Inga Lísa er fjölkær: Gaf hverjum maka tvo daga í viku Stefán Árni Pálsson skrifar 17. desember 2018 16:00 Uppfært: 21:45 Innslaginu hefur verið bætt við hér að ofan. „Þetta getur orðið rosalega flókið net af fólki sem tengist allt í gegnum eina eða tvær manneskjur. Stundum ertu í sambandi með tveimur manneskjum og þau eru líka í sambandi, þá er þetta þríhyrningur,“ segir Inga Lísa Hansen. Hún og unnustinn hennar, Már Jóhann Löve, eru fjölkær. Það þýðir að þau geta verið ástfangin af og í sambandi með meira en einni manneskju í einu. Akureyringurinn Inga Lísa ræddi málið í útvarpsviðtali á K100 á dögunum, en þar kom fram að þegar mest lét átti hún þrjá maka á sama tíma. Í samtali við Ísland í dag á Stöð 2 kveðst hún aðeins hafa verið sautján ára þegar hún uppgötvaði að hún væri fjölkær.Fannst þetta nokkuð góð hugmynd „Ég uppgötva það þegar ég kynntist vini mínum á Akureyri sem er giftur öðrum manni. Hann semsagt byrjar að ræða við mig um þetta, þeim líst rosalega vel á mig og við erum búin að vera góðir vinir, hvort að ég hefði áhuga á að vera í sambandi með þeim á sama tíma. Hann tekur sér tíma í að útskýra fyrir mér í hverju það felst, allt samþykki, hvernig það væri ef við værum afbrýðisöm eða eitthvað svoleiðis. Ég hugsaði bara að það væri nokkuð góð hugmynd, af hverju ekki,“ segir Inga Lísa. Hún ákvað að slá til og taldi að hún yrði bara reynslunni ríkari fyrir vikið. Fljótt fann hún hins vegar að þetta væri meira en bara góð hugmynd. „Svo komst ég bara að því að þetta er nánast í rauninni nauðsyn fyrir mig í dag.“Gaf hverjum maka tvo daga í viku Hún var í einu sambandi allt frá september 2011 fram í apríl 2016, á sama tíma var hún hins vegar með tveimur öðrum körlum frá 2013 til 2014 og átti auk þess kærustu frá nóvember 2015 fram í febrúar 2016, en sú var ekki fjölkær sjálf. Mánuði fyrir þau sambandsslit, í janúar 2016, byrjaði Inga Lísa með núverandi unnusta sínum. Hún þurfti því skiljanlega að koma ákveðnu kerfi á samskiptin. „Þá reyndi ég að skipta því svolítið á milli bara, ég gaf þeim alltaf tvo daga, tvo daga og tvo daga. Svo átti ég einn dag fyrir mig.“ Í dag eru þau Már hins vegar trúlofuð og búa með tveimur fallegum læðum í íbúð í Efra-Breiðholti. Þrátt fyrir að vera aðeins tvö í sambandinu eins og stendur segjast þau bæði opin fyrir því að fleiri bætist við. Rætt verður við þau Ingu Lísu og Má í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Ísland í dag Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Uppfært: 21:45 Innslaginu hefur verið bætt við hér að ofan. „Þetta getur orðið rosalega flókið net af fólki sem tengist allt í gegnum eina eða tvær manneskjur. Stundum ertu í sambandi með tveimur manneskjum og þau eru líka í sambandi, þá er þetta þríhyrningur,“ segir Inga Lísa Hansen. Hún og unnustinn hennar, Már Jóhann Löve, eru fjölkær. Það þýðir að þau geta verið ástfangin af og í sambandi með meira en einni manneskju í einu. Akureyringurinn Inga Lísa ræddi málið í útvarpsviðtali á K100 á dögunum, en þar kom fram að þegar mest lét átti hún þrjá maka á sama tíma. Í samtali við Ísland í dag á Stöð 2 kveðst hún aðeins hafa verið sautján ára þegar hún uppgötvaði að hún væri fjölkær.Fannst þetta nokkuð góð hugmynd „Ég uppgötva það þegar ég kynntist vini mínum á Akureyri sem er giftur öðrum manni. Hann semsagt byrjar að ræða við mig um þetta, þeim líst rosalega vel á mig og við erum búin að vera góðir vinir, hvort að ég hefði áhuga á að vera í sambandi með þeim á sama tíma. Hann tekur sér tíma í að útskýra fyrir mér í hverju það felst, allt samþykki, hvernig það væri ef við værum afbrýðisöm eða eitthvað svoleiðis. Ég hugsaði bara að það væri nokkuð góð hugmynd, af hverju ekki,“ segir Inga Lísa. Hún ákvað að slá til og taldi að hún yrði bara reynslunni ríkari fyrir vikið. Fljótt fann hún hins vegar að þetta væri meira en bara góð hugmynd. „Svo komst ég bara að því að þetta er nánast í rauninni nauðsyn fyrir mig í dag.“Gaf hverjum maka tvo daga í viku Hún var í einu sambandi allt frá september 2011 fram í apríl 2016, á sama tíma var hún hins vegar með tveimur öðrum körlum frá 2013 til 2014 og átti auk þess kærustu frá nóvember 2015 fram í febrúar 2016, en sú var ekki fjölkær sjálf. Mánuði fyrir þau sambandsslit, í janúar 2016, byrjaði Inga Lísa með núverandi unnusta sínum. Hún þurfti því skiljanlega að koma ákveðnu kerfi á samskiptin. „Þá reyndi ég að skipta því svolítið á milli bara, ég gaf þeim alltaf tvo daga, tvo daga og tvo daga. Svo átti ég einn dag fyrir mig.“ Í dag eru þau Már hins vegar trúlofuð og búa með tveimur fallegum læðum í íbúð í Efra-Breiðholti. Þrátt fyrir að vera aðeins tvö í sambandinu eins og stendur segjast þau bæði opin fyrir því að fleiri bætist við. Rætt verður við þau Ingu Lísu og Má í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Ísland í dag Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira