Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2018 08:20 Meghan Markle á bresku tískuverðlaununum í liðinni viku. vísir/getty Undanfarna daga hafa bresku götublöðin verið uppfull af sögum um það hversu „erfið“ og „stjórnsöm“ Meghan Markle er sögð vera en hún er eiginkona Harry prins. Hjónin, sem hafa opinberu titlana hertoginn og hertogaynjan af Sussex, eru nú kölluð Chandler og Monica af starfsliði sínu vegna stjórnsemi Meghan, að því er fram kemur í götublaðinu The Sun. Flestir kannast eflaust við þau Chandler og Monicu úr Friends-þáttunum en eitt af karaktereinkennum Monicu var einmitt stjórnsemi. Þá er fyrirsögn fréttar á vef Mirror um hvernig Meghan hefur breytt Harry: „Frá því að hætta að veiða yfir í nýjan stíl,“ en í slúðurmiðlunum er því haldið fram að Meghan hafi bannað Harry að fara á veiðar á jóladag eins og hann hefur vanalega gert.Neikvæður fréttaflutningurinn komi á óvart Á vef Daily Mail veltir blaðamaður því upp hvort að Meghan sé of uppreisnargjörn eða stolt af því að vera öðruvísi. Greint hefur verið frá því að starfsfólk hafi hætt í vinnu konungsfjölskyldunni vegna þess hve Meghan á að vera erfið og þá eru hún og Katrín hertogaynja af Cambridge, eiginkona Vilhjálms prins, sagðar ekki ná vel saman. Rhiannon Mills, fréttamaður á Sky sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af bresku konungsfjölskyldunni, segir í skoðanapistli að mikið af þeim fréttum sem birst hafi um helgina um vandamál innan fjölskyldunnar vegna Meghan séu uppspuni frá rótum. Þetta hafi hún eftir sínum heimildarmönnum. Þá hafi fréttaflutningurinn komið henni á óvart þar sem breskur almenningur hafi í upphafi tekið Meghan opnum örmum. Nú virðist hins vegar sem fólk þyrsti í neikvæðar fréttir af hertogahjónunum af Sussex. Neikvæður fréttaflutningur af konungsfjölskyldunni er þó auðvitað ekki nýr af nálinni. Mills bendir á að það ýti einnig undir sögusagnir af alls kyns erfiðleikum vegna Meghan að hún og Harry hafa ekki sést opinberlega með Katrínu og Vilhjálmi í tæpa tvo mánuði og því verði væntanlega allra augu á fjórmenningunum á jóladag þegar konungsfjölskyldan fer til messu. Kóngafólk Tengdar fréttir Hulunni svipt af jólakortum konungsfjölskyldunnar Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar hafa svipt hulunni af jólakortum sínum í ár en þar með talið er ný brúðkaupsmynd af Harry prins og eiginkonu hans Meghan. 14. desember 2018 23:08 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Undanfarna daga hafa bresku götublöðin verið uppfull af sögum um það hversu „erfið“ og „stjórnsöm“ Meghan Markle er sögð vera en hún er eiginkona Harry prins. Hjónin, sem hafa opinberu titlana hertoginn og hertogaynjan af Sussex, eru nú kölluð Chandler og Monica af starfsliði sínu vegna stjórnsemi Meghan, að því er fram kemur í götublaðinu The Sun. Flestir kannast eflaust við þau Chandler og Monicu úr Friends-þáttunum en eitt af karaktereinkennum Monicu var einmitt stjórnsemi. Þá er fyrirsögn fréttar á vef Mirror um hvernig Meghan hefur breytt Harry: „Frá því að hætta að veiða yfir í nýjan stíl,“ en í slúðurmiðlunum er því haldið fram að Meghan hafi bannað Harry að fara á veiðar á jóladag eins og hann hefur vanalega gert.Neikvæður fréttaflutningurinn komi á óvart Á vef Daily Mail veltir blaðamaður því upp hvort að Meghan sé of uppreisnargjörn eða stolt af því að vera öðruvísi. Greint hefur verið frá því að starfsfólk hafi hætt í vinnu konungsfjölskyldunni vegna þess hve Meghan á að vera erfið og þá eru hún og Katrín hertogaynja af Cambridge, eiginkona Vilhjálms prins, sagðar ekki ná vel saman. Rhiannon Mills, fréttamaður á Sky sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af bresku konungsfjölskyldunni, segir í skoðanapistli að mikið af þeim fréttum sem birst hafi um helgina um vandamál innan fjölskyldunnar vegna Meghan séu uppspuni frá rótum. Þetta hafi hún eftir sínum heimildarmönnum. Þá hafi fréttaflutningurinn komið henni á óvart þar sem breskur almenningur hafi í upphafi tekið Meghan opnum örmum. Nú virðist hins vegar sem fólk þyrsti í neikvæðar fréttir af hertogahjónunum af Sussex. Neikvæður fréttaflutningur af konungsfjölskyldunni er þó auðvitað ekki nýr af nálinni. Mills bendir á að það ýti einnig undir sögusagnir af alls kyns erfiðleikum vegna Meghan að hún og Harry hafa ekki sést opinberlega með Katrínu og Vilhjálmi í tæpa tvo mánuði og því verði væntanlega allra augu á fjórmenningunum á jóladag þegar konungsfjölskyldan fer til messu.
Kóngafólk Tengdar fréttir Hulunni svipt af jólakortum konungsfjölskyldunnar Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar hafa svipt hulunni af jólakortum sínum í ár en þar með talið er ný brúðkaupsmynd af Harry prins og eiginkonu hans Meghan. 14. desember 2018 23:08 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Hulunni svipt af jólakortum konungsfjölskyldunnar Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar hafa svipt hulunni af jólakortum sínum í ár en þar með talið er ný brúðkaupsmynd af Harry prins og eiginkonu hans Meghan. 14. desember 2018 23:08