir því að Michael Jordan var svona ósáttur með Malik Monk. Jeremy Lamb setti niður þriggja stiga körfur en Malik Monk fékk tæknivillu fyrir að hlaupa inn á völlinn í miðjum æsingnum.Here’s Jeremy Lamb’s 3 pointer to put the #Hornets up 2. You can see Malik Monk run on the court in excitement. Results in a tech. pic.twitter.com/niyHXm2B4C — Ashley Holder (@AshNoelleTV) December 13, 2018Malik Monk spilaði í ellefu mínútur í þessum leik og var með 7 stig á þeim. Hann tapaði þremur boltum og hitti úr 3 af 9 skotum sínum. Malik Monk er bara tvítugur og á því enn eftir margt ólært í NBA-deildinni. Hann spilaði með Kentucky háskólanum en var valinn í nýliðavalinu sumarið 2017. Þetta er hans annað tímabil með Charlotte Hornets. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Michael Jordan, að flestra mati besti körfuboltamaður allra tíma, bauð upp á eina stutta en hnitmiðaða skammarræðu í leik síns liðs í NBA-deildinni. Jordan er löngu hættur að spila sjálfur en hann er enn hluti af NBA-deildinni sem aðaleigandi og stjórnarformaður Charlotte Hornets. Charlotte Hornets liðið vann 108-107 sigur á Detriot Pistons í nótt og er nú komið einum sigurleik yfir fimmtíu prósent sigurhlutfall og upp í sjötta sætið í Austurdeildinni. Það munaði þó litlu að einn leikmaður liðsins hafi klúðrað kvöldinu og sá fékk að heyra það frá herra Jordan. Sá heitir Malik Monk og fékk líka fleira en eitt orð í eyra frá MJ. Michael Jordan var þekktur fyrir fagmennsku inn á körfuboltavellinum og meiri keppnismann er erfitt að finna. Hann sá því fulla ástæðu til að tala yfir hausamótunum á Malik Monk.Michael Jordan went Full Disappointed Dad Mode on Malik Monk, smacking him upside the head after Monk picked up a silly tech for running on the court too soon to celebrate Jeremy Lamb's game-winner. pic.twitter.com/nOKDczgHxt — Michael Lee (@MrMichaelLee) December 13, 2018 Eins og sjá má hér fyrir ofan þá hegðar Michael Jordan sér eins og vonsvikinn faðir þegar hann tekur strákinn í gegn. Sem betur fer fyrir Malik Monk þá tókst leikmönnum Detoit Pistons ekki að skora úr lokaskoti sínu og Charlotte Hornets vann því mikilvægan sigur. Hér fyrir neðan má sjá ástæðuna fyrir því að Michael Jordan var svona ósáttur með Malik Monk. Jeremy Lamb setti niður þriggja stiga körfur en Malik Monk fékk tæknivillu fyrir að hlaupa inn á völlinn í miðjum æsingnum.Here’s Jeremy Lamb’s 3 pointer to put the #Hornets up 2. You can see Malik Monk run on the court in excitement. Results in a tech. pic.twitter.com/niyHXm2B4C — Ashley Holder (@AshNoelleTV) December 13, 2018Malik Monk spilaði í ellefu mínútur í þessum leik og var með 7 stig á þeim. Hann tapaði þremur boltum og hitti úr 3 af 9 skotum sínum. Malik Monk er bara tvítugur og á því enn eftir margt ólært í NBA-deildinni. Hann spilaði með Kentucky háskólanum en var valinn í nýliðavalinu sumarið 2017. Þetta er hans annað tímabil með Charlotte Hornets.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira