Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 13:41 Teikning af New Horizons við Ultima Thule sem heitir formlega 2014 MU69. NASA/JHUAPL/SwRI Bandaríska geimfarið New Horizons stefnir nú hraðbyri á Ultima Thule, íshnullung í Kuiper-beltinu svonefnda. Fyrirbærið er það fjarlægasta sem geimfar mun hafa heimsótt í sólkerfinu. Áður varð New Horizons fyrsta geimfarið til að fljúga fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó. Eftir framhjáflugið hjá Plútó sumarið 2015 stefndu stjórnendur farsins því inn í Kuiper-beltið, svæði í sólkerfinu sem er fullt af íshnöttum sem taldir eru leifar frá því að það myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Ultima Thule er íssmástirni í Kuiper-beltinu, um 6,5 milljörðum kílómetra frá jörðinni. Það er talið vera um þrjátíu kílómetrar að þvermáli og fannst fyrst árið áður en New Horizons kom að Plútó. Vísindamenn telja að hnullungurinn sé úr ís og ryki, líklega í laginu eins og kartafla eða hneta. Yfirborð hans er líklega afar dökkleitt eftir orkuríka geislun eins og röntgenbylgjur og geimgeisla sem hafa dunið á því í milljarða ára. Næst fer New Horizons á nýársdag. Þá verður geimfarið í um 3.500 kílómetra fjarlægð frá Ultima Thule, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gangi allt að óskum tekur geimfarið myndir af yfirboðinu og gerir aðrar athuganir á lögun smástirnisins og umhverfi. Kort af braut New Horizons í gegnum sólkerfið á leið sinni til Plútó og Ultima Thule.Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory Ekki verður þó hlaupið að því enda ferðast New Horizons nú á um 51.000 kílómetra hraða á klukkustund. „Getum við flogið 3.500 kílómetra frá þessu fyrirbæri og náð öllum þessum myndum beint á réttum stað og ekki misst af neinu? Það er það sem er spennandi fyrir mig, það er áskorunin,“ sagði Alice Bowman, leiðangursstjórinn í síðustu viku. Ultima Thule er svo langt frá jörðinni að það tekur gögn frá New Horizons rúmar sex klukkustundir að berast til jarðar. Geimfarið byrjar ekki að senda gögn til jarðar fyrr en þegar nokkuð verður liðið á nýársdag. Búast má við því að fyrstu myndirnar frá framhjáfluginu birtist 2. janúar og þær bestu ekki fyrr en daginn eftir. Aðstandendur leiðangursins vonast enn til þess að geta sent New Horizons að öðru fyrirbæri í Kuiper-beltinu áður en honum lýkur á næstu árum. Geimurinn Tækni Vísindi Plútó Tengdar fréttir New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25 Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50 Ísöldur sjást á yfirborði Plútós Vísindamenn höfðu talið að lofthjúpur Plútós væri of þunnur til að veðrun af þessu tagi gæti átt sér stað. 31. maí 2018 23:45 New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Bandaríska geimfarið New Horizons stefnir nú hraðbyri á Ultima Thule, íshnullung í Kuiper-beltinu svonefnda. Fyrirbærið er það fjarlægasta sem geimfar mun hafa heimsótt í sólkerfinu. Áður varð New Horizons fyrsta geimfarið til að fljúga fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó. Eftir framhjáflugið hjá Plútó sumarið 2015 stefndu stjórnendur farsins því inn í Kuiper-beltið, svæði í sólkerfinu sem er fullt af íshnöttum sem taldir eru leifar frá því að það myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Ultima Thule er íssmástirni í Kuiper-beltinu, um 6,5 milljörðum kílómetra frá jörðinni. Það er talið vera um þrjátíu kílómetrar að þvermáli og fannst fyrst árið áður en New Horizons kom að Plútó. Vísindamenn telja að hnullungurinn sé úr ís og ryki, líklega í laginu eins og kartafla eða hneta. Yfirborð hans er líklega afar dökkleitt eftir orkuríka geislun eins og röntgenbylgjur og geimgeisla sem hafa dunið á því í milljarða ára. Næst fer New Horizons á nýársdag. Þá verður geimfarið í um 3.500 kílómetra fjarlægð frá Ultima Thule, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gangi allt að óskum tekur geimfarið myndir af yfirboðinu og gerir aðrar athuganir á lögun smástirnisins og umhverfi. Kort af braut New Horizons í gegnum sólkerfið á leið sinni til Plútó og Ultima Thule.Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory Ekki verður þó hlaupið að því enda ferðast New Horizons nú á um 51.000 kílómetra hraða á klukkustund. „Getum við flogið 3.500 kílómetra frá þessu fyrirbæri og náð öllum þessum myndum beint á réttum stað og ekki misst af neinu? Það er það sem er spennandi fyrir mig, það er áskorunin,“ sagði Alice Bowman, leiðangursstjórinn í síðustu viku. Ultima Thule er svo langt frá jörðinni að það tekur gögn frá New Horizons rúmar sex klukkustundir að berast til jarðar. Geimfarið byrjar ekki að senda gögn til jarðar fyrr en þegar nokkuð verður liðið á nýársdag. Búast má við því að fyrstu myndirnar frá framhjáfluginu birtist 2. janúar og þær bestu ekki fyrr en daginn eftir. Aðstandendur leiðangursins vonast enn til þess að geta sent New Horizons að öðru fyrirbæri í Kuiper-beltinu áður en honum lýkur á næstu árum.
Geimurinn Tækni Vísindi Plútó Tengdar fréttir New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25 Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50 Ísöldur sjást á yfirborði Plútós Vísindamenn höfðu talið að lofthjúpur Plútós væri of þunnur til að veðrun af þessu tagi gæti átt sér stað. 31. maí 2018 23:45 New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Eftir vel heppnaða heimsókn til Plútós virðist næsta takmark New Horizons-geimfarsins margslungnara en í fyrstu var talið. 13. desember 2017 16:25
Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Þurrgufun metaníss myndar ísblöð á stærð við skýjakljúfa á hálendissvæðum dvergreikistjörnunnar Plútós. 2. október 2017 23:50
Ísöldur sjást á yfirborði Plútós Vísindamenn höfðu talið að lofthjúpur Plútós væri of þunnur til að veðrun af þessu tagi gæti átt sér stað. 31. maí 2018 23:45
New Horizons í dvala fyrir stefnumót við íshnullung Slökkt verður á mælitækjum Plútókönnuðarins þangað til í júní, hálfu ári áður en hann nær til næsta takmarks síns í Kuipersbeltinu. 25. desember 2017 12:21