Á flótta sakaður um að hafa misnotað þrjú hundruð konur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. desember 2018 11:34 JOao Faria er þekktur sem John of God. AP/Marcelo Camargo Brasilískur andalæknir sem hefur verið sakaður um að misnota meira en þrjú hundruð konur er nú á flótta undan yfirvöldum. Joao Teixeira de Faria, sem þekktur er sem John of God hafði frest til klukkan 14 að staðartíma í gær til að gefa sig fram. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað hinn sjálftitlaða andalækni um að hafa misnotað sig kynferðislega á stofu sinni. Hann starfar í bænum Abadiania en á fylgjendur um allan heim. Sjónvarpskonan Oprah Winfrey heimsótti Faria meðal annars árið 2013 og tók viðtal við hann. Lögmaður Faria segir að hann muni að lokum gefa sig fram til lögreglu en gat ekki sagt til um hvenær. Jafnframt muni hann áfrýja máli sínu. Meðal þeirra kvenna sem hefur stigið fram með ásakanir á hendur Faria er hollenski ljósmyndarinn Ahira Leeneke Maus. Hún sagði í samtali við fjölmiðla að Faria hefði misnotað aðstöðu sína og nauðgað henni.Talsmaður Faria hafnar öllum ásökunum. Í yfirlýsingu segir að hinn 76 ára gamli Faria hafi notað krafta sína til að hjálpa þúsundum manns og hafnar öllum ásökunum um ósæmilega hegðun alfarið. Níu brasilískar konur sögðu í samtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Globo TV að Faria hafi misnotað þær á þeim forsendum að hann væri að færa „hreinsandi orku“ sína yfir á þær. Hluti kvennanna hafði verið í meðferð vegna þunglyndis þegar misnotkunin átti sér stað. Faria hafði áður verið sektaður og dæmdur í fangelsi fyrir að starfa án tilskilinna leyfa. Suður-Ameríka Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Brasilískur andalæknir sem hefur verið sakaður um að misnota meira en þrjú hundruð konur er nú á flótta undan yfirvöldum. Joao Teixeira de Faria, sem þekktur er sem John of God hafði frest til klukkan 14 að staðartíma í gær til að gefa sig fram. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað hinn sjálftitlaða andalækni um að hafa misnotað sig kynferðislega á stofu sinni. Hann starfar í bænum Abadiania en á fylgjendur um allan heim. Sjónvarpskonan Oprah Winfrey heimsótti Faria meðal annars árið 2013 og tók viðtal við hann. Lögmaður Faria segir að hann muni að lokum gefa sig fram til lögreglu en gat ekki sagt til um hvenær. Jafnframt muni hann áfrýja máli sínu. Meðal þeirra kvenna sem hefur stigið fram með ásakanir á hendur Faria er hollenski ljósmyndarinn Ahira Leeneke Maus. Hún sagði í samtali við fjölmiðla að Faria hefði misnotað aðstöðu sína og nauðgað henni.Talsmaður Faria hafnar öllum ásökunum. Í yfirlýsingu segir að hinn 76 ára gamli Faria hafi notað krafta sína til að hjálpa þúsundum manns og hafnar öllum ásökunum um ósæmilega hegðun alfarið. Níu brasilískar konur sögðu í samtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Globo TV að Faria hafi misnotað þær á þeim forsendum að hann væri að færa „hreinsandi orku“ sína yfir á þær. Hluti kvennanna hafði verið í meðferð vegna þunglyndis þegar misnotkunin átti sér stað. Faria hafði áður verið sektaður og dæmdur í fangelsi fyrir að starfa án tilskilinna leyfa.
Suður-Ameríka Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira