„Geitin“ í NFL-deildinni grínast með að nú sé öllum markmiðum náð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2018 14:30 Tom Brady fagnar því að þúsund jardar eru í höfn. Vísir/Getty Tom Brady er að mati flestra spekinga besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar en enginn leiktjórnandi hefur unnið fleiri titla í ameríska fótboltanum en þessi einstaki leikmaður. Brady er líka með húmorinn í lagi og sannar það í nýjustu færslu sinni á samfélasmiðlum. Brady hefur því unnið sér inn hið velþekkta viðurnefni „Geitin“ eða „GOAT“ sem þýðir „Greatest of all time“ eða sá besti í sögunni upp á íslenska tungu. Tom Brady varð NFL-meistari í fimmta sinn með New England Patriots liðinu árið 2016 og hefur síðan að verið að elta þann sjötta þrátt fyrir að vera kominn inn á fimmtugsaldurinn. Eða það héldu menn þar til að menn sáu nýjasta myndbandið inn á samfélagsmiðlum Tom Brady. Aðalverkefni leikstjórnanda er að stýra sóknarleik sinna liða og senda boltann fram völlinn á liðsfélaga sína. Sumir hlaupa mikið með boltann en Tom Brady er hinsvegar ekki mjög mikið í því. Í sigurleik New England Patriots um síðustu helgi þá náði hann samt að komast yfir 1000 hlaupajarda á ferlinum en hann hafði vantað örfáa upp á það í nokkurn tíma. Markmiðið náðist hinsvegar í 265. leiknum á móti Minnesota Vikings um helgina. Tom Brady grínaðist með það á samfélagsmiðlum að nú væri markmiðinu náð. „Vitiði hvað? Eina ástæðan fyrir því að ég er búinn að spila í þessi nítján ár var svo að ég gæti náð þessum þúsund jördum. Ég náði því þannig og nú er ég hættur. Tími til að keyra inn sólarlagið,“ segir Tom Brady í upphafi myndbandsins. Hann heldur þó ekki andlitinu lengi og heldur áfram. „Nei, núna er tími til að drífa sig aftur í vinnuna,“ segir Brady og svo er sýnt myndband af því þegar hann fagnar því að þúsund jardarnir séu í höfn. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. NFL Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sjá meira
Tom Brady er að mati flestra spekinga besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar en enginn leiktjórnandi hefur unnið fleiri titla í ameríska fótboltanum en þessi einstaki leikmaður. Brady er líka með húmorinn í lagi og sannar það í nýjustu færslu sinni á samfélasmiðlum. Brady hefur því unnið sér inn hið velþekkta viðurnefni „Geitin“ eða „GOAT“ sem þýðir „Greatest of all time“ eða sá besti í sögunni upp á íslenska tungu. Tom Brady varð NFL-meistari í fimmta sinn með New England Patriots liðinu árið 2016 og hefur síðan að verið að elta þann sjötta þrátt fyrir að vera kominn inn á fimmtugsaldurinn. Eða það héldu menn þar til að menn sáu nýjasta myndbandið inn á samfélagsmiðlum Tom Brady. Aðalverkefni leikstjórnanda er að stýra sóknarleik sinna liða og senda boltann fram völlinn á liðsfélaga sína. Sumir hlaupa mikið með boltann en Tom Brady er hinsvegar ekki mjög mikið í því. Í sigurleik New England Patriots um síðustu helgi þá náði hann samt að komast yfir 1000 hlaupajarda á ferlinum en hann hafði vantað örfáa upp á það í nokkurn tíma. Markmiðið náðist hinsvegar í 265. leiknum á móti Minnesota Vikings um helgina. Tom Brady grínaðist með það á samfélagsmiðlum að nú væri markmiðinu náð. „Vitiði hvað? Eina ástæðan fyrir því að ég er búinn að spila í þessi nítján ár var svo að ég gæti náð þessum þúsund jördum. Ég náði því þannig og nú er ég hættur. Tími til að keyra inn sólarlagið,“ segir Tom Brady í upphafi myndbandsins. Hann heldur þó ekki andlitinu lengi og heldur áfram. „Nei, núna er tími til að drífa sig aftur í vinnuna,“ segir Brady og svo er sýnt myndband af því þegar hann fagnar því að þúsund jardarnir séu í höfn. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.
NFL Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sjá meira