Tölfræðin segir að Gunnar Nelson vinni með uppgjafartaki Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. desember 2018 12:00 Gunnar Nelson er einn sá allra besti í heiminum í gólfglímu. vísir/getty Gunnar Nelson snýr aftur í búrið aðfaranótt sunnudagsins í Kanada eftir tæplega eins og hálfs árs fjarveru, meðal annars vegna meiðsla. Gunnar tapaði síðast þegar að hann barðist á móti augnpotaranum Santiago Ponzinibbio í Glasgow. Andstæðingur Gunnars í Toronto um helgina er Brasilíumaðurinn Alex Oliveira sem er í þrettánda sæti á styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC, sæti fyrir ofan Gunnar sem þarf á sigri að halda í þessum bardaga. Tölfræðisíðan The Statz Zone spáir Gunnari sigri á laugardagsnóttina en þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að íslenski bardagakappinn er betri. Tölurnar skila þó litlu þegar í búrið er komið.Gunnar gengur aftur í búrið aðfaranótt sunnudags eftir hálft annað ár í burtu.vísir/gettyOliveira er mun meiri rotari en Gunnar. Brassinn hefur unnnið 19 bardaga og klárað þrettán með rothöggi en aðeins fjóra með uppgjafartaki. Gunnar hefur rotað þrjá en klárað tólf með uppgjafartaki. Þegar horft er til standandi bardaga þar sem menn reyna að kýla hvorn annan kemur í ljós að Gunnar er ekkert mikið síðri en Oliveira. Brassinn landar fleiri höggum á hverri mínútu (2 á móti 1) og fær færri á sig á hverri mínútu (2,1 á móti 3,7). Gunnar er aftur á móti hittnari og landar 56,8 prósent högga sinna á meðan Oliveira hittir andstæðinginn í 53 prósent högga sinna. Þá er standandi vörn Gunnars betri en Brassans. Þegar litið er til gólfglímunnar er Gunnar töluvert betri en Oliveira og er yfir í þremur helstu tölfræðiþáttunum af fjórum. Gunnar er með mun betri nákvæmni í fellum sínum, verst fellum andstæðingsins miklu betur og klárar fleiri bardaga með uppgjafartaki. Oliveira tekur menn þó oftar niður en nær ekki að klára þá í gólfinu. Lykiltölfræðin, segir Stats Zone, vera nákvæmni högga og meðaltal uppgjafartaka en þar er Gunnar Nelson með betra skor og er honum því spáð sigri með uppgjafartaki eins og hann klárar flesta bardaga sína.mynd/stats zone MMA Tengdar fréttir Gunnar: Hefur aldrei liðið betur Gunnar Nelson segir sér aldrei hafa liðið betur en eftir að hann fór að vinna markvisst með styrktarþjálfara. Gunnar mætir aftur í búrið um helgina. 4. desember 2018 13:30 Sjáðu Gunnar Nelson leika sér á fjórhjóli og í viðtali upp í rúmi Gunnar Nelson berst í Toronto aðfaranótt sunnudags og undirbúningur er á fullu. 5. desember 2018 10:00 Bardagavikan hafin á fullu hjá Gunnari Eftir að hafa hlaðið aðeins rafhlöðurnar í sveitum Kanada er Gunnar Nelson kominn aftur til Toronto og verður nóg að gera næstu daga. 5. desember 2018 07:45 Gunnar skellti sér í sveitina og lék sér á fjórhjóli | Myndir Það styttist í bardaga Gunnars Nelson og Alex Oliveira og okkar maður gerir ýmislegt til þess að stytta sér stundirnar í Kanada. 4. desember 2018 09:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira
Gunnar Nelson snýr aftur í búrið aðfaranótt sunnudagsins í Kanada eftir tæplega eins og hálfs árs fjarveru, meðal annars vegna meiðsla. Gunnar tapaði síðast þegar að hann barðist á móti augnpotaranum Santiago Ponzinibbio í Glasgow. Andstæðingur Gunnars í Toronto um helgina er Brasilíumaðurinn Alex Oliveira sem er í þrettánda sæti á styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC, sæti fyrir ofan Gunnar sem þarf á sigri að halda í þessum bardaga. Tölfræðisíðan The Statz Zone spáir Gunnari sigri á laugardagsnóttina en þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að íslenski bardagakappinn er betri. Tölurnar skila þó litlu þegar í búrið er komið.Gunnar gengur aftur í búrið aðfaranótt sunnudags eftir hálft annað ár í burtu.vísir/gettyOliveira er mun meiri rotari en Gunnar. Brassinn hefur unnnið 19 bardaga og klárað þrettán með rothöggi en aðeins fjóra með uppgjafartaki. Gunnar hefur rotað þrjá en klárað tólf með uppgjafartaki. Þegar horft er til standandi bardaga þar sem menn reyna að kýla hvorn annan kemur í ljós að Gunnar er ekkert mikið síðri en Oliveira. Brassinn landar fleiri höggum á hverri mínútu (2 á móti 1) og fær færri á sig á hverri mínútu (2,1 á móti 3,7). Gunnar er aftur á móti hittnari og landar 56,8 prósent högga sinna á meðan Oliveira hittir andstæðinginn í 53 prósent högga sinna. Þá er standandi vörn Gunnars betri en Brassans. Þegar litið er til gólfglímunnar er Gunnar töluvert betri en Oliveira og er yfir í þremur helstu tölfræðiþáttunum af fjórum. Gunnar er með mun betri nákvæmni í fellum sínum, verst fellum andstæðingsins miklu betur og klárar fleiri bardaga með uppgjafartaki. Oliveira tekur menn þó oftar niður en nær ekki að klára þá í gólfinu. Lykiltölfræðin, segir Stats Zone, vera nákvæmni högga og meðaltal uppgjafartaka en þar er Gunnar Nelson með betra skor og er honum því spáð sigri með uppgjafartaki eins og hann klárar flesta bardaga sína.mynd/stats zone
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Hefur aldrei liðið betur Gunnar Nelson segir sér aldrei hafa liðið betur en eftir að hann fór að vinna markvisst með styrktarþjálfara. Gunnar mætir aftur í búrið um helgina. 4. desember 2018 13:30 Sjáðu Gunnar Nelson leika sér á fjórhjóli og í viðtali upp í rúmi Gunnar Nelson berst í Toronto aðfaranótt sunnudags og undirbúningur er á fullu. 5. desember 2018 10:00 Bardagavikan hafin á fullu hjá Gunnari Eftir að hafa hlaðið aðeins rafhlöðurnar í sveitum Kanada er Gunnar Nelson kominn aftur til Toronto og verður nóg að gera næstu daga. 5. desember 2018 07:45 Gunnar skellti sér í sveitina og lék sér á fjórhjóli | Myndir Það styttist í bardaga Gunnars Nelson og Alex Oliveira og okkar maður gerir ýmislegt til þess að stytta sér stundirnar í Kanada. 4. desember 2018 09:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira
Gunnar: Hefur aldrei liðið betur Gunnar Nelson segir sér aldrei hafa liðið betur en eftir að hann fór að vinna markvisst með styrktarþjálfara. Gunnar mætir aftur í búrið um helgina. 4. desember 2018 13:30
Sjáðu Gunnar Nelson leika sér á fjórhjóli og í viðtali upp í rúmi Gunnar Nelson berst í Toronto aðfaranótt sunnudags og undirbúningur er á fullu. 5. desember 2018 10:00
Bardagavikan hafin á fullu hjá Gunnari Eftir að hafa hlaðið aðeins rafhlöðurnar í sveitum Kanada er Gunnar Nelson kominn aftur til Toronto og verður nóg að gera næstu daga. 5. desember 2018 07:45
Gunnar skellti sér í sveitina og lék sér á fjórhjóli | Myndir Það styttist í bardaga Gunnars Nelson og Alex Oliveira og okkar maður gerir ýmislegt til þess að stytta sér stundirnar í Kanada. 4. desember 2018 09:00