HSÍ fékk hæsta styrkinn úr sögulega digrum Afrekssjóði ÍSÍ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2018 15:22 Handboltinn fékk mest í ár. vísir/daníel Þór ÍSÍ hefur undanfarið birt hverja fréttina á fætur annarri á heimasíðu sinni þar sem styrkveitingar til hvers og eins sérsambands innan þess vébanda hafa verið kynntar en ekki var haldinn einn blaðamannafundur í byrjun árs eins og tíðkast hefur. Í fréttatilkynningu Íþrótta- og Ólympíusambandsins varðandi styrkveitingar fyrir árið 2018 segir að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá Afrekssjóði á árinu en að loknu Íþróttaþingi ÍSÍ 2017 var samþykkt ný reglugerð fyrir sjóðinn og hefur allt ferli í kringum styrkveitingar, kröfur og eftirfylgni tekið breytingum frá fyrri árum, eins og það er orðað. Sjóðurinn heldur áfram að stækka á hverju ári eins og ríkið lofaði árið 2016 en til stóð að úthlutun yrði 300 milljónir í ár. Alls voru rétt tæpum 349 milljónum úthlutað til sérsambandanna 27. Handknattleikssamband Íslands fékk mest fyrir árið 2018 eða 51,6 milljónir króna en Fimleikasambandið kom þar næst með 37,4 milljónir króna. Það er ríflega 20 milljóna króna hækkun á milli ára og spilar þar EM í hópfimleikum væntanlega stóra rullu. Fimleikasambandið kvartaði sáran yfir tæplega átta milljóna króna úthlutun sinni í janúar á síðasta ári og varð uppi fótur og fit þegar að starfsmenn sambandsins ruku á dyr og vönduðu svo starfsmönnum sjóðsins ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi. Körfuknattleikssambandið var einnig ósátt við sína 18,5 milljóna króna úthlutun í byrjun árs 2017 en það endaði svo í 31,5 milljónum króna eftir viðbótarúthlutun sama vor. KKÍ fékk 37 milljónir króna fyrir árið 2018. Eins og áður er sérsamböndunum skipt niður í þar til greinda flokka og tekur úthlutun þeirra mið af því. Lægsta styrk ársins 2018 fékk Siglingasambandið eða rétt rúma eina milljón króna. Það var eitt átta sérsambanda sem fengu á milli eina til tvær milljónir króna í styrk þetta árið.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2018.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2017.Hér má sjá skýrslu Afrekssjóðs um starfsemi sjóðsins, reglur og áherslur. Aðrar íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sjá meira
ÍSÍ hefur undanfarið birt hverja fréttina á fætur annarri á heimasíðu sinni þar sem styrkveitingar til hvers og eins sérsambands innan þess vébanda hafa verið kynntar en ekki var haldinn einn blaðamannafundur í byrjun árs eins og tíðkast hefur. Í fréttatilkynningu Íþrótta- og Ólympíusambandsins varðandi styrkveitingar fyrir árið 2018 segir að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá Afrekssjóði á árinu en að loknu Íþróttaþingi ÍSÍ 2017 var samþykkt ný reglugerð fyrir sjóðinn og hefur allt ferli í kringum styrkveitingar, kröfur og eftirfylgni tekið breytingum frá fyrri árum, eins og það er orðað. Sjóðurinn heldur áfram að stækka á hverju ári eins og ríkið lofaði árið 2016 en til stóð að úthlutun yrði 300 milljónir í ár. Alls voru rétt tæpum 349 milljónum úthlutað til sérsambandanna 27. Handknattleikssamband Íslands fékk mest fyrir árið 2018 eða 51,6 milljónir króna en Fimleikasambandið kom þar næst með 37,4 milljónir króna. Það er ríflega 20 milljóna króna hækkun á milli ára og spilar þar EM í hópfimleikum væntanlega stóra rullu. Fimleikasambandið kvartaði sáran yfir tæplega átta milljóna króna úthlutun sinni í janúar á síðasta ári og varð uppi fótur og fit þegar að starfsmenn sambandsins ruku á dyr og vönduðu svo starfsmönnum sjóðsins ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi. Körfuknattleikssambandið var einnig ósátt við sína 18,5 milljóna króna úthlutun í byrjun árs 2017 en það endaði svo í 31,5 milljónum króna eftir viðbótarúthlutun sama vor. KKÍ fékk 37 milljónir króna fyrir árið 2018. Eins og áður er sérsamböndunum skipt niður í þar til greinda flokka og tekur úthlutun þeirra mið af því. Lægsta styrk ársins 2018 fékk Siglingasambandið eða rétt rúma eina milljón króna. Það var eitt átta sérsambanda sem fengu á milli eina til tvær milljónir króna í styrk þetta árið.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2018.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2017.Hér má sjá skýrslu Afrekssjóðs um starfsemi sjóðsins, reglur og áherslur.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sjá meira