Agndofa yfir lendingu Icelandair-vélar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2018 23:40 Vélin lenti við afar erfiðar aðstæður. Skjáskot/Youtube Heldur athyglisvert myndband af lendingu Icelandair-vélar af gerðinni Boeing 767 birtist á YouTube í gær. Um er að ræða myndband af því þegar vél íslenska flugfélagsins lendir á Heathrow-flugvelli í London fimmtudaginn 29. nóvember við aðstæður sem verða að teljast gríðarlega erfiðar sökum vinds. Í myndskeiðinu má heyra myndatökumanninn, eða einhvern sem staddur er nálægt myndavélinni, lýsa lendingu vélarinnar á ansi skrautlegan hátt. Í upphafi myndskeiðsins má heyra lendingarlýsandann tala um að íslenskir flugmenn séu vanir köldum aðstæðum en hann setur spurningarmerki við hvort þeir séu reyndir þegar kemur að lendingum í miklu roki. Því næst heyrist hann benda á að flugvélar annarra flugfélaga hafi þurft fleiri en eina tilraun til þess að lenda, meðal þeirra var vél frá British Airways. Þegar vélin, sem verður auðsjáanlega fyrir miklum áhrifum þess mikla roks sem var á flugvellinum, loks lendir á flugbrautinni með miklum tilþrifum ræður lýsandinn sér varla fyrir hrifningu. „Guð. Minn. Góður. Sáuð þið þetta? Sjáið þetta, sjáið þetta! Jesús! Heitasta helvíti! Þetta var rosalegt!“ Samkvæmt heimildum Vísis var það Snæbjörn Jónsson sem var flugstjóri í þessari vél Icelandair. Gerði hann félagana á Big Jet TV agndofa með lendingu sinni. „Ef það er eitthvað sem við erum virkilega góð í er það nákvæmlega þetta. Við erum oft að kljást við mikinn vind og hliðarvind í Keflavík,“ sagði Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, í samtali við mbl.is fyrr í kvöld. Myndskeið af lendingunni má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Heldur athyglisvert myndband af lendingu Icelandair-vélar af gerðinni Boeing 767 birtist á YouTube í gær. Um er að ræða myndband af því þegar vél íslenska flugfélagsins lendir á Heathrow-flugvelli í London fimmtudaginn 29. nóvember við aðstæður sem verða að teljast gríðarlega erfiðar sökum vinds. Í myndskeiðinu má heyra myndatökumanninn, eða einhvern sem staddur er nálægt myndavélinni, lýsa lendingu vélarinnar á ansi skrautlegan hátt. Í upphafi myndskeiðsins má heyra lendingarlýsandann tala um að íslenskir flugmenn séu vanir köldum aðstæðum en hann setur spurningarmerki við hvort þeir séu reyndir þegar kemur að lendingum í miklu roki. Því næst heyrist hann benda á að flugvélar annarra flugfélaga hafi þurft fleiri en eina tilraun til þess að lenda, meðal þeirra var vél frá British Airways. Þegar vélin, sem verður auðsjáanlega fyrir miklum áhrifum þess mikla roks sem var á flugvellinum, loks lendir á flugbrautinni með miklum tilþrifum ræður lýsandinn sér varla fyrir hrifningu. „Guð. Minn. Góður. Sáuð þið þetta? Sjáið þetta, sjáið þetta! Jesús! Heitasta helvíti! Þetta var rosalegt!“ Samkvæmt heimildum Vísis var það Snæbjörn Jónsson sem var flugstjóri í þessari vél Icelandair. Gerði hann félagana á Big Jet TV agndofa með lendingu sinni. „Ef það er eitthvað sem við erum virkilega góð í er það nákvæmlega þetta. Við erum oft að kljást við mikinn vind og hliðarvind í Keflavík,“ sagði Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, í samtali við mbl.is fyrr í kvöld. Myndskeið af lendingunni má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira