Klár í slaginn þrátt fyrir mistök við síðasta geimskot Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2018 19:45 Þetta er í fyrsta sinn sem þau McClain og Saint-Jacques fara út í geim. Kononenko hefur farið þrisvar sinnum áður og að þessu verkefni loknu mun hann hafa varið 533 dögum út í geimi. Vísir/NASA Geimfarar sem skjóta á til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á morgun eru klárir í slaginn og hafa litlar áhyggjur af öryggi sínu. Þeim verður skotið á loft með Souyz-eldflaug frá Kasakstan á morgun en síðast þegar það var reynt, í október, bilaði eldflaugin og féllu geimfararnir um borð til jarðar. Þeir lifðu þó nauðlendinguna af og á morgun fara þau Oleg Kononenko frá Rússlandi, Anne McClain frá Bandaríkjunum og David Saint-Jacques frá Kanada út í geim með samskonar eldflaug. Þetta var í fyrsta sinn sem bilun kom upp í mönnuðu geimskoti með Soyuz-eldflauginni frá 1983.Sjá einnig: Segja bilaðan skynjara hafa valdið misheppnuðu geimskoti„Áhætta er hluti af starfi okkar,“ sagði Kononenko við blaðamenn í Kasakstan í dag. Hann tók einnig fram að hann og áhöfnin bæru fullt traust til þeirra aðila sem koma að geimskotinu.„Við erum undirbúin andlega og tæknilega fyrir geimskotið og allt sem getur komið upp á um borð.“ Hinir áhafnarmeðlimirnir slógu á svipaða strengi. Þetta er þó í fyrsta sinn sem þau McClain og Saint-Jacques fara út í geim. Kononenko hefur farið þrisvar sinnum áður og að þessu verkefni loknu mun hann hafa varið 533 dögum út í geimi. Eftir geimskotið á morgun mun SpaceX, fyrirtæki Elon Musk, skjóta birgðafari til geimstöðvarinnar á þriðjudaginn. Souyz eldflauginni verður skotið á loft klukkan hálf tólf á morgun, gangi áætlanir eftir. Hægt verður að fylgjast með því á Vísi. Asía Bandaríkin Geimurinn Kanada Kasakstan Rússland Tækni Vísindi Tengdar fréttir Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09 Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda geimfar í langt ferðalag til Merkúr. 19. október 2018 14:00 Mögulega nægjanlegt súrefni á Mars fyrir örverur og svampa Vísindamenn segja að saltvatn sem fundist hefur undir yfirborði Mars gæti innihaldið nægjanlegt súrefni fyrir örverur, álíka þeim og þekktust hér á jörðinni fyrir milljörðum ára. 22. október 2018 22:00 Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. 11. október 2018 11:17 InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Geimfarar sem skjóta á til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á morgun eru klárir í slaginn og hafa litlar áhyggjur af öryggi sínu. Þeim verður skotið á loft með Souyz-eldflaug frá Kasakstan á morgun en síðast þegar það var reynt, í október, bilaði eldflaugin og féllu geimfararnir um borð til jarðar. Þeir lifðu þó nauðlendinguna af og á morgun fara þau Oleg Kononenko frá Rússlandi, Anne McClain frá Bandaríkjunum og David Saint-Jacques frá Kanada út í geim með samskonar eldflaug. Þetta var í fyrsta sinn sem bilun kom upp í mönnuðu geimskoti með Soyuz-eldflauginni frá 1983.Sjá einnig: Segja bilaðan skynjara hafa valdið misheppnuðu geimskoti„Áhætta er hluti af starfi okkar,“ sagði Kononenko við blaðamenn í Kasakstan í dag. Hann tók einnig fram að hann og áhöfnin bæru fullt traust til þeirra aðila sem koma að geimskotinu.„Við erum undirbúin andlega og tæknilega fyrir geimskotið og allt sem getur komið upp á um borð.“ Hinir áhafnarmeðlimirnir slógu á svipaða strengi. Þetta er þó í fyrsta sinn sem þau McClain og Saint-Jacques fara út í geim. Kononenko hefur farið þrisvar sinnum áður og að þessu verkefni loknu mun hann hafa varið 533 dögum út í geimi. Eftir geimskotið á morgun mun SpaceX, fyrirtæki Elon Musk, skjóta birgðafari til geimstöðvarinnar á þriðjudaginn. Souyz eldflauginni verður skotið á loft klukkan hálf tólf á morgun, gangi áætlanir eftir. Hægt verður að fylgjast með því á Vísi.
Asía Bandaríkin Geimurinn Kanada Kasakstan Rússland Tækni Vísindi Tengdar fréttir Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09 Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda geimfar í langt ferðalag til Merkúr. 19. október 2018 14:00 Mögulega nægjanlegt súrefni á Mars fyrir örverur og svampa Vísindamenn segja að saltvatn sem fundist hefur undir yfirborði Mars gæti innihaldið nægjanlegt súrefni fyrir örverur, álíka þeim og þekktust hér á jörðinni fyrir milljörðum ára. 22. október 2018 22:00 Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. 11. október 2018 11:17 InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09
Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda geimfar í langt ferðalag til Merkúr. 19. október 2018 14:00
Mögulega nægjanlegt súrefni á Mars fyrir örverur og svampa Vísindamenn segja að saltvatn sem fundist hefur undir yfirborði Mars gæti innihaldið nægjanlegt súrefni fyrir örverur, álíka þeim og þekktust hér á jörðinni fyrir milljörðum ára. 22. október 2018 22:00
Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. 11. október 2018 11:17
InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44