Erlent

Jólamarkaðurinn í Strassborg opnaður að nýju

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá jólamarkaðnum í Strassborg.
Frá jólamarkaðnum í Strassborg. Wiki Commons
Jólamarkaðurinn í Strassborg í Frakklandi verður opnaður að nýju nú í hádeginu en honum var lokað eftir að árás sem gerð var á þriðjudagskvöld.

Mikil leit var gerð um allt Frakkland að árásarmanninum, Cherif Chekatt, en hann fannst í vöruhúsi í grennd við markaðinn í gærkvöldi. Þegar lögregla reyndi að handsama hann hóf hann skothríð og svo fór að hann var skotinn til bana.

Þrír létu lífið í árásinni á markaðinn og nokkrir eru alvarlega slasaðir. Innanríkisráðherra Frakklands verður viðstaddur opnunina en öryggisgæsla á markaðnum verður stóraukinn, en um tvær milljónir gesta heimsækja jólamarkaðinn á hverju ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×