Hampiðjan teygir anga sína til 14 landa Helgi Vífill Júlíusson skrifar 19. desember 2018 08:30 Hjörtur Erlendsson forstjóri Hampiðjunnar. Nær öll velta Hampiðjunnar, sem metin er á 16,5 milljarða króna í Kauphöll, kemur að utan. Þannig hefur því verið háttað lengi. „Um 87 prósent veltu fyrirtækisins á árinu 2017 má rekja til sölu erlendis. Hlutfallið hefur verið hátt í áratugi. Jafnvel á árunum þegar ég hóf hér störf, sem var 1985, var mikið flutt út til Danmerkur, Færeyja og Kanada og hlutfallið var um 20 prósent,“ segir Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar. „Eftir að við keyptum færeyska fyrirtækið Vónin árið 2016 varð Noregur það land sem skapaði okkur mestar tekjur, því næst Færeyjar, svo Ísland og í fjórða sætinu er Grænland. Ísland er hins vegar kjarninn í starfseminni. Hér eru okkar höfuðstöðvar og mikið af okkar nýsköpun er tilkomin vegna samstarfs við íslenskar útgerðir og skipstjóra. Hér verða hugmyndir að vörum til sem við síðan þróum og kynnum fyrir öðrum. Ísland er eina landið núorðið þar sem veiðarfæragerð er sérstök iðnmenntun og það hefur tryggt hátt menntunarstig í greininni og forskot á heimsvísu,“ segir hann. Við kaupin á Vónin fyrir 333 milljónir danskra króna, sem jafngildir 6,2 milljörðum króna miðað við gengi gjaldmiðla um þessar mundir, tvöfaldaðist velta Hampiðjunnar. Hún var um 127 milljónir evra í fyrra, tæplega 18 milljarðar króna. Byrjum á byrjuninni. Segðu mér aðeins frá sögu fyrirtækisins. „Hampiðjan verður 85 ára á næsta ári. Upphafið má rekja til skorts á veiðarfærum á árunum milli stríða. Þrettán skipstjórar og vélstjórar tóku sig saman og stofnuðu fyrirtæki sem framleiddi garn sem hnýta mátti úr net. Fjárfest var í vélum til að kemba og spinna þræðina úr hampi, manillu og sísal en öll þessi efni voru keypt erlendis. Síðan var garnið hnýtt í net bæði í Hampiðjunni og á heimilum og býlum hér á suðvesturhorninu. Upp úr 1965 koma gerviefni til sögunnar og tækin sem fyrirtækið hafði þá yfir að ráða nýttust ekki til að verka þau. Eigendurnir stóðu því frammi fyrir þeirri stóru ákvörðun hvort það ætti að leggja fyrirtækið niður eða fjárfesta í nýjum tækjum. Fjárfestingin varð blessunarlega ofan á. En það kallaði á að það þurfti að hanna allar vörur upp á nýtt úr nýju gerviefnunum og á þeim tíma hófst hin mikla vöruþróun sem hefur fylgt okkur í Hampiðjunni allar götur síðan. Fram að 1995 var Hampiðjan að mestu efnisframleiðandi. Flest netaverkstæðin á Íslandi á þeim tíma voru lítil og höfðu ekki burði til að þróa veiðarfæri. Hampiðjan hannaði veiðarfæri í samstarfi við þau og útgerðarfyrirtækin og efnið sem var notað kom þá einnig frá Hampiðjunni. Um miðjan tíunda áratuginn vaknaði áhugi á að reka eigin netaverkstæði og var brugðið á það ráð að stofna og kaupa verkstæði erlendis til að fara ekki í samkeppni við viðskiptavini okkar á Íslandi. Hampiðjan hóf starfsemi í Namibíu í Afríku, á Nýja-Sjálandi og síðar í Seattle í Bandaríkjunum. Nú rekum við 26 fyrirtæki um allan heim, störfum í 14 löndum í fimm heimsálfum og við spönnum frá vestasta odda Alaska til Nýja-Sjálands í austri. Um aldamótin lögðum við enn meira kapp á að vera með starfsemi erlendis. Við keyptum tvö fyrirtæki á Írlandi og sameinuðum þau undir nafninu Swan Net Gundry og svo skömmu síðar keyptum við meirihlutann í stærsta netaverkstæði Danmerkur, Cosmos Trawl. Frá því að ég tók við sem forstjóri árið 2014 höfum við keypt Swan Net í Seattle, komið á fót starfsemi í Ástralíu og keypt einn stærsta keppinaut okkar á Norður-Atlantshafi, Vónin í Færeyjum. Í fyrra eignuðumst við síðan meirihluta í íslenska fyrirtækinu Voot Beitu og í byrjun þessa árs keyptum við North Atlantic Marine Supplies & Services sem rekur þrjú netaverkstæði á Nýfundnalandi og Nova Scotia og um mitt þetta ár spænska netaverkstæðið Tor-Net SA í Las Palmas á Kanaríeyjum. Einnig eignuðumst við dótturfyrirtækið Fjarðanet hér á Íslandi að fullu nú í haust. Vónin er ólík Hampiðjunni að því leyti að fyrirtækið er ekki með eigin framleiðslu á efnum og er staðsett á landsvæðum þar sem Hampiðjan var ekki með starfsemi. Vónin rekur fjögur netaverkstæði á Grænlandi, er á fjórum stöðum í Noregi og með þrjú netaverkstæði í Færeyjum. Landfræðilega féllu fyrirtækin því vel saman og nú nýtir Vónin veiðarfæraefni sem Hampiðjan framleiðir í sífellt meiri mæli og sú samlegð eykst með hverju árinu.“ Sinna þeim sem eru framarlega í tækni Hvernig völduð þið löndin sem Hampiðjan starfaði í áður en Vónin var keypt? „Við þekkjum vel markaðssvæðin. Við völdum lönd þar sem fiskveiðar henta okkar vörum. Við sinnum þeim sem eru framarlega í tækni og reka stærri og fullkomnari skip. Við beinum sjónum okkar að mörkuðum þar sem stundaðar eru veiðar með fullkomnustu veiðarfærum. Til að vaxa höfum við þrjá möguleika, að auka markaðshlutdeild á núverandi mörkuðum, stofna eigin fyrirtæki og það sem reynst hefur vel, að kaupa fyrirtæki í rekstri og sem eru með góða markaðshlutdeild. Hampiðjan getur oft bætt vöruúrval þeirra netaverkstæða sem eru keypt enda eru þau oft og tíðum lítil.“ Hjörtur segir að ýmis tækifæri fylgi fyrirtækjunum sem Hampiðjan hefur keypt. Voot Beita einbeiti sér að beitu fyrir línuveiðar og fái þaðan meginhluta teknanna, en reki einnig Mar-Wear, sem þróar og framleiðir vinnuföt fyrir sjómenn. „Við erum með fjölda staðsetninga víða um heim þar sem hægt er að selja vörurnar og það er rétt að byrja. Fyrstu skrefin í þá átt hafa verið tekin og má sem dæmi nefna að vörurnar eru nú seldar í 22 verslunum á Nýfundnalandi og Nova Scotia í Kanada.“ Seldi í HB Granda til að kaupa Vónin Hvernig voru kaupin á Vónin fjármögnuð? „Kaupin voru fjármögnuð að stórum hluta með sölu á 9,6 prósenta hlut í HB Granda. Það skipti máli fyrir Hampiðjuna að þurfa ekki að skuldsetja fyrirtækið mikið fyrir kaupunum og hugmyndin var því að fjármagna kaupin með þessum hætti. Árni heitinn Vilhjálmsson hafði ásamt Kristjáni Loftssyni forgöngu um að Hampiðjan, Hvalur, Fiskveiðihlutafélagið Venus og Sjóvá keyptu saman Bæjarútgerð Reykjavíkur sem síðan sameinaðist Ísbirninum og úr varð Grandi. Um 2004 sameinaðist útgerðin Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og við bættist HB fyrir framan nafnið. Hampiðjan var stór hluthafi í upphafi en með sameiningum minnkaði hlutur fyrirtækisins í útgerðinni og samhliða bættu aðrir hluthafar við eign sína. Verðmæti hlutarins jókst svo með árunum og hefur síðan gert okkur kleift að tvöfalda stærð Hampiðjunnar.“ Þú nefnir að þið vilduð ekki skuldsetja fyrirtækið við kaupin á Vónin. Eiginfjárhlutfallið var yfir 70 prósent en lækkaði í um 48 prósent við kaupin á færeyska félaginu. Er það stefna félagsins að hafa borð fyrir báru hvað þetta varðar? Þarf reksturinn að geta tekið á móti sveiflum? „Við viljum gjarnan hafa eiginfjárhlutfallið yfir 40%. Það lækkaði töluvert niður við kaupin á Vónin en er komið aftur í kringum 51 prósent. Ástæðuna má rekja til þess að Vónin var öllu skuldsettari en Hampiðjan. Það getur verið erfitt að hafa mikið lánsfjármagn þegar illa árar en Hampiðjan er komin í þá stöðu að vera um allan heim. Sjávarútvegur sveiflast upp og niður en með þessari miklu landfræðilegu dreifingu ásamt fjölbreyttara vöruúrvali, finnum við minna fyrir sveiflum en áður. Hampiðjan selur meðal annars mikið til fiskeldis. Þessi fjölbreytni í framleiðsluvörum og staðsetningum leiðir til þess að sveiflur í rekstri verða minni en annars væri.“ Samþætta ekki vöruframboðið Hvernig hefur gengið að samþætta reksturinn á Vónin og Hampiðjunni? „Það hefur gengið afar vel. Eins og ég nefndi notar Vónin efni sem Hampiðjan Baltic í Litháen framleiðir. Fyrirtækin reka nú sameiginlegt netaverkstæði í Siauliai í Litháen, sem upphaflega tilheyrði Vónin, og er undirverktaki fyrir öll fyrirtæki Hampiðjusamstæðunnar. Sú starfsemi var í 4.000 fermetrum við kaupin en við byggðum við og stærðin er komin í 10.000 fermetra. Stækkunin var forsenda þess að hægt yrði að sameina netaverkstæði Vónarinnar og Hampiðjan Baltic á einum stað ásamt því að auka framleiðslu á fiskeldiskvíum. Nú starfa á sameinuðu netaverkstæði 170 starfsmenn. Við höfum ekki samþætt vöruframboðið í togveiðarfærum því markaðir eru misjafnir. Hver markaður þarf sína útfærslu af trollum eftir aðstæðum því jafnvel sama fisktegund getur verið veidd við mismunandi aðstæður. Þannig er makríll veiddur við yfirborð hér við Ísland en á töluverðu dýpi annars staðar. Dótturfyrirtækin hafa því ætíð haldið sínum trollum og þau keppa innbyrðis. Þetta snýst um útfærslur og hönnun, efnisval og gæði. Vónin selur því töluvert til Íslands og Hampiðjan til Færeyja. Við viljum ekki eiga við það fyrirkomulag því þessi samkeppni er holl fyrir fyrirtækið og góð fyrir viðskiptavinina. Við viljum frekar samþætta í efnisframleiðslu og nýta stærðina til að ná hagkvæmari innkaupum á efnum og vörum til veiðarfæraframleiðslunnar.“ Eflaust stærst í heimi Hvað er Hampiðjan stór miðað við keppinauta erlendis? „Við erum eflaust stærsti togveiðarfæraframleiðandi í heiminum. Okkar sérstaða er að við ráðum öllu framleiðsluferlinu allt frá því að kaupa inn plastkorn til að búa til þræði og þar til að við skilum frá okkur tæknilega fullkomnustu trollum sem völ er á í heiminum. Það getur verið erfitt að bera fyrirtæki saman á heimsvísu því verksvið þeirra er mjög mismunandi, sum framleiða bara efni og önnur einungis veiðarfæri. Starfsmenn Hampiðjunnar eru nú rúmlega eitt þúsund.“ Hversu tæknilegar eru vörur Hampiðjunnar? „Ég get hiklaust fullyrt að við framleiðum flóknustu og fullkomnustu kaðla í heiminum og enginn af okkar keppinautum myndi véfengja það. Við eigum á þriðja tug einkaleyfa sem tengjast bæði fiskveiðum og olíuiðnaði því við leggjum mikið upp úr því að vernda okkar vöruþróun. Við framleiðum DynIce Warp togtaugar sem notaðar eru í staðinn fyrir stálvír. Þær eru léttari en vatn og fljóta en hafa sama styrk miðað við þvermál og stálvír. Fyrir nokkrum árum þróuðum við höfuðlínukapal úr ofurefnum sem hefur meiri gagnaflutningsgetu en hefðbundnir stálkaplar og er þar að auki það léttur að hann svífur fyrir ofan trollopið og fælir þá ekki fisk frá. Nú erum við að vinna að því að þróa höfuðlínukapal sem hefur mun meiri flutningsgetu bæði á myndum og merkjum frá trollinu. Kaðlarnir í flottrollin sem nefnast Helix eru mjög sérhæfðir og með einkaleyfisvernd því þeir eru þannig hannaðir að trollið þenst út þegar það er dregið og hljóð og titringur frá þeim neðansjávar er minna en í öðrum köðlum. Það eykur veiðihæfni trollsins því opnunin er meiri og hávaðinn frá því minni. Við höfum hannað undanfarin ár nýjar gerðir af netum bæði úr hefðbundnum efnum og ofurefnum sem minnka togmótstöðu og gera það kleift að stækka trollin þannig að þau veiði meira á togtíma.“ Eitt af fyrstu á hlutabréfamarkað Hampiðjan hefur lengi verið skráð á First North-hliðarmarkaðinn. Mun félagið einhvern tímann færa sig aftur á Aðalmarkað? „Hampiðjan var á meðal fimm fyrstu fyrirtækjanna sem fengu hlutabréf sín skráð hjá nýstofnuðum Hlutabréfamarkaði hf. í nóvember árið 1985. Félagið fór síðan á Verðbréfaþing Íslands árið 1992 sem síðar varð Nasdaq OMX og á First North árið 2007. Ástæðan fyrir vistaskiptunum var að viðskipti með hlutabréf Hampiðjunnar voru lítil og fjöldi hluthafa fór niður fyrir þau mörk sem eru talin ásættanleg. Lítil velta var vegna þess að hluthafar okkar vildu eiga hlutabréf sín áfram og sóttust ekki eftir að selja þau. Það þarf að vera ákveðið flot á bréfunum til að réttlæta skráningu á Aðalmarkað. Það eru gerðar minni kröfur á First North og því hentuðu skiptin okkur vel. En þar eru engu að síður gerðar ríkar kröfur til okkar. Við skilum uppgjörum hálfsárslega og tilkynnum um ákvarðanir sem hafa áhrif á reksturinn. Á sama tíma hafa hluthafar færi á að kaupa eða selja hlutabréf á markaði. Hampiðjan hefur verið afskaplega heppin með eigendur. Fyrirtækið var stofnað af 13 manna hópi og sumar fjölskyldurnar hafa aukið við sinn hlut og þessi hópur hefur ætíð átt meirihluta í félaginu og stutt dyggilega við bakið á því. Það er ómetanlegt og ein af meginástæðum þess að Hampiðjan hefur vaxið og dafnað. Við höfum horft á önnur fyrirtæki þar sem eignarhaldið fer fram og til baka og það skapar oft mikla óvissu og ókyrrð í kringum reksturinn.“ Árið 2003 var vendipunktur Hjörtur segir að árið 2003 hafi verið ákveðinn vendipunktur í rekstri Hampiðjunnar. Meginþungi framleiðslunnar hafi það ár verið fluttur til Litháen. „Það var bráðnauðsynlegt á þeim tíma. Kostnaður við framleiðsluna var orðinn hár á Íslandi og erfitt að finna hæft starfsfólk til framleiðslustarfa. Þegar litið er til baka er það alveg ljóst að ef þetta skref hefði ekki verið stigið væri Hampiðjan hugsanlega ekki til í dag eða reksturinn að minnsta kosti afar smár í sniðum. Stór hluti af okkar starfsemi hefur verið að framleiða efni í veiðarfæri. Það að flytja hráefni til landsins, vinna það hér á tiltölulega háum launum í dýrum byggingum og flytja aftur út gengur ekki upp. Við værum hreinlega ekki samkeppnisfær við keppinauta okkar í Evrópu. Það hefði verið útilokað að halda rekstrinum áfram í þeirri mynd. Í Litháen eru aðstæður góðar, vinnulaun eru hagstæð með tilliti til framleiðslu og þar er allt sem þarf eins og hagkvæmar húsbyggingar og nægt byggingarland. Hjá Hampidjan Baltic starfa nú 370 starfsmenn og verksmiðjan er um 21.500 fermetrar að stærð. Flutningar eru sömuleiðis auðveldir frá Litháen. Við getum flutt gám til Íslands á átta dögum og það er hægt að keyra til hafnarinnar í Rotterdam á 26 klukkustundum. Landið er vel staðsett að þessu leyti.“ Birtist í Fréttablaðinu Færeyjar Grænland Hampiðjan Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Nær öll velta Hampiðjunnar, sem metin er á 16,5 milljarða króna í Kauphöll, kemur að utan. Þannig hefur því verið háttað lengi. „Um 87 prósent veltu fyrirtækisins á árinu 2017 má rekja til sölu erlendis. Hlutfallið hefur verið hátt í áratugi. Jafnvel á árunum þegar ég hóf hér störf, sem var 1985, var mikið flutt út til Danmerkur, Færeyja og Kanada og hlutfallið var um 20 prósent,“ segir Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar. „Eftir að við keyptum færeyska fyrirtækið Vónin árið 2016 varð Noregur það land sem skapaði okkur mestar tekjur, því næst Færeyjar, svo Ísland og í fjórða sætinu er Grænland. Ísland er hins vegar kjarninn í starfseminni. Hér eru okkar höfuðstöðvar og mikið af okkar nýsköpun er tilkomin vegna samstarfs við íslenskar útgerðir og skipstjóra. Hér verða hugmyndir að vörum til sem við síðan þróum og kynnum fyrir öðrum. Ísland er eina landið núorðið þar sem veiðarfæragerð er sérstök iðnmenntun og það hefur tryggt hátt menntunarstig í greininni og forskot á heimsvísu,“ segir hann. Við kaupin á Vónin fyrir 333 milljónir danskra króna, sem jafngildir 6,2 milljörðum króna miðað við gengi gjaldmiðla um þessar mundir, tvöfaldaðist velta Hampiðjunnar. Hún var um 127 milljónir evra í fyrra, tæplega 18 milljarðar króna. Byrjum á byrjuninni. Segðu mér aðeins frá sögu fyrirtækisins. „Hampiðjan verður 85 ára á næsta ári. Upphafið má rekja til skorts á veiðarfærum á árunum milli stríða. Þrettán skipstjórar og vélstjórar tóku sig saman og stofnuðu fyrirtæki sem framleiddi garn sem hnýta mátti úr net. Fjárfest var í vélum til að kemba og spinna þræðina úr hampi, manillu og sísal en öll þessi efni voru keypt erlendis. Síðan var garnið hnýtt í net bæði í Hampiðjunni og á heimilum og býlum hér á suðvesturhorninu. Upp úr 1965 koma gerviefni til sögunnar og tækin sem fyrirtækið hafði þá yfir að ráða nýttust ekki til að verka þau. Eigendurnir stóðu því frammi fyrir þeirri stóru ákvörðun hvort það ætti að leggja fyrirtækið niður eða fjárfesta í nýjum tækjum. Fjárfestingin varð blessunarlega ofan á. En það kallaði á að það þurfti að hanna allar vörur upp á nýtt úr nýju gerviefnunum og á þeim tíma hófst hin mikla vöruþróun sem hefur fylgt okkur í Hampiðjunni allar götur síðan. Fram að 1995 var Hampiðjan að mestu efnisframleiðandi. Flest netaverkstæðin á Íslandi á þeim tíma voru lítil og höfðu ekki burði til að þróa veiðarfæri. Hampiðjan hannaði veiðarfæri í samstarfi við þau og útgerðarfyrirtækin og efnið sem var notað kom þá einnig frá Hampiðjunni. Um miðjan tíunda áratuginn vaknaði áhugi á að reka eigin netaverkstæði og var brugðið á það ráð að stofna og kaupa verkstæði erlendis til að fara ekki í samkeppni við viðskiptavini okkar á Íslandi. Hampiðjan hóf starfsemi í Namibíu í Afríku, á Nýja-Sjálandi og síðar í Seattle í Bandaríkjunum. Nú rekum við 26 fyrirtæki um allan heim, störfum í 14 löndum í fimm heimsálfum og við spönnum frá vestasta odda Alaska til Nýja-Sjálands í austri. Um aldamótin lögðum við enn meira kapp á að vera með starfsemi erlendis. Við keyptum tvö fyrirtæki á Írlandi og sameinuðum þau undir nafninu Swan Net Gundry og svo skömmu síðar keyptum við meirihlutann í stærsta netaverkstæði Danmerkur, Cosmos Trawl. Frá því að ég tók við sem forstjóri árið 2014 höfum við keypt Swan Net í Seattle, komið á fót starfsemi í Ástralíu og keypt einn stærsta keppinaut okkar á Norður-Atlantshafi, Vónin í Færeyjum. Í fyrra eignuðumst við síðan meirihluta í íslenska fyrirtækinu Voot Beitu og í byrjun þessa árs keyptum við North Atlantic Marine Supplies & Services sem rekur þrjú netaverkstæði á Nýfundnalandi og Nova Scotia og um mitt þetta ár spænska netaverkstæðið Tor-Net SA í Las Palmas á Kanaríeyjum. Einnig eignuðumst við dótturfyrirtækið Fjarðanet hér á Íslandi að fullu nú í haust. Vónin er ólík Hampiðjunni að því leyti að fyrirtækið er ekki með eigin framleiðslu á efnum og er staðsett á landsvæðum þar sem Hampiðjan var ekki með starfsemi. Vónin rekur fjögur netaverkstæði á Grænlandi, er á fjórum stöðum í Noregi og með þrjú netaverkstæði í Færeyjum. Landfræðilega féllu fyrirtækin því vel saman og nú nýtir Vónin veiðarfæraefni sem Hampiðjan framleiðir í sífellt meiri mæli og sú samlegð eykst með hverju árinu.“ Sinna þeim sem eru framarlega í tækni Hvernig völduð þið löndin sem Hampiðjan starfaði í áður en Vónin var keypt? „Við þekkjum vel markaðssvæðin. Við völdum lönd þar sem fiskveiðar henta okkar vörum. Við sinnum þeim sem eru framarlega í tækni og reka stærri og fullkomnari skip. Við beinum sjónum okkar að mörkuðum þar sem stundaðar eru veiðar með fullkomnustu veiðarfærum. Til að vaxa höfum við þrjá möguleika, að auka markaðshlutdeild á núverandi mörkuðum, stofna eigin fyrirtæki og það sem reynst hefur vel, að kaupa fyrirtæki í rekstri og sem eru með góða markaðshlutdeild. Hampiðjan getur oft bætt vöruúrval þeirra netaverkstæða sem eru keypt enda eru þau oft og tíðum lítil.“ Hjörtur segir að ýmis tækifæri fylgi fyrirtækjunum sem Hampiðjan hefur keypt. Voot Beita einbeiti sér að beitu fyrir línuveiðar og fái þaðan meginhluta teknanna, en reki einnig Mar-Wear, sem þróar og framleiðir vinnuföt fyrir sjómenn. „Við erum með fjölda staðsetninga víða um heim þar sem hægt er að selja vörurnar og það er rétt að byrja. Fyrstu skrefin í þá átt hafa verið tekin og má sem dæmi nefna að vörurnar eru nú seldar í 22 verslunum á Nýfundnalandi og Nova Scotia í Kanada.“ Seldi í HB Granda til að kaupa Vónin Hvernig voru kaupin á Vónin fjármögnuð? „Kaupin voru fjármögnuð að stórum hluta með sölu á 9,6 prósenta hlut í HB Granda. Það skipti máli fyrir Hampiðjuna að þurfa ekki að skuldsetja fyrirtækið mikið fyrir kaupunum og hugmyndin var því að fjármagna kaupin með þessum hætti. Árni heitinn Vilhjálmsson hafði ásamt Kristjáni Loftssyni forgöngu um að Hampiðjan, Hvalur, Fiskveiðihlutafélagið Venus og Sjóvá keyptu saman Bæjarútgerð Reykjavíkur sem síðan sameinaðist Ísbirninum og úr varð Grandi. Um 2004 sameinaðist útgerðin Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og við bættist HB fyrir framan nafnið. Hampiðjan var stór hluthafi í upphafi en með sameiningum minnkaði hlutur fyrirtækisins í útgerðinni og samhliða bættu aðrir hluthafar við eign sína. Verðmæti hlutarins jókst svo með árunum og hefur síðan gert okkur kleift að tvöfalda stærð Hampiðjunnar.“ Þú nefnir að þið vilduð ekki skuldsetja fyrirtækið við kaupin á Vónin. Eiginfjárhlutfallið var yfir 70 prósent en lækkaði í um 48 prósent við kaupin á færeyska félaginu. Er það stefna félagsins að hafa borð fyrir báru hvað þetta varðar? Þarf reksturinn að geta tekið á móti sveiflum? „Við viljum gjarnan hafa eiginfjárhlutfallið yfir 40%. Það lækkaði töluvert niður við kaupin á Vónin en er komið aftur í kringum 51 prósent. Ástæðuna má rekja til þess að Vónin var öllu skuldsettari en Hampiðjan. Það getur verið erfitt að hafa mikið lánsfjármagn þegar illa árar en Hampiðjan er komin í þá stöðu að vera um allan heim. Sjávarútvegur sveiflast upp og niður en með þessari miklu landfræðilegu dreifingu ásamt fjölbreyttara vöruúrvali, finnum við minna fyrir sveiflum en áður. Hampiðjan selur meðal annars mikið til fiskeldis. Þessi fjölbreytni í framleiðsluvörum og staðsetningum leiðir til þess að sveiflur í rekstri verða minni en annars væri.“ Samþætta ekki vöruframboðið Hvernig hefur gengið að samþætta reksturinn á Vónin og Hampiðjunni? „Það hefur gengið afar vel. Eins og ég nefndi notar Vónin efni sem Hampiðjan Baltic í Litháen framleiðir. Fyrirtækin reka nú sameiginlegt netaverkstæði í Siauliai í Litháen, sem upphaflega tilheyrði Vónin, og er undirverktaki fyrir öll fyrirtæki Hampiðjusamstæðunnar. Sú starfsemi var í 4.000 fermetrum við kaupin en við byggðum við og stærðin er komin í 10.000 fermetra. Stækkunin var forsenda þess að hægt yrði að sameina netaverkstæði Vónarinnar og Hampiðjan Baltic á einum stað ásamt því að auka framleiðslu á fiskeldiskvíum. Nú starfa á sameinuðu netaverkstæði 170 starfsmenn. Við höfum ekki samþætt vöruframboðið í togveiðarfærum því markaðir eru misjafnir. Hver markaður þarf sína útfærslu af trollum eftir aðstæðum því jafnvel sama fisktegund getur verið veidd við mismunandi aðstæður. Þannig er makríll veiddur við yfirborð hér við Ísland en á töluverðu dýpi annars staðar. Dótturfyrirtækin hafa því ætíð haldið sínum trollum og þau keppa innbyrðis. Þetta snýst um útfærslur og hönnun, efnisval og gæði. Vónin selur því töluvert til Íslands og Hampiðjan til Færeyja. Við viljum ekki eiga við það fyrirkomulag því þessi samkeppni er holl fyrir fyrirtækið og góð fyrir viðskiptavinina. Við viljum frekar samþætta í efnisframleiðslu og nýta stærðina til að ná hagkvæmari innkaupum á efnum og vörum til veiðarfæraframleiðslunnar.“ Eflaust stærst í heimi Hvað er Hampiðjan stór miðað við keppinauta erlendis? „Við erum eflaust stærsti togveiðarfæraframleiðandi í heiminum. Okkar sérstaða er að við ráðum öllu framleiðsluferlinu allt frá því að kaupa inn plastkorn til að búa til þræði og þar til að við skilum frá okkur tæknilega fullkomnustu trollum sem völ er á í heiminum. Það getur verið erfitt að bera fyrirtæki saman á heimsvísu því verksvið þeirra er mjög mismunandi, sum framleiða bara efni og önnur einungis veiðarfæri. Starfsmenn Hampiðjunnar eru nú rúmlega eitt þúsund.“ Hversu tæknilegar eru vörur Hampiðjunnar? „Ég get hiklaust fullyrt að við framleiðum flóknustu og fullkomnustu kaðla í heiminum og enginn af okkar keppinautum myndi véfengja það. Við eigum á þriðja tug einkaleyfa sem tengjast bæði fiskveiðum og olíuiðnaði því við leggjum mikið upp úr því að vernda okkar vöruþróun. Við framleiðum DynIce Warp togtaugar sem notaðar eru í staðinn fyrir stálvír. Þær eru léttari en vatn og fljóta en hafa sama styrk miðað við þvermál og stálvír. Fyrir nokkrum árum þróuðum við höfuðlínukapal úr ofurefnum sem hefur meiri gagnaflutningsgetu en hefðbundnir stálkaplar og er þar að auki það léttur að hann svífur fyrir ofan trollopið og fælir þá ekki fisk frá. Nú erum við að vinna að því að þróa höfuðlínukapal sem hefur mun meiri flutningsgetu bæði á myndum og merkjum frá trollinu. Kaðlarnir í flottrollin sem nefnast Helix eru mjög sérhæfðir og með einkaleyfisvernd því þeir eru þannig hannaðir að trollið þenst út þegar það er dregið og hljóð og titringur frá þeim neðansjávar er minna en í öðrum köðlum. Það eykur veiðihæfni trollsins því opnunin er meiri og hávaðinn frá því minni. Við höfum hannað undanfarin ár nýjar gerðir af netum bæði úr hefðbundnum efnum og ofurefnum sem minnka togmótstöðu og gera það kleift að stækka trollin þannig að þau veiði meira á togtíma.“ Eitt af fyrstu á hlutabréfamarkað Hampiðjan hefur lengi verið skráð á First North-hliðarmarkaðinn. Mun félagið einhvern tímann færa sig aftur á Aðalmarkað? „Hampiðjan var á meðal fimm fyrstu fyrirtækjanna sem fengu hlutabréf sín skráð hjá nýstofnuðum Hlutabréfamarkaði hf. í nóvember árið 1985. Félagið fór síðan á Verðbréfaþing Íslands árið 1992 sem síðar varð Nasdaq OMX og á First North árið 2007. Ástæðan fyrir vistaskiptunum var að viðskipti með hlutabréf Hampiðjunnar voru lítil og fjöldi hluthafa fór niður fyrir þau mörk sem eru talin ásættanleg. Lítil velta var vegna þess að hluthafar okkar vildu eiga hlutabréf sín áfram og sóttust ekki eftir að selja þau. Það þarf að vera ákveðið flot á bréfunum til að réttlæta skráningu á Aðalmarkað. Það eru gerðar minni kröfur á First North og því hentuðu skiptin okkur vel. En þar eru engu að síður gerðar ríkar kröfur til okkar. Við skilum uppgjörum hálfsárslega og tilkynnum um ákvarðanir sem hafa áhrif á reksturinn. Á sama tíma hafa hluthafar færi á að kaupa eða selja hlutabréf á markaði. Hampiðjan hefur verið afskaplega heppin með eigendur. Fyrirtækið var stofnað af 13 manna hópi og sumar fjölskyldurnar hafa aukið við sinn hlut og þessi hópur hefur ætíð átt meirihluta í félaginu og stutt dyggilega við bakið á því. Það er ómetanlegt og ein af meginástæðum þess að Hampiðjan hefur vaxið og dafnað. Við höfum horft á önnur fyrirtæki þar sem eignarhaldið fer fram og til baka og það skapar oft mikla óvissu og ókyrrð í kringum reksturinn.“ Árið 2003 var vendipunktur Hjörtur segir að árið 2003 hafi verið ákveðinn vendipunktur í rekstri Hampiðjunnar. Meginþungi framleiðslunnar hafi það ár verið fluttur til Litháen. „Það var bráðnauðsynlegt á þeim tíma. Kostnaður við framleiðsluna var orðinn hár á Íslandi og erfitt að finna hæft starfsfólk til framleiðslustarfa. Þegar litið er til baka er það alveg ljóst að ef þetta skref hefði ekki verið stigið væri Hampiðjan hugsanlega ekki til í dag eða reksturinn að minnsta kosti afar smár í sniðum. Stór hluti af okkar starfsemi hefur verið að framleiða efni í veiðarfæri. Það að flytja hráefni til landsins, vinna það hér á tiltölulega háum launum í dýrum byggingum og flytja aftur út gengur ekki upp. Við værum hreinlega ekki samkeppnisfær við keppinauta okkar í Evrópu. Það hefði verið útilokað að halda rekstrinum áfram í þeirri mynd. Í Litháen eru aðstæður góðar, vinnulaun eru hagstæð með tilliti til framleiðslu og þar er allt sem þarf eins og hagkvæmar húsbyggingar og nægt byggingarland. Hjá Hampidjan Baltic starfa nú 370 starfsmenn og verksmiðjan er um 21.500 fermetrar að stærð. Flutningar eru sömuleiðis auðveldir frá Litháen. Við getum flutt gám til Íslands á átta dögum og það er hægt að keyra til hafnarinnar í Rotterdam á 26 klukkustundum. Landið er vel staðsett að þessu leyti.“
Birtist í Fréttablaðinu Færeyjar Grænland Hampiðjan Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira