Ekkert smakk og ekkert vesen Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. desember 2018 20:00 Til að losna við millið þá hafa bændur með heimavinnslu stofnað með sér hóp þar sem þeir hitta viðskiptavini á fyrir fram ákveðnum stað og tíma og afhenda þeim vöruna. „Mjög sniðugt“ segir húsmóðir á Selfoss sem keypti jólasteikina með þessari nýju aðferð. Það var ys og þys í verslun Jötuns á Selfossi í gær þegar bændur komu þangað með vörur sínar og viðskiptavinir sóttu. Allt var búið að panta fyrir fram og greiða, engir milliliðir og ekkert vesen. Reko kallast fyrirkomulagið sem er sótt til Finnlands en hugmyndafræði REKO gengur út á að gefa neytendum og bændum tækifæri til að stunda milliliðalaust viðskipti og nýta sér Facebook til þess að kynna vörur sínar og stofna til viðskipta. Stofnaðir hafa verið fjölmargir REKO hópar á Facebook um allt land. „Ég er með brodd og heimagerðan brjóstsykur núna, það verður kannski eitthvað meira næst“, segir Esther Guðjónsdóttir bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi. Sandra þakkar hér Björgvini Þór Harðarsyni, svínabónda í Laxárdal kærlega fyrir viðskiptin enda kom hann með jólasteikina handa henni í poka beint af svínabúinu.„Þetta byggir á milliliðaviðskiptum á milli smáframleiðenda og neytenda. Það er verið að reyna að stytta línuna eins og hægt er og gefa litlum framleiðendum sem hafa ekki bolmagn að afhenda vörur reglulega möguleika á að selja sína vöru beint til neytenda og þá fyrir neytandann um leið og vita nákvæmlega hvaða vörur hann er að fá í hendurnar. Það eru engir milliliðir, engin kostnaður og hvergi auglýst nema bara á Fabebook“, segir Finnbogi Magnússon stjórnarmaður í Reko á Suðurlandi. Bændur voru meðal annars að koma með svínakjöt, nautakjöt og kjúkling í fyrstu afhendingunni og jólaís frá Efsta Dal. „Mér finnst þetta alveg frábært fyrir fólk að geta fengið vörur beint frá bónda, þetta er mjög sniðugt, fólk getur pantað á Facebook og svo bara einn afhendingardagur sem tekur klukkutíma, fólk er búið að panta og borga, þetta er ekkert smakk og ekkert vesen, það er bara verið að afhenda vöruna“, segir Sölvi Arnarsson ferðaþjónustubóndi í Efsta Dal í Bláskógabyggð. Sandra D. Gunnarsdóttir, húsmóðir á Selfossi mætti á staðinn til að sækja jólasteikina sína sem kemur frá svínabúinu í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. „Mér finnst þetta bara mjög sniðugt að geta á svona einfaldan hátt verslað beint við bónda og fengið þetta hérna á svæðið til mín. Það eru engir milliliðir, bara bein viðskipti. Nú fer jólasteikin beint í undirbúning“, segir Sandra, alsæl með nýja Reko fyrirkomulagið. Næsta Reko afhending á Suðurlandi verður laugardaginn 19. janúar 2019. Bláskógabyggð Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Til að losna við millið þá hafa bændur með heimavinnslu stofnað með sér hóp þar sem þeir hitta viðskiptavini á fyrir fram ákveðnum stað og tíma og afhenda þeim vöruna. „Mjög sniðugt“ segir húsmóðir á Selfoss sem keypti jólasteikina með þessari nýju aðferð. Það var ys og þys í verslun Jötuns á Selfossi í gær þegar bændur komu þangað með vörur sínar og viðskiptavinir sóttu. Allt var búið að panta fyrir fram og greiða, engir milliliðir og ekkert vesen. Reko kallast fyrirkomulagið sem er sótt til Finnlands en hugmyndafræði REKO gengur út á að gefa neytendum og bændum tækifæri til að stunda milliliðalaust viðskipti og nýta sér Facebook til þess að kynna vörur sínar og stofna til viðskipta. Stofnaðir hafa verið fjölmargir REKO hópar á Facebook um allt land. „Ég er með brodd og heimagerðan brjóstsykur núna, það verður kannski eitthvað meira næst“, segir Esther Guðjónsdóttir bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi. Sandra þakkar hér Björgvini Þór Harðarsyni, svínabónda í Laxárdal kærlega fyrir viðskiptin enda kom hann með jólasteikina handa henni í poka beint af svínabúinu.„Þetta byggir á milliliðaviðskiptum á milli smáframleiðenda og neytenda. Það er verið að reyna að stytta línuna eins og hægt er og gefa litlum framleiðendum sem hafa ekki bolmagn að afhenda vörur reglulega möguleika á að selja sína vöru beint til neytenda og þá fyrir neytandann um leið og vita nákvæmlega hvaða vörur hann er að fá í hendurnar. Það eru engir milliliðir, engin kostnaður og hvergi auglýst nema bara á Fabebook“, segir Finnbogi Magnússon stjórnarmaður í Reko á Suðurlandi. Bændur voru meðal annars að koma með svínakjöt, nautakjöt og kjúkling í fyrstu afhendingunni og jólaís frá Efsta Dal. „Mér finnst þetta alveg frábært fyrir fólk að geta fengið vörur beint frá bónda, þetta er mjög sniðugt, fólk getur pantað á Facebook og svo bara einn afhendingardagur sem tekur klukkutíma, fólk er búið að panta og borga, þetta er ekkert smakk og ekkert vesen, það er bara verið að afhenda vöruna“, segir Sölvi Arnarsson ferðaþjónustubóndi í Efsta Dal í Bláskógabyggð. Sandra D. Gunnarsdóttir, húsmóðir á Selfossi mætti á staðinn til að sækja jólasteikina sína sem kemur frá svínabúinu í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. „Mér finnst þetta bara mjög sniðugt að geta á svona einfaldan hátt verslað beint við bónda og fengið þetta hérna á svæðið til mín. Það eru engir milliliðir, bara bein viðskipti. Nú fer jólasteikin beint í undirbúning“, segir Sandra, alsæl með nýja Reko fyrirkomulagið. Næsta Reko afhending á Suðurlandi verður laugardaginn 19. janúar 2019.
Bláskógabyggð Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira