Körfubolti

Átta sigurleikir í röð hjá Dallas Mavericks liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Doncic skorar laglega körfu í nótt.
Luka Doncic skorar laglega körfu í nótt. Vísir/Getty
Dallas Mavericks afrekaði það í NBA-deildinni í nótt sem félagið hefur ekki náð síðan í mars árið 2011 eða að vinna sinn áttunda heimaleik í röð.

Slóvenski nýliðinn Luka Doncic fór enn á ný á kostum og skoraði 21 stig þegar Dallas Mavericks vann 111-102 sigur á Portland Trail Blazers. Luka Doncic hefur spilað mjög vel og það eru fæstir að spá í því að stórstjarnan Dirk Nowitzki er ekki enn byrjaður að spila á leiktíðinni.





Það er þremur mánuðum styttra síðan að Dallas Mavericks varð NBA-meistari en að liðið náði að vinna síðast átta heimaleiki í röð. Það eru mjög spennandi hlutir að gerast hjá þessu Dallas liði.

„Á leið okkar að verða liðið sem við viljum verða þá verðum við að vinna heimaleikina okkar,“ sagði reynsluboltinn Wesley Matthews sem skoraði 17 stig fyrir Dallas. DeAndre Jordan bætti við 12 stigum og 17 fráköstum.

Damian Lillard skoraði 33 stig fyrir Portland en hitti aðeins úr 2 af 8 þriggja stiga skotum sínum. C.J. McCollum var með 18 stig en saman klikkuðu þeir á 11 af 15 langskotum sínum í leiknum.

Myles Turner var með 18 stig, 11 fráköst og 5 varin skot fyrir Indiana Pacers í 96-90 sigri á Chicago Bulls en þetta var fyrsti leikur Chicago undir stjórn Jim Boylen.





Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:

Indiana Pacers - Chicago Bulls  96-90

Miami Heat - Orlando Magic 90-105

Dallas Mavericks - Portland Trail Blazers 111-102

Phoenix Suns - Sacramento Kings 105-122

Utah Jazz - San Antonio Spurs 139-105









NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×