Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2018 14:28 Mark Harris segist styðja rannsóknina en hann segir að rétt væri að staðfesta hann sem sigurvegara því rannsóknin snúist ekki um nægilega mörg atkvæði til að breyta niðurstöðum kosninganna. AP/Chuck Burton Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. Skoðun hefur leitt í ljós að smár hópur fólks skrifaði undan stóran hluta atkvæðanna og aðilar í þeim hópi tengjast manni sem vann fyrir framboð eins frambjóðenda Repúblikanaflokksins. Mögulega verður boðað til nýrrar kosningar í því kjördæmi sem um ræðir en Repúblikaninn Mark Harris er með betri gegn Demókratanum Dan McCready en þó munar einungis 905 atkvæðum. Opinberri niðurstöðu hefur verið frestað vegna rannsóknarinnar.Lög Norður-Karólínu segja að til um að vitni þurfi að skrifa undir utankjörfundaratkvæði og í flestum tilfellum skrifa fjölskyldumeðlimir eða vinir undir þau. Rannsóknin snýr sérstaklega að Leslie McCrae Dowless sem gerði út hóp fólks sem fór um kjördæmið og safnaði atkvæðum fólks. Lög ríkisins segja þó til um að einungis kjósendur sjálfir eða náskyldir ættingjar þeirra mega senda þau til kjörstjórna. Íbúar kjördæmisins segja starfsmenn Dowless hafa gengið í hús til að safna atkvæðum fólks og skila þeim ekki inn til kjörstjórna. Þeir hafi jafnvel hjálpað fólki að kjósa og sagt að þau þurfi ekki út úr húsi til þess. Sömuleiðis hafa þeir jafnvel verið sakaðir um að breyta atkvæðunum.Atkvæðin sem talin eru ekki hafa skilað sér tilheyra að mestu leyti meðlimum minnihlutahópa, sem þykja líklegri til að kjósa Demókratflokkinn. Þá eru kjósendur Demókrataflokksins líklegri að notast við utankjörfundaratkvæði.Sat í fangelsi fyrir fjársvikCharlotte Observer segir Dowless hafa verið dæmdan fyrir svik og að ljúga við eiðstaf og hann hafi setið í fangelsi. Dowless og eiginkona hans voru dæmd árið 1992 fyrir að líftryggja látinn mann og taka við 165 þúsund dölum þar til upp komst um svikin.Þó hefur hann starfað fyrir minnst níu frambjóðendur Repúblikanaflokksins á undanförnum. Þegar blaðamaður Observer náði tali af Dowless sagðist hann ekkert hafa gert af sér en aðrir fjölmiðlar virðast ekki hafa náð sambandi við hann.Blaðamenn CNN komu höndum yfir 161 utankjörfundaratkvæði. Þar af höfðu níu aðilar skrifað undir minnst tíu þeirra hvert og þar af þrír undir rúm 40 atkvæði. Öll virðast þó þekkjast á einhvern hátt of flest þeirra tengjast Dowless.CNN ræddi einnig við fyrrverandi vin Dowless sem segir hann hafa verið með fjölda fólks í vinnu. Rannsóknin snýst að mestu leyti um Bladensýslu þar sem Harris fékk mun stærri hluta utankjörfundaratkvæða en annarsstaðar í Norður-Karólínu. Það var eina sýslan í kjördæminu þar sem Harris fékk fleiri slík atkvæði en McCready. Miðað við skráða kjósendur þar þyrfti Harris að hafa fengið atkvæði nánast allra þeirra kjósenda sem ekki eru flokksbundnir og greiddu atkvæði utankjörfundar. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. Skoðun hefur leitt í ljós að smár hópur fólks skrifaði undan stóran hluta atkvæðanna og aðilar í þeim hópi tengjast manni sem vann fyrir framboð eins frambjóðenda Repúblikanaflokksins. Mögulega verður boðað til nýrrar kosningar í því kjördæmi sem um ræðir en Repúblikaninn Mark Harris er með betri gegn Demókratanum Dan McCready en þó munar einungis 905 atkvæðum. Opinberri niðurstöðu hefur verið frestað vegna rannsóknarinnar.Lög Norður-Karólínu segja að til um að vitni þurfi að skrifa undir utankjörfundaratkvæði og í flestum tilfellum skrifa fjölskyldumeðlimir eða vinir undir þau. Rannsóknin snýr sérstaklega að Leslie McCrae Dowless sem gerði út hóp fólks sem fór um kjördæmið og safnaði atkvæðum fólks. Lög ríkisins segja þó til um að einungis kjósendur sjálfir eða náskyldir ættingjar þeirra mega senda þau til kjörstjórna. Íbúar kjördæmisins segja starfsmenn Dowless hafa gengið í hús til að safna atkvæðum fólks og skila þeim ekki inn til kjörstjórna. Þeir hafi jafnvel hjálpað fólki að kjósa og sagt að þau þurfi ekki út úr húsi til þess. Sömuleiðis hafa þeir jafnvel verið sakaðir um að breyta atkvæðunum.Atkvæðin sem talin eru ekki hafa skilað sér tilheyra að mestu leyti meðlimum minnihlutahópa, sem þykja líklegri til að kjósa Demókratflokkinn. Þá eru kjósendur Demókrataflokksins líklegri að notast við utankjörfundaratkvæði.Sat í fangelsi fyrir fjársvikCharlotte Observer segir Dowless hafa verið dæmdan fyrir svik og að ljúga við eiðstaf og hann hafi setið í fangelsi. Dowless og eiginkona hans voru dæmd árið 1992 fyrir að líftryggja látinn mann og taka við 165 þúsund dölum þar til upp komst um svikin.Þó hefur hann starfað fyrir minnst níu frambjóðendur Repúblikanaflokksins á undanförnum. Þegar blaðamaður Observer náði tali af Dowless sagðist hann ekkert hafa gert af sér en aðrir fjölmiðlar virðast ekki hafa náð sambandi við hann.Blaðamenn CNN komu höndum yfir 161 utankjörfundaratkvæði. Þar af höfðu níu aðilar skrifað undir minnst tíu þeirra hvert og þar af þrír undir rúm 40 atkvæði. Öll virðast þó þekkjast á einhvern hátt of flest þeirra tengjast Dowless.CNN ræddi einnig við fyrrverandi vin Dowless sem segir hann hafa verið með fjölda fólks í vinnu. Rannsóknin snýst að mestu leyti um Bladensýslu þar sem Harris fékk mun stærri hluta utankjörfundaratkvæða en annarsstaðar í Norður-Karólínu. Það var eina sýslan í kjördæminu þar sem Harris fékk fleiri slík atkvæði en McCready. Miðað við skráða kjósendur þar þyrfti Harris að hafa fengið atkvæði nánast allra þeirra kjósenda sem ekki eru flokksbundnir og greiddu atkvæði utankjörfundar.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira