Nýtt nafn á EM-bikarinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2018 10:00 Siraba Dembele fagnar marki Vísir/EPA Rússland og Frakkland mætast í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handbolta í París á morgun. Hvorugt liðið hefur orðið Evrópumeistari og því er ljóst að nýtt nafn fer á bikarinn. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16.30 á morgun. Rúmenía og Holland eigast við í leiknum um 3. sætið. Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, vann Svíþjóð örugglega, 38-29, í leiknum um 5. sætið í gær. Norska liðið, sem hefur þrisvar sinnum orðið Evrópumeistari undir stjórn Þóris, vann síðustu fjóra leiki sína á EM með samtals 42 marka mun. Í fyrri undanúrslitaleiknum unnu Ólympíumeistarar Rússa sex marka sigur á Rúmenum, 28-22. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók Rússland völdin í seinni hálfleik þar sem liðið hélt Rúmeníu í aðeins sjö mörkum. Cristina Neagu, besti leikmaður Rúmena og einn besti leikmaður heims, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla og munaði um minna. Anna Vyakhireva fór mikinn í leiknum og skoraði 13 mörk, eða tæpan helming marka rússneska liðsins. Rússland hefur einu sinni áður komist í úrslit á EM. Árið 2006 tapaði rússneska liðið fyrir því norska í úrslitaleik EM í Svíþjóð. Hinn skrautlegi þjálfari Rússlands, Yevgeni Trefilov, var einnig við stjórnvölinn hjá liðinu fyrir tólf árum. Seinni undanúrslitaleikurinn, milli Frakklands og Hollands, fylgdi svipaðri formúla og sá fyrri. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu heimsmeistarar Frakka yfirhöndinni í þeim seinni og unnu á endanum sex marka sigur, 27-21. Frakkland hefur aldrei áður komist í úrslit á EM. Estelle Nze Minko var markahæst í franska liðinu með sex mörk. Lois Abbingh skoraði sjö mörk fyrir Holland sem komst í úrslit á EM 2016. Birtist í Fréttablaðinu EM 2018 í handbolta Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið Sjá meira
Rússland og Frakkland mætast í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handbolta í París á morgun. Hvorugt liðið hefur orðið Evrópumeistari og því er ljóst að nýtt nafn fer á bikarinn. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16.30 á morgun. Rúmenía og Holland eigast við í leiknum um 3. sætið. Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, vann Svíþjóð örugglega, 38-29, í leiknum um 5. sætið í gær. Norska liðið, sem hefur þrisvar sinnum orðið Evrópumeistari undir stjórn Þóris, vann síðustu fjóra leiki sína á EM með samtals 42 marka mun. Í fyrri undanúrslitaleiknum unnu Ólympíumeistarar Rússa sex marka sigur á Rúmenum, 28-22. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók Rússland völdin í seinni hálfleik þar sem liðið hélt Rúmeníu í aðeins sjö mörkum. Cristina Neagu, besti leikmaður Rúmena og einn besti leikmaður heims, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla og munaði um minna. Anna Vyakhireva fór mikinn í leiknum og skoraði 13 mörk, eða tæpan helming marka rússneska liðsins. Rússland hefur einu sinni áður komist í úrslit á EM. Árið 2006 tapaði rússneska liðið fyrir því norska í úrslitaleik EM í Svíþjóð. Hinn skrautlegi þjálfari Rússlands, Yevgeni Trefilov, var einnig við stjórnvölinn hjá liðinu fyrir tólf árum. Seinni undanúrslitaleikurinn, milli Frakklands og Hollands, fylgdi svipaðri formúla og sá fyrri. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu heimsmeistarar Frakka yfirhöndinni í þeim seinni og unnu á endanum sex marka sigur, 27-21. Frakkland hefur aldrei áður komist í úrslit á EM. Estelle Nze Minko var markahæst í franska liðinu með sex mörk. Lois Abbingh skoraði sjö mörk fyrir Holland sem komst í úrslit á EM 2016.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2018 í handbolta Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið Sjá meira