Ganga hvorki erinda fíknar né kannabiskapítalista Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. desember 2018 08:30 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. Vísir/Vilhelm Í umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við þingsályktunartillögu Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps segir að áróður fyrir lögleiðingu kannabisefna sé borinn uppi af þeim sem hyggist græða á sölunni og kannabisfíklum. Halldóra Mogensen sver allt slíkt tal af sér. „Ég legg þessa þingsályktunartillögu fram fyrst og fremst út af því að ég verð vör við að það er fólk í samfélaginu sem er að kalla eftir þessu, sem er að nýta sér þetta og er að gera það ólöglega,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og einn flutningsmanna tillögunnar um að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps, sem líklega er betur þekktur sem kannabis. Þegar hafa borist nokkrar umsagnir við tillöguna sem nú er í velferðarnefnd sem Halldóra veitir formennsku. Umsagnir Krabbameinsfélags Íslands, Lyfjafræðingafélags Íslands, lækna og fleiri hafa almennt verið neikvæðar. Í það minnsta er varað við að tillagan verði samþykkt í núverandi mynd. Fáir ganga þó lengra í fordæmingu sinni á hugmyndinni um kannabis í læknisfræðilegum tilgangi en Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga, og Kristján Linnet lyfjafræðingur í nokkuð harðorðri umsögn sem þeir skrifa fyrir hönd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir meðal annars: „Nú fer um heiminn bylgja áróðurs fyrir lögleiðingu kannabis sem löglegs fíkniefnis sem borin er uppi af hagsmunaaðilum sem hyggjast græða á sölu þess og að einhverju leyti af fólki sem haldið er tetrahýdrókannabínol-fíkn. Það er gjarna gert undir því yfirskini að um gagnlegt lyf sé að ræða.“ Enn fremur að það að leyfa ræktun og notkun svokallaðs „lyfjahamps“ sé „augljóslega fyrst og fremst sett fram í þeim tilgangi að leyfa sölu ávanabindandi vímuefnis. Heilsugæslan varar við afleiðingunum af því, versnandi lýðheilsu og miklum kostnaðarauka fyrir heilbrigðiskerfið.“ Halldóra vísar því á bug að ganga erinda kannabiskapítalista sem ætli sér að hagnast á sölunni. „Ég er aðallega að hugsa um veikt fólk sem vill geta nýtt sér þetta lyf og er að ganga út frá þeim mikla fjölda rannsókna sem er til staðar og hvernig hvert landið á fætur öðru er farið að lögleiða þetta til lækninga. Það er eina ástæðan fyrir því að ég legg þetta fram. Mér er ekkert hugað um hvernig bissnessinn verður, enda legg ég útfærsluna algjörlega í hendur heilbrigðisráðherra,“ segir Halldóra. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Hún segir enn fremur að að full lögleiðing kannabis sé óhjákvæmileg þróun. 24. nóvember 2018 16:57 Nauðungarvistaðir vegna geðrofs af völdum kannabisneyslu Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp. 24. október 2018 18:45 Lögleiðing kannabis til umræðu víða um heim Fjöldi annarra ríkja gæti fylgt Kanada eftir í náinni framtíð en á undanförnum árum hefur víða verið slakað á lögum varðandi kannabis. 18. október 2018 11:14 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Í umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við þingsályktunartillögu Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps segir að áróður fyrir lögleiðingu kannabisefna sé borinn uppi af þeim sem hyggist græða á sölunni og kannabisfíklum. Halldóra Mogensen sver allt slíkt tal af sér. „Ég legg þessa þingsályktunartillögu fram fyrst og fremst út af því að ég verð vör við að það er fólk í samfélaginu sem er að kalla eftir þessu, sem er að nýta sér þetta og er að gera það ólöglega,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og einn flutningsmanna tillögunnar um að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps, sem líklega er betur þekktur sem kannabis. Þegar hafa borist nokkrar umsagnir við tillöguna sem nú er í velferðarnefnd sem Halldóra veitir formennsku. Umsagnir Krabbameinsfélags Íslands, Lyfjafræðingafélags Íslands, lækna og fleiri hafa almennt verið neikvæðar. Í það minnsta er varað við að tillagan verði samþykkt í núverandi mynd. Fáir ganga þó lengra í fordæmingu sinni á hugmyndinni um kannabis í læknisfræðilegum tilgangi en Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga, og Kristján Linnet lyfjafræðingur í nokkuð harðorðri umsögn sem þeir skrifa fyrir hönd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir meðal annars: „Nú fer um heiminn bylgja áróðurs fyrir lögleiðingu kannabis sem löglegs fíkniefnis sem borin er uppi af hagsmunaaðilum sem hyggjast græða á sölu þess og að einhverju leyti af fólki sem haldið er tetrahýdrókannabínol-fíkn. Það er gjarna gert undir því yfirskini að um gagnlegt lyf sé að ræða.“ Enn fremur að það að leyfa ræktun og notkun svokallaðs „lyfjahamps“ sé „augljóslega fyrst og fremst sett fram í þeim tilgangi að leyfa sölu ávanabindandi vímuefnis. Heilsugæslan varar við afleiðingunum af því, versnandi lýðheilsu og miklum kostnaðarauka fyrir heilbrigðiskerfið.“ Halldóra vísar því á bug að ganga erinda kannabiskapítalista sem ætli sér að hagnast á sölunni. „Ég er aðallega að hugsa um veikt fólk sem vill geta nýtt sér þetta lyf og er að ganga út frá þeim mikla fjölda rannsókna sem er til staðar og hvernig hvert landið á fætur öðru er farið að lögleiða þetta til lækninga. Það er eina ástæðan fyrir því að ég legg þetta fram. Mér er ekkert hugað um hvernig bissnessinn verður, enda legg ég útfærsluna algjörlega í hendur heilbrigðisráðherra,“ segir Halldóra.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Hún segir enn fremur að að full lögleiðing kannabis sé óhjákvæmileg þróun. 24. nóvember 2018 16:57 Nauðungarvistaðir vegna geðrofs af völdum kannabisneyslu Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp. 24. október 2018 18:45 Lögleiðing kannabis til umræðu víða um heim Fjöldi annarra ríkja gæti fylgt Kanada eftir í náinni framtíð en á undanförnum árum hefur víða verið slakað á lögum varðandi kannabis. 18. október 2018 11:14 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Hún segir enn fremur að að full lögleiðing kannabis sé óhjákvæmileg þróun. 24. nóvember 2018 16:57
Nauðungarvistaðir vegna geðrofs af völdum kannabisneyslu Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp. 24. október 2018 18:45
Lögleiðing kannabis til umræðu víða um heim Fjöldi annarra ríkja gæti fylgt Kanada eftir í náinni framtíð en á undanförnum árum hefur víða verið slakað á lögum varðandi kannabis. 18. október 2018 11:14