Patrekur tekur við dönsku meisturunum í Skjern í júlí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 07:51 Patrekur Jóhannesson. Vísir/Daníel Patrekur Jóhannesson hættir með Selfoss í vor og tekur við dönsku meisturunum í Skjern en austurríska handboltasambanið tilkynnti um þetta á heimasíðu sinni í morgun. Patrekur er að taka við starfinu af Ole Nørgaard sem hefur stýrt danska liðinu frá 2012. Patrekur gerir þriggja ára samning við Skjern og tekur við liðinu þann 1. júlí næstkomandi en samningur hann við Selfoss rennur út í vor. Hann mun halda áfram að þjálfa austurríska landsliðið.ÖHB-Teamchef Patrekur Jóhannesson wird ab Juli 2019 zusätzlich zu seiner Tätigkeit als Nationalteamtrainer, den dänischen Spitzenklub und Champions League-Verein @SkjernHaandbold übernehmen! Alle Infos https://t.co/kyzkfz9zhc#HandballAustriapic.twitter.com/leL9zP4KV9 — Handball Austria (@HandballAustria) December 19, 2018Patrekur er á sínu öðru tímabili með Selfossliðið en hann hefur einnig þjálfað austurríska landsliðið frá árinu 2011. Þetta verður annað erlenda félagsliðið sem hann þjálfar en Patrekur stýrði TV Emsdetten frá 2010-11. Patrekur er 46 ára gamall og hefur verið að þjálfa handboltalið frá því að hann lagði skóna á hilluna fyrir tíu árum síðan. Ráðning Patreks er enn eitt dæmið um hversu eftirsóttir íslenskir handboltaþjálfarar eru á erlendri grundu. Skjern varð danskur meistari á síðasta tímabili undir stjórn Ole Nörgaard en það hefur ekki gengið eins vel í vetur. Skjern er eins og er í 7. sæti dönsku deildarinnar með 9 sigra og 8 töp í 17 leikjum. Skjern er líka í neðsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni þegar fjórir leikir eru eftir en vann þó tvo fyrstu leikina sína á móti Celje og HK Motor. Ole Nörgaard og Henrik Kronborg þjálfa Skjern saman í vetur en Nörgaard hefur þjálfað liðið undanfarin sjö tímabil. Með Skjern spila tveir íslenskir leikmenn í dag, landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson og Tandri Már Konráðsson. Í liðinu er líka norsku línumaðurinn Bjarte Myrhol og dönsku goðsagnirnar Anders Eggert og Kasper Söndergaard sem eru þó báðir farnir að nálgast fertugsaldurinn. Thomas Mogensen snéri líka heima til Danmerkur og til Skjern í sumar eftir ellefu ár með Flensburg í þýsku deildinni. Patrekur verður ekki fyrsti íslenski þjálfarinn hjá Skjern því Aron Kristkjánsson þjálfaði liðið með Anders Dahl-Nielsen frá 2004 til 2007. Aron lék líka með liðinu og varð danskur meistari með Skjern árið 1999. Handbolti HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Patrekur Jóhannesson hættir með Selfoss í vor og tekur við dönsku meisturunum í Skjern en austurríska handboltasambanið tilkynnti um þetta á heimasíðu sinni í morgun. Patrekur er að taka við starfinu af Ole Nørgaard sem hefur stýrt danska liðinu frá 2012. Patrekur gerir þriggja ára samning við Skjern og tekur við liðinu þann 1. júlí næstkomandi en samningur hann við Selfoss rennur út í vor. Hann mun halda áfram að þjálfa austurríska landsliðið.ÖHB-Teamchef Patrekur Jóhannesson wird ab Juli 2019 zusätzlich zu seiner Tätigkeit als Nationalteamtrainer, den dänischen Spitzenklub und Champions League-Verein @SkjernHaandbold übernehmen! Alle Infos https://t.co/kyzkfz9zhc#HandballAustriapic.twitter.com/leL9zP4KV9 — Handball Austria (@HandballAustria) December 19, 2018Patrekur er á sínu öðru tímabili með Selfossliðið en hann hefur einnig þjálfað austurríska landsliðið frá árinu 2011. Þetta verður annað erlenda félagsliðið sem hann þjálfar en Patrekur stýrði TV Emsdetten frá 2010-11. Patrekur er 46 ára gamall og hefur verið að þjálfa handboltalið frá því að hann lagði skóna á hilluna fyrir tíu árum síðan. Ráðning Patreks er enn eitt dæmið um hversu eftirsóttir íslenskir handboltaþjálfarar eru á erlendri grundu. Skjern varð danskur meistari á síðasta tímabili undir stjórn Ole Nörgaard en það hefur ekki gengið eins vel í vetur. Skjern er eins og er í 7. sæti dönsku deildarinnar með 9 sigra og 8 töp í 17 leikjum. Skjern er líka í neðsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni þegar fjórir leikir eru eftir en vann þó tvo fyrstu leikina sína á móti Celje og HK Motor. Ole Nörgaard og Henrik Kronborg þjálfa Skjern saman í vetur en Nörgaard hefur þjálfað liðið undanfarin sjö tímabil. Með Skjern spila tveir íslenskir leikmenn í dag, landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson og Tandri Már Konráðsson. Í liðinu er líka norsku línumaðurinn Bjarte Myrhol og dönsku goðsagnirnar Anders Eggert og Kasper Söndergaard sem eru þó báðir farnir að nálgast fertugsaldurinn. Thomas Mogensen snéri líka heima til Danmerkur og til Skjern í sumar eftir ellefu ár með Flensburg í þýsku deildinni. Patrekur verður ekki fyrsti íslenski þjálfarinn hjá Skjern því Aron Kristkjánsson þjálfaði liðið með Anders Dahl-Nielsen frá 2004 til 2007. Aron lék líka með liðinu og varð danskur meistari með Skjern árið 1999.
Handbolti HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira