Færsluhirðir WOW air heldur meiru eftir af fjárhæð fargjalda Kristinn Ingi Jónsson skrifar 19. desember 2018 07:15 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flugferð hefur verið farin. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið skrifaði skuldabréfaeigendum sínum síðasta föstudag. Aukin varfærni færsluhirðisins er í bréfinu nefnd sem dæmi um þá vaxandi íhaldssemi sem hefur gætt á meðal kröfuhafa WOW air undanfarna mánuði. Afleiðingin sé sú að þau kjör sem flugfélaginu bjóðist hafi farið versnandi. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í sumar að færsluhirðar skilgreindu áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með afar mismunandi hætti. Í tilfelli Icelandair skilaði fjárhæð fargjalda sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins en í tilfelli WOW air héldu færsluhirðarnir eftir 80 til 90 prósentum af fjárhæðinni þar til flugferð hefði verið farin. Í bréfi WOW air til skuldabréfaeigendanna, þar sem greint er frá fyrirhugaðri fjárfestingu Indigo Partners í félaginu fyrir allt að 75 milljónir dala, um 9,2 milljarða króna, er tekið fram að fjárfestingin sé háð því að eigendur skuldabréfanna samþykki ákveðnar breytingar á skilmálum bréfanna. Ein breytingin felst í því að heimila flugfélaginu að greiða hluthöfum sínum – sem verða þeir Skúli Mogensen, forstjóri og núverandi eigandi, og Indigo ef kaup síðarnefnda félagsins ganga eftir – sérstaka þóknun (e. management fee) upp á allt að 1,5 milljónir dala, jafnvirði um 184 milljóna króna, á ári. Til viðbótar munu skuldabréfaeigendurnir kjósa um lengingu á lánstímanum úr þremur árum í fimm ár og niðurfellingu kaupréttar þeirra að hlutafé í flugfélaginu, svo dæmi séu nefnd. Atkvæðagreiðslunni lýkur 17. janúar. Eins og fram kemur í bréfi WOW air áformar Indigo Partners að kaupa „einhver“ hlutabréf í flugfélaginu sem og gefa út breytanleg skuldabréf til þess að styðja við uppbyggingu félagsins til framtíðar. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flugferð hefur verið farin. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið skrifaði skuldabréfaeigendum sínum síðasta föstudag. Aukin varfærni færsluhirðisins er í bréfinu nefnd sem dæmi um þá vaxandi íhaldssemi sem hefur gætt á meðal kröfuhafa WOW air undanfarna mánuði. Afleiðingin sé sú að þau kjör sem flugfélaginu bjóðist hafi farið versnandi. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í sumar að færsluhirðar skilgreindu áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með afar mismunandi hætti. Í tilfelli Icelandair skilaði fjárhæð fargjalda sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins en í tilfelli WOW air héldu færsluhirðarnir eftir 80 til 90 prósentum af fjárhæðinni þar til flugferð hefði verið farin. Í bréfi WOW air til skuldabréfaeigendanna, þar sem greint er frá fyrirhugaðri fjárfestingu Indigo Partners í félaginu fyrir allt að 75 milljónir dala, um 9,2 milljarða króna, er tekið fram að fjárfestingin sé háð því að eigendur skuldabréfanna samþykki ákveðnar breytingar á skilmálum bréfanna. Ein breytingin felst í því að heimila flugfélaginu að greiða hluthöfum sínum – sem verða þeir Skúli Mogensen, forstjóri og núverandi eigandi, og Indigo ef kaup síðarnefnda félagsins ganga eftir – sérstaka þóknun (e. management fee) upp á allt að 1,5 milljónir dala, jafnvirði um 184 milljóna króna, á ári. Til viðbótar munu skuldabréfaeigendurnir kjósa um lengingu á lánstímanum úr þremur árum í fimm ár og niðurfellingu kaupréttar þeirra að hlutafé í flugfélaginu, svo dæmi séu nefnd. Atkvæðagreiðslunni lýkur 17. janúar. Eins og fram kemur í bréfi WOW air áformar Indigo Partners að kaupa „einhver“ hlutabréf í flugfélaginu sem og gefa út breytanleg skuldabréf til þess að styðja við uppbyggingu félagsins til framtíðar.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira