Gunnar var í viðtali í MMA þætti Ariel Helwani í gærkvöld. Helwani byrjaði á því að minnast á myndina sem Gunnar setti á samfélagsmiðla á dögunum þar sem hann sýnir heimsbyggðinni hversu frábæru formi hann er í.
One week #UFC231pic.twitter.com/mui7fGu1XI
— Gunnar Nelson (@GunniNelson) December 1, 2018
„Ég er búinn að vera í nýju styrktarþjálfunarprógrammi með nýjum styrktarþjálfara þrisvar í viku síðustu mánuði. Sumt af þessu svipar til CrossFit æfinga en er sérhannað fyrir mínar þarfir,“ sagði Gunnar.
„Í fyrsta skipti hef ég verið að lyfta af einhverri alvöru.“
„Unnar, styrktarþjálfarinn, hafði samband við mig og ég var spenntur fyrir því að prófa að taka þessa þjálfun með þjálfara.“
En hvaða áhrif hefur þessi breyting á Gunnari í sjálfum bardaganum?
„Hann reynir að vinna með allar orkubyrgðir í líkamanum. Ég hef þyngst aðeins en af vöðvum. Þolið mitt er mun betra, ég næ mér hraðar og ég er sterkari. Mér hefur aldrei liðið betur, ef ég á að vera hreinskilinn.“
Allt viðtalið má sjá hér að neðan, Gunnar kemur inn í þáttinn eftir 1:42 klst.
Gunnar hefur ekki barist síðan í júlí á síðasta ári en hann mætir Alex Oliveira um helgina. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður hitað vel upp fyrir hann í vikunni hér á Vísi.