Segir herlögin þjóna hagsmunum Kremlverja Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. desember 2018 12:30 Ástandið er eldfimt í Úkraínu eftir að rússneski flotinn lagði hald á þrjú úkraínsk herskip og handtók 24 úkraínska sjóliða á sunnudaginn eftir að úkraínsku skipin gerðu tilraun til að sigla um Kerch-sund inn í Azov haf og þangað til Mariupol í Úkraínu. Í kjölfarið samþykkti Úkraínuþing herlög að beiðni Petro Porosjenkó Úkraínuforseta sem ná til tíu héraða í Úkraínu. Forsetinn óttast innrás Rússa inn í landið en meðal annars hefur fullorðnum rússneskum karlmönnum verið bannað að koma yfir landamærin til Úkraínu þar sem herlögin eru í gildi.Úkraínski herinn hefur í vikunni stundað umfangsmiklar heræfingar og það sama gerir rússneski herinn sem hefur komið fyrir fleiri eldflaugavarnarkerfum á landamærunum við Úkraínu. Úkraínski blaðamaðurinn Maxim Eristavi sem er rannsóknarfélagi hjá hugveitunni Atlantic Council skrifar grein í Washington Post í liðinni viku þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af herlögunum en hann telur þau geta grafið undan lýðræðinu í Úkraínu, ógni forsetakosningum sem fram fara á næsta ári og þjóni beinlínis hagsmunum stjórnarherranna í Kremlin. „Ég held að það sé mikilvægt að íhuga í hvaða samhengi herlögin eru sett,“ segir Maxim. „Samhengið er að við erum að glíma við fjögurra og hálfs árs hersetu Rússa í Úkraínu,“ og á hann þar við Krímskagann sem var hertekinn og innlimaður í Rússland árið 2014. „Auk þess erum við að glíma við skort á alþjóðlegum viðbrögðum af hálfu bandamanna Úkraínu í Evrópu og Bandaríkjunum.“ Við þessar kringumstæður finni almenningur í Úkraínu til skorts á samstöðu á meðan ágangur Rússa ágerist.Klippa: Viðtal við Maxim Eristavi um málefni Úkraínu Tilfellið við Kerch-sund virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn fyrir Úkraínuforseta og áðurnefndar aðstæður hafi gert honum kleift að fá herlögin samþykkt. Maxim segir þetta skapa hættu. „Stjórnmálaflokkar, sér í lagi Porosjenkó og bandamenn hans, geta misnotað sér ástandið og gert tilraun til valdaráns.“ Maxim segir að upphafleg drög að herlögunum hafi verið mun alvarlegri aðför að lýðræðinu en Porosjenkó vildi upphaflega að herlögin næðu til allrar Úkraínu en ekki bara tíu héraða, að þau myndu gilda í 60 daga en ekki 30 og að forsetakosningum á næsta ári yrði frestað en þingið varð ekki við því og málamiðlunartillaga samþykkt. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig forsetinn mun nýta sér valdheimildirnar sem felast í herlögunum,“ segir hann. „Hvort hann muni skerða mannréttindi með einhverjum hætti eða stjórnarskrárvarinn rétt almennings og hvaða áhrif þetta hafi á forsetakosningarnar og kosningabaráttuna til dæmis með beinum eða óbeinum takmörkunum á kosningarétti.“ Skoðanakannanir benda til þess að Porosjenkó eigi nær enga möguleika á að tryggja sér endurkjör sem forseti. Maxim segir að hann geti nýtt sér herlögin og aðstæðurnar til að veita sjálfum sér forskot fyrir kosningar til dæmis með hræðsluáróðri eða með því að mála mynd af sjálfum sér sem sterkum leiðtoga í stríðsaðstæðum. Þrátt fyrir að forsetinn sé að nýta sér aðstæðurnar til að magna upp hræðsluáróður telur Maxim að möguleikinn á innrás Rússa engu að síður til staðar.Herlögin eru sögð grafa undan lýðræðislegum stofnunum Úkraínu. Það sé nákvæmlega það sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti vilji.AP/Alexander Zemlianichenko„Þetta er raunveruleikinn,“ segir hann. „Rússar hafa staðið í virkum hernaði gegn Úkraínu frá árinu 2014 með innlimun Krímskagans og með leppstríði í austurhluta Úkraínu í gegn um uppreisnarmenn. Krísan vegna Kerch-sunds er alvarleg en ekki sú alvarlegasta sem komið hefur upp líkt og önnur mál 2014 og 2015,“ þess vegna sé það undarlegt að Porosjenkó velji sér þennan tímapunkt til að setja á herlög. „Afhverju núna en ekki þegar átökin í heimshlutanum voru alvarlegari?“ Þá telur hann að herlög Úkraínuforseta þjóni beinlínis hagsmunum stjórnvalda í Rússlandi. „Meginmarkmið Pútíns og Kremlar er að knésetja lýðræðisstofnanir í Úkraínu og Evrópudrauma almennings auk þess að draga Úkraínu aftur undir óbein yfirráð Rússlands“ segir Maxim. „Augljóslega draga herlögin úr vægi lýðræðisstofnana og færa völdin á fáar hendur með því að draga úr stjórnarskrárbundnum rétti almennings og riðla til kosningum. Öll þróun í þessa átt spilar beint upp í hendurnar á Vladímír Pútín.“ Evrópa Rússland Úkraína Tengdar fréttir Meina rússneskum körlum aðgang að Úkraínu Yfirvöld Úkraínu hafa tilkynnt að rússneskum karlmönnum á aldrinum 16-60 verður ekki hleypt inn í landið á meðan herlög eru þar í gildi. 30. nóvember 2018 09:13 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35 Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. 2. desember 2018 21:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Ástandið er eldfimt í Úkraínu eftir að rússneski flotinn lagði hald á þrjú úkraínsk herskip og handtók 24 úkraínska sjóliða á sunnudaginn eftir að úkraínsku skipin gerðu tilraun til að sigla um Kerch-sund inn í Azov haf og þangað til Mariupol í Úkraínu. Í kjölfarið samþykkti Úkraínuþing herlög að beiðni Petro Porosjenkó Úkraínuforseta sem ná til tíu héraða í Úkraínu. Forsetinn óttast innrás Rússa inn í landið en meðal annars hefur fullorðnum rússneskum karlmönnum verið bannað að koma yfir landamærin til Úkraínu þar sem herlögin eru í gildi.Úkraínski herinn hefur í vikunni stundað umfangsmiklar heræfingar og það sama gerir rússneski herinn sem hefur komið fyrir fleiri eldflaugavarnarkerfum á landamærunum við Úkraínu. Úkraínski blaðamaðurinn Maxim Eristavi sem er rannsóknarfélagi hjá hugveitunni Atlantic Council skrifar grein í Washington Post í liðinni viku þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af herlögunum en hann telur þau geta grafið undan lýðræðinu í Úkraínu, ógni forsetakosningum sem fram fara á næsta ári og þjóni beinlínis hagsmunum stjórnarherranna í Kremlin. „Ég held að það sé mikilvægt að íhuga í hvaða samhengi herlögin eru sett,“ segir Maxim. „Samhengið er að við erum að glíma við fjögurra og hálfs árs hersetu Rússa í Úkraínu,“ og á hann þar við Krímskagann sem var hertekinn og innlimaður í Rússland árið 2014. „Auk þess erum við að glíma við skort á alþjóðlegum viðbrögðum af hálfu bandamanna Úkraínu í Evrópu og Bandaríkjunum.“ Við þessar kringumstæður finni almenningur í Úkraínu til skorts á samstöðu á meðan ágangur Rússa ágerist.Klippa: Viðtal við Maxim Eristavi um málefni Úkraínu Tilfellið við Kerch-sund virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn fyrir Úkraínuforseta og áðurnefndar aðstæður hafi gert honum kleift að fá herlögin samþykkt. Maxim segir þetta skapa hættu. „Stjórnmálaflokkar, sér í lagi Porosjenkó og bandamenn hans, geta misnotað sér ástandið og gert tilraun til valdaráns.“ Maxim segir að upphafleg drög að herlögunum hafi verið mun alvarlegri aðför að lýðræðinu en Porosjenkó vildi upphaflega að herlögin næðu til allrar Úkraínu en ekki bara tíu héraða, að þau myndu gilda í 60 daga en ekki 30 og að forsetakosningum á næsta ári yrði frestað en þingið varð ekki við því og málamiðlunartillaga samþykkt. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig forsetinn mun nýta sér valdheimildirnar sem felast í herlögunum,“ segir hann. „Hvort hann muni skerða mannréttindi með einhverjum hætti eða stjórnarskrárvarinn rétt almennings og hvaða áhrif þetta hafi á forsetakosningarnar og kosningabaráttuna til dæmis með beinum eða óbeinum takmörkunum á kosningarétti.“ Skoðanakannanir benda til þess að Porosjenkó eigi nær enga möguleika á að tryggja sér endurkjör sem forseti. Maxim segir að hann geti nýtt sér herlögin og aðstæðurnar til að veita sjálfum sér forskot fyrir kosningar til dæmis með hræðsluáróðri eða með því að mála mynd af sjálfum sér sem sterkum leiðtoga í stríðsaðstæðum. Þrátt fyrir að forsetinn sé að nýta sér aðstæðurnar til að magna upp hræðsluáróður telur Maxim að möguleikinn á innrás Rússa engu að síður til staðar.Herlögin eru sögð grafa undan lýðræðislegum stofnunum Úkraínu. Það sé nákvæmlega það sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti vilji.AP/Alexander Zemlianichenko„Þetta er raunveruleikinn,“ segir hann. „Rússar hafa staðið í virkum hernaði gegn Úkraínu frá árinu 2014 með innlimun Krímskagans og með leppstríði í austurhluta Úkraínu í gegn um uppreisnarmenn. Krísan vegna Kerch-sunds er alvarleg en ekki sú alvarlegasta sem komið hefur upp líkt og önnur mál 2014 og 2015,“ þess vegna sé það undarlegt að Porosjenkó velji sér þennan tímapunkt til að setja á herlög. „Afhverju núna en ekki þegar átökin í heimshlutanum voru alvarlegari?“ Þá telur hann að herlög Úkraínuforseta þjóni beinlínis hagsmunum stjórnvalda í Rússlandi. „Meginmarkmið Pútíns og Kremlar er að knésetja lýðræðisstofnanir í Úkraínu og Evrópudrauma almennings auk þess að draga Úkraínu aftur undir óbein yfirráð Rússlands“ segir Maxim. „Augljóslega draga herlögin úr vægi lýðræðisstofnana og færa völdin á fáar hendur með því að draga úr stjórnarskrárbundnum rétti almennings og riðla til kosningum. Öll þróun í þessa átt spilar beint upp í hendurnar á Vladímír Pútín.“
Evrópa Rússland Úkraína Tengdar fréttir Meina rússneskum körlum aðgang að Úkraínu Yfirvöld Úkraínu hafa tilkynnt að rússneskum karlmönnum á aldrinum 16-60 verður ekki hleypt inn í landið á meðan herlög eru þar í gildi. 30. nóvember 2018 09:13 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35 Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. 2. desember 2018 21:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Meina rússneskum körlum aðgang að Úkraínu Yfirvöld Úkraínu hafa tilkynnt að rússneskum karlmönnum á aldrinum 16-60 verður ekki hleypt inn í landið á meðan herlög eru þar í gildi. 30. nóvember 2018 09:13
Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31
Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35
Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. 2. desember 2018 21:15