Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. desember 2018 06:30 Frá vettvangi í grennd við Imlil í Atlasfjöllunum. AP/Marrakechalaan Þrír voru handteknir í Marokkó í gær í tengslum við rannsókn lögreglu á morðum á tveimur norrænum háskólanemum, hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen. Ríkissjónvarpsstöðin 2M greindi frá seinni tveimur handtökunum. Áður hafði marokkóska innanríkisráðuneytið greint frá því að einn hefði verið handtekinn í Marrakech. Norska lögreglan var í gær á leið til Marokkó til þess að aðstoða kollega sína í ríkinu við rannsókn á málinu. Þær Ueland og Jespersen, 28 og 24 ára, voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þar lauk ferðalaginu en þær fundust látnar í hlíðum fjallsins á mánudaginn. Samkvæmt norskum miðlum voru þær einar á ferð og fundust með skurð á hálsi. Talið er nær fullvíst að um morð hafi verið að ræða. Samkvæmt umfjöllun Verdens Gang (VG) fer BCIJ, alríkislögreglan í Marokkó, með rannsókn málsins. Segir miðillinn að það bendi til þess að málið gæti tengst þjóðaröryggi, öfgasamtökum eða hryðjuverkum. Sjónarvottar hafa sagt lögreglu frá því að þeir hafi séð hina grunuðu yfirgefa vettvang glæpsins um klukkan þrjú þá nótt sem konurnar fundust. Heimildarmaður VG sagði að lögreglu grunaði fjóra menn, búsetta í nágrenni morðvettvangsins, um að hafa staðið að morðunum. Allir hinir grunuðu eru marokkóskir karlmenn. Sá sem var fyrst handtekinn er eins og áður segir frá Marrakech en hinir grunuðu eru frá hafnarborginni Safi. „Rannsóknin mun meðal annars leiða í ljós hvort skipulögð glæpasamtök hafi myrt þær og hvort morðið hafi verið skipulagt. Rannsakendur munu leitast við að útskýra ástæðu glæpsins og smáatriðin,“ var haft eftir heimildarmanninum. Hann vildi þó ekki segja hvort hinir handteknu hefðu áður komist í kast við lögin. Danska ríkisútvarpið, DR, greindi svo frá því að danska utanríkisráðuneytið varaði sérstaklega við því að ferðamenn væru einir á ferð í Marokkó. Afríka Birtist í Fréttablaðinu Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Þrír voru handteknir í Marokkó í gær í tengslum við rannsókn lögreglu á morðum á tveimur norrænum háskólanemum, hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen. Ríkissjónvarpsstöðin 2M greindi frá seinni tveimur handtökunum. Áður hafði marokkóska innanríkisráðuneytið greint frá því að einn hefði verið handtekinn í Marrakech. Norska lögreglan var í gær á leið til Marokkó til þess að aðstoða kollega sína í ríkinu við rannsókn á málinu. Þær Ueland og Jespersen, 28 og 24 ára, voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þar lauk ferðalaginu en þær fundust látnar í hlíðum fjallsins á mánudaginn. Samkvæmt norskum miðlum voru þær einar á ferð og fundust með skurð á hálsi. Talið er nær fullvíst að um morð hafi verið að ræða. Samkvæmt umfjöllun Verdens Gang (VG) fer BCIJ, alríkislögreglan í Marokkó, með rannsókn málsins. Segir miðillinn að það bendi til þess að málið gæti tengst þjóðaröryggi, öfgasamtökum eða hryðjuverkum. Sjónarvottar hafa sagt lögreglu frá því að þeir hafi séð hina grunuðu yfirgefa vettvang glæpsins um klukkan þrjú þá nótt sem konurnar fundust. Heimildarmaður VG sagði að lögreglu grunaði fjóra menn, búsetta í nágrenni morðvettvangsins, um að hafa staðið að morðunum. Allir hinir grunuðu eru marokkóskir karlmenn. Sá sem var fyrst handtekinn er eins og áður segir frá Marrakech en hinir grunuðu eru frá hafnarborginni Safi. „Rannsóknin mun meðal annars leiða í ljós hvort skipulögð glæpasamtök hafi myrt þær og hvort morðið hafi verið skipulagt. Rannsakendur munu leitast við að útskýra ástæðu glæpsins og smáatriðin,“ var haft eftir heimildarmanninum. Hann vildi þó ekki segja hvort hinir handteknu hefðu áður komist í kast við lögin. Danska ríkisútvarpið, DR, greindi svo frá því að danska utanríkisráðuneytið varaði sérstaklega við því að ferðamenn væru einir á ferð í Marokkó.
Afríka Birtist í Fréttablaðinu Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira