Innlent

Opna í Hlíðarfjalli um helgina

Atli Ísleifsson skrifar
Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að lyftan Fjarkinn verði ræst. Hólabraut verður einnig opin sem og Töfrateppið fyrir yngsta skíðafólkið.
Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að lyftan Fjarkinn verði ræst. Hólabraut verður einnig opin sem og Töfrateppið fyrir yngsta skíðafólkið. Skíðasvæðið Hlíðarfjalli/Facebook
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður opnað í fyrsta sinn í vetur næstkomandi laugardag, 8. desember, klukkan 10.

Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að lyftan Fjarkinn verði ræst, auk þess að Hólabraut verður opin sem og Töfrateppið fyrir yngsta skíðafólkið.

Snjó hefur kyngt niður á Akureyri og víðar norðanlands síðustu daga. Verulega bætti í snjóinn aðfaranótt gærdagsins og var snjódýptarmetið fyrir desember var slegið á Akureyri í gær.

Mældist snjódýptin þá 105 sentímetrar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×