Fjögur fyrirtæki ætla að skjóta eldflaug á loft á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2018 23:32 SpaceX ríður á vaðið með geimskoti ellefu mínútur yfir tvö á morgun. Vísir/SpaceX Fyrirtækin SpaceX, Blue Origin, Arianespace og United Launch Alliance ætla sér öll að skjóta eldflaug á loft og á morgun. Komi veðrið eða tæknilegir örðugleikar ekki í veg fyrir eitthvað af skotunum verður það í fyrsta sinn sem svo mörgum eldflaugum er skotið út í geim á einum sólarhring. Hægt verður að fylgjast með einhverjum geimskotanna hér á Vísi. Áætlað er að ballið byrji ellefu mínútur eftir tvö á morgun, að íslenskum tíma, (9:11 í Flórída). Þá mun SpaceX skjóta Falcon 9 eldflaug á loft og er farmur eldflaugarinnar gervihnöttur fyrir her Bandaríkjanna. Ekki stendur til að reyna að lenda eldflauginni aftur þar sem gervihnötturinn þarf að fara á háa sporbraut. Um einungis 19 mínútum síðar ætla starfsmenn Blue Origin, sem er í eigu Jeff Bezos, að skjóta New Shepard eldflaug á loft. Verkefnið er á vegum NASA og felur í sér ýmsar tilraunir þar sem nokkuð er um rannsóknarbúnað um borð í eldflauginni. Finna má upplýsingar um þær tilraunir hér á vef Blue Origin.Ekki er vitað með vissu hvort til standi að reyna að lenda eldflauginni en Blue Origin hefur verið að þróa slíka tækni, eins og SpaceX.Tomorrow is the 4th mission for this launch vehicle and the 10th mission overall for the #NewShepard program #NS10#LaunchLandRepeatpic.twitter.com/xvAjtT53FM — Blue Origin (@blueorigin) December 17, 2018 Rúmum tveimur tímum eftir geimskot Blue Origin ætla starfsmenn franska fyrirtækisins Arianespace að skjóta gervihnetti á braut um jörðu frá Frönsku Gíneu. Notast verður við rússneska Soyuz eldflaug. Fyrirtækið ULA, sem er í eigu Boeing og Lockheed Martin, mun svo skjóta Delta Heavy eldflaug á loft frá Kaliforníu klukkan 01:57 aðfaranótt miðvikudags. Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Fyrirtækin SpaceX, Blue Origin, Arianespace og United Launch Alliance ætla sér öll að skjóta eldflaug á loft og á morgun. Komi veðrið eða tæknilegir örðugleikar ekki í veg fyrir eitthvað af skotunum verður það í fyrsta sinn sem svo mörgum eldflaugum er skotið út í geim á einum sólarhring. Hægt verður að fylgjast með einhverjum geimskotanna hér á Vísi. Áætlað er að ballið byrji ellefu mínútur eftir tvö á morgun, að íslenskum tíma, (9:11 í Flórída). Þá mun SpaceX skjóta Falcon 9 eldflaug á loft og er farmur eldflaugarinnar gervihnöttur fyrir her Bandaríkjanna. Ekki stendur til að reyna að lenda eldflauginni aftur þar sem gervihnötturinn þarf að fara á háa sporbraut. Um einungis 19 mínútum síðar ætla starfsmenn Blue Origin, sem er í eigu Jeff Bezos, að skjóta New Shepard eldflaug á loft. Verkefnið er á vegum NASA og felur í sér ýmsar tilraunir þar sem nokkuð er um rannsóknarbúnað um borð í eldflauginni. Finna má upplýsingar um þær tilraunir hér á vef Blue Origin.Ekki er vitað með vissu hvort til standi að reyna að lenda eldflauginni en Blue Origin hefur verið að þróa slíka tækni, eins og SpaceX.Tomorrow is the 4th mission for this launch vehicle and the 10th mission overall for the #NewShepard program #NS10#LaunchLandRepeatpic.twitter.com/xvAjtT53FM — Blue Origin (@blueorigin) December 17, 2018 Rúmum tveimur tímum eftir geimskot Blue Origin ætla starfsmenn franska fyrirtækisins Arianespace að skjóta gervihnetti á braut um jörðu frá Frönsku Gíneu. Notast verður við rússneska Soyuz eldflaug. Fyrirtækið ULA, sem er í eigu Boeing og Lockheed Martin, mun svo skjóta Delta Heavy eldflaug á loft frá Kaliforníu klukkan 01:57 aðfaranótt miðvikudags.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira