Drakk drykkjarjógúrt meðleigjandans og kostaði skattgreiðendur tugi þúsunda Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 19:51 Umrædd drykkjarjógúrt hefur líklega verið í miklum metum hjá eigandanum. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Getty/Dmitry Feoktistov Kona í Taívan var ákærð fyrir þjófnað eftir að hún drakk drykkjarjógúrt meðleigjanda síns eftir að sá síðarnefndi tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu. Ráðist var í 60 þúsund króna lífsýnatöku vegna málsins en skattgreiðendur í Taívan segja rannsókn lögreglu sóun á almannafé.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir taívanska miðlinum TVBS að hin grunaða hafi búið á stúdentagörðum í Taípei ásamt fimm skólaystrum sínum. Í síðasta mánuði uppgötvaði ein þeirra sér til skelfingar að drykkjarjógúrt í hennar eigu var horfin úr ísskápnum. Hún fann flöskuna utan af drykknum í ruslinu og fór með hana rakleiðis til lögreglu sem féllst á að hefja rannsókn á þjófnaðinum. Lögregla framkvæmdi einnig lífsýnatöku á konunum sex sem bjuggu í íbúðinni, þ.e. bæði eiganda drykkjarjógúrtarinnar og meðleigjendum hennar. Sýnatakan varpaði ljósi á sökudólginn, einn meðleigjandann sem drukkið hafði jógúrtina í leyfisleysi. Hvert sýni kostaði að andvirði um tólf þúsund íslenskra króna og heildarkostnaður því rúmar sjötíu þúsund krónur. Nokkur reiði hefur gripið um sig meðal skattgreiðenda á svæðinu vegna þessa en mörgum þykir alltof miklu almannafé varið í rannsókn á svo lítilvægum glæp. Þá er haft eftir lögreglumanni í frétt BBC að vinnubrögð lögreglu séu sambærileg því að nota „fallbyssu til að skjóta fugla“. Asía Taívan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Kona í Taívan var ákærð fyrir þjófnað eftir að hún drakk drykkjarjógúrt meðleigjanda síns eftir að sá síðarnefndi tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu. Ráðist var í 60 þúsund króna lífsýnatöku vegna málsins en skattgreiðendur í Taívan segja rannsókn lögreglu sóun á almannafé.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir taívanska miðlinum TVBS að hin grunaða hafi búið á stúdentagörðum í Taípei ásamt fimm skólaystrum sínum. Í síðasta mánuði uppgötvaði ein þeirra sér til skelfingar að drykkjarjógúrt í hennar eigu var horfin úr ísskápnum. Hún fann flöskuna utan af drykknum í ruslinu og fór með hana rakleiðis til lögreglu sem féllst á að hefja rannsókn á þjófnaðinum. Lögregla framkvæmdi einnig lífsýnatöku á konunum sex sem bjuggu í íbúðinni, þ.e. bæði eiganda drykkjarjógúrtarinnar og meðleigjendum hennar. Sýnatakan varpaði ljósi á sökudólginn, einn meðleigjandann sem drukkið hafði jógúrtina í leyfisleysi. Hvert sýni kostaði að andvirði um tólf þúsund íslenskra króna og heildarkostnaður því rúmar sjötíu þúsund krónur. Nokkur reiði hefur gripið um sig meðal skattgreiðenda á svæðinu vegna þessa en mörgum þykir alltof miklu almannafé varið í rannsókn á svo lítilvægum glæp. Þá er haft eftir lögreglumanni í frétt BBC að vinnubrögð lögreglu séu sambærileg því að nota „fallbyssu til að skjóta fugla“.
Asía Taívan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira