Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2018 08:20 Meghan Markle á bresku tískuverðlaununum í liðinni viku. vísir/getty Undanfarna daga hafa bresku götublöðin verið uppfull af sögum um það hversu „erfið“ og „stjórnsöm“ Meghan Markle er sögð vera en hún er eiginkona Harry prins. Hjónin, sem hafa opinberu titlana hertoginn og hertogaynjan af Sussex, eru nú kölluð Chandler og Monica af starfsliði sínu vegna stjórnsemi Meghan, að því er fram kemur í götublaðinu The Sun. Flestir kannast eflaust við þau Chandler og Monicu úr Friends-þáttunum en eitt af karaktereinkennum Monicu var einmitt stjórnsemi. Þá er fyrirsögn fréttar á vef Mirror um hvernig Meghan hefur breytt Harry: „Frá því að hætta að veiða yfir í nýjan stíl,“ en í slúðurmiðlunum er því haldið fram að Meghan hafi bannað Harry að fara á veiðar á jóladag eins og hann hefur vanalega gert.Neikvæður fréttaflutningurinn komi á óvart Á vef Daily Mail veltir blaðamaður því upp hvort að Meghan sé of uppreisnargjörn eða stolt af því að vera öðruvísi. Greint hefur verið frá því að starfsfólk hafi hætt í vinnu konungsfjölskyldunni vegna þess hve Meghan á að vera erfið og þá eru hún og Katrín hertogaynja af Cambridge, eiginkona Vilhjálms prins, sagðar ekki ná vel saman. Rhiannon Mills, fréttamaður á Sky sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af bresku konungsfjölskyldunni, segir í skoðanapistli að mikið af þeim fréttum sem birst hafi um helgina um vandamál innan fjölskyldunnar vegna Meghan séu uppspuni frá rótum. Þetta hafi hún eftir sínum heimildarmönnum. Þá hafi fréttaflutningurinn komið henni á óvart þar sem breskur almenningur hafi í upphafi tekið Meghan opnum örmum. Nú virðist hins vegar sem fólk þyrsti í neikvæðar fréttir af hertogahjónunum af Sussex. Neikvæður fréttaflutningur af konungsfjölskyldunni er þó auðvitað ekki nýr af nálinni. Mills bendir á að það ýti einnig undir sögusagnir af alls kyns erfiðleikum vegna Meghan að hún og Harry hafa ekki sést opinberlega með Katrínu og Vilhjálmi í tæpa tvo mánuði og því verði væntanlega allra augu á fjórmenningunum á jóladag þegar konungsfjölskyldan fer til messu. Kóngafólk Tengdar fréttir Hulunni svipt af jólakortum konungsfjölskyldunnar Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar hafa svipt hulunni af jólakortum sínum í ár en þar með talið er ný brúðkaupsmynd af Harry prins og eiginkonu hans Meghan. 14. desember 2018 23:08 Mest lesið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Næsti Dumbledore fundinn Bíó og sjónvarp Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Lífið Fleiri fréttir Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Sjá meira
Undanfarna daga hafa bresku götublöðin verið uppfull af sögum um það hversu „erfið“ og „stjórnsöm“ Meghan Markle er sögð vera en hún er eiginkona Harry prins. Hjónin, sem hafa opinberu titlana hertoginn og hertogaynjan af Sussex, eru nú kölluð Chandler og Monica af starfsliði sínu vegna stjórnsemi Meghan, að því er fram kemur í götublaðinu The Sun. Flestir kannast eflaust við þau Chandler og Monicu úr Friends-þáttunum en eitt af karaktereinkennum Monicu var einmitt stjórnsemi. Þá er fyrirsögn fréttar á vef Mirror um hvernig Meghan hefur breytt Harry: „Frá því að hætta að veiða yfir í nýjan stíl,“ en í slúðurmiðlunum er því haldið fram að Meghan hafi bannað Harry að fara á veiðar á jóladag eins og hann hefur vanalega gert.Neikvæður fréttaflutningurinn komi á óvart Á vef Daily Mail veltir blaðamaður því upp hvort að Meghan sé of uppreisnargjörn eða stolt af því að vera öðruvísi. Greint hefur verið frá því að starfsfólk hafi hætt í vinnu konungsfjölskyldunni vegna þess hve Meghan á að vera erfið og þá eru hún og Katrín hertogaynja af Cambridge, eiginkona Vilhjálms prins, sagðar ekki ná vel saman. Rhiannon Mills, fréttamaður á Sky sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af bresku konungsfjölskyldunni, segir í skoðanapistli að mikið af þeim fréttum sem birst hafi um helgina um vandamál innan fjölskyldunnar vegna Meghan séu uppspuni frá rótum. Þetta hafi hún eftir sínum heimildarmönnum. Þá hafi fréttaflutningurinn komið henni á óvart þar sem breskur almenningur hafi í upphafi tekið Meghan opnum örmum. Nú virðist hins vegar sem fólk þyrsti í neikvæðar fréttir af hertogahjónunum af Sussex. Neikvæður fréttaflutningur af konungsfjölskyldunni er þó auðvitað ekki nýr af nálinni. Mills bendir á að það ýti einnig undir sögusagnir af alls kyns erfiðleikum vegna Meghan að hún og Harry hafa ekki sést opinberlega með Katrínu og Vilhjálmi í tæpa tvo mánuði og því verði væntanlega allra augu á fjórmenningunum á jóladag þegar konungsfjölskyldan fer til messu.
Kóngafólk Tengdar fréttir Hulunni svipt af jólakortum konungsfjölskyldunnar Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar hafa svipt hulunni af jólakortum sínum í ár en þar með talið er ný brúðkaupsmynd af Harry prins og eiginkonu hans Meghan. 14. desember 2018 23:08 Mest lesið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Næsti Dumbledore fundinn Bíó og sjónvarp Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Lífið Fleiri fréttir Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Sjá meira
Hulunni svipt af jólakortum konungsfjölskyldunnar Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar hafa svipt hulunni af jólakortum sínum í ár en þar með talið er ný brúðkaupsmynd af Harry prins og eiginkonu hans Meghan. 14. desember 2018 23:08