Umfangsmestu óeirðir í áratug Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2018 22:30 Veggjakrot þar sem Macron er líkt við Loðvík sextánda. Sá var konungur Frakklands og missti höfuðið í fallexi árið 1793. AP/Kamil Zihnioglu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. Óeirðirnar í gær voru þær mestu sem sést hafa í Frakklandi í áratug en þau áttu sér stað víða um landið. Minnst 133 eru slasaðir og þar af 23 lögregluþjónar og voru miklar skemmdir unnar í París. Í óeirðunum var kveikt í bílum, rúður brotnar og var farið um verslanir með ránshendi. Lögregluþjónar skutu táragasi og vatni að fólki. Lögreglan segir eld hafa verið borin að sex byggingum, mótmælendur hafi reist 130 vegatálma og kveikt hafi verið í 112 bílum. Minnst 412 voru handteknir.AP fréttaveitan hefur eftir Michel Delpuech, lögreglustjóra Parísar, að lögregluþjónar hafi lýst áður óséðri ofbeldishegðun. Íbúar hefðu beitt hömrum, garðyrkjutólum og grjóti gegn lögregluþjónum og öðrum.Í tilkynningu frá embætti forseta Frakklands í dag segir að til greina komi að lýsa yfir neyðarástandi. Yfirvöld Frakklands hafa kennt anarkistum og fjar-hægri hópum um ofbeldið.Mótmælin hafa staðið yfir af og á í um tvær vikur og hafa þrír dáið í atvikum sem tengjast þeim. Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, ætlar að funda með forsvarsmönnum mótmælanna, sem kennd eru við gulu vestin sem margir mótmælenda klæðast, en það gæti reynst erfitt þar sem um nokkurs konar grasrótarhreyfingu er að ræða sem er án formlegra leiðtoga, samkvæmt France24.Macron hefur neitað að láta undan og draga úr sköttum á eldsneyti og segir þá nauðsynlega til að draga úr útblæstri í Frakklandi. Þá hefur hann sömuleiðis staðið vörð um skattalækkanir sínar á fyrirtæki og efnað fólk og segir lækkanirnar hafa verið nauðsynlegar til að draga úr miklu atvinnuleysi. Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. Óeirðirnar í gær voru þær mestu sem sést hafa í Frakklandi í áratug en þau áttu sér stað víða um landið. Minnst 133 eru slasaðir og þar af 23 lögregluþjónar og voru miklar skemmdir unnar í París. Í óeirðunum var kveikt í bílum, rúður brotnar og var farið um verslanir með ránshendi. Lögregluþjónar skutu táragasi og vatni að fólki. Lögreglan segir eld hafa verið borin að sex byggingum, mótmælendur hafi reist 130 vegatálma og kveikt hafi verið í 112 bílum. Minnst 412 voru handteknir.AP fréttaveitan hefur eftir Michel Delpuech, lögreglustjóra Parísar, að lögregluþjónar hafi lýst áður óséðri ofbeldishegðun. Íbúar hefðu beitt hömrum, garðyrkjutólum og grjóti gegn lögregluþjónum og öðrum.Í tilkynningu frá embætti forseta Frakklands í dag segir að til greina komi að lýsa yfir neyðarástandi. Yfirvöld Frakklands hafa kennt anarkistum og fjar-hægri hópum um ofbeldið.Mótmælin hafa staðið yfir af og á í um tvær vikur og hafa þrír dáið í atvikum sem tengjast þeim. Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, ætlar að funda með forsvarsmönnum mótmælanna, sem kennd eru við gulu vestin sem margir mótmælenda klæðast, en það gæti reynst erfitt þar sem um nokkurs konar grasrótarhreyfingu er að ræða sem er án formlegra leiðtoga, samkvæmt France24.Macron hefur neitað að láta undan og draga úr sköttum á eldsneyti og segir þá nauðsynlega til að draga úr útblæstri í Frakklandi. Þá hefur hann sömuleiðis staðið vörð um skattalækkanir sínar á fyrirtæki og efnað fólk og segir lækkanirnar hafa verið nauðsynlegar til að draga úr miklu atvinnuleysi.
Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00
Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40