Lögreglan varar við innbrotsþjófum á höfuðborgarsvæðinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. desember 2018 13:49 Lögregla biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði, gæta að verðmætum, læsa vel húsum sínum og láta vita um grunsamlegar mannaferðir í síma 112. Vísir Síðastliðnar tvær vikur hefur verið brotist inn í þrjú heimili á höfuðborgarsvæðinu, eitt í Mosfellsbæ og tvö í Grafarvogi. Farið var inn um glugga í eða við svefnherbergi, leitað að skartgripum og reiðufé að því er best verður séð og vettvangur svo yfirgefinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aðferðinni svipi mjög til þeirrar sem erlendir brotahópar hafa viðhaft hér á landi. Þeir hafa þá komið til landsins gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn, helst á þessum árstíma. Fara þeir þá inn í einbýlishús á jaðarsvæðum, hús sem eru við göngustíga til að mynda þar sem ekki sést til úr öðrum húsum. Gerendur eru karlmenn og gjarnan tveir saman. Þeir fremja brot sín á virkum dögum þegar líklegt er að enginn sé heima. Þeir eru fótgangandi, bera litla tösku eða bakpoka og nota jafnvel almenningssamgöngur, frekar en einkabíla. Í morgun var eitt þessara þriggja innbrota framið og kom íbúi að viðkomandi sem þá forðaði sér. Hann sást illa og engin lýsing því á honum. Lögregla biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði af þessu tilefni, gæta að verðmætum, læsa vel húsum sínum og láta vita um grunsamlegar mannaferðir í síma 112. Lögreglumál Mosfellsbær Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Síðastliðnar tvær vikur hefur verið brotist inn í þrjú heimili á höfuðborgarsvæðinu, eitt í Mosfellsbæ og tvö í Grafarvogi. Farið var inn um glugga í eða við svefnherbergi, leitað að skartgripum og reiðufé að því er best verður séð og vettvangur svo yfirgefinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aðferðinni svipi mjög til þeirrar sem erlendir brotahópar hafa viðhaft hér á landi. Þeir hafa þá komið til landsins gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn, helst á þessum árstíma. Fara þeir þá inn í einbýlishús á jaðarsvæðum, hús sem eru við göngustíga til að mynda þar sem ekki sést til úr öðrum húsum. Gerendur eru karlmenn og gjarnan tveir saman. Þeir fremja brot sín á virkum dögum þegar líklegt er að enginn sé heima. Þeir eru fótgangandi, bera litla tösku eða bakpoka og nota jafnvel almenningssamgöngur, frekar en einkabíla. Í morgun var eitt þessara þriggja innbrota framið og kom íbúi að viðkomandi sem þá forðaði sér. Hann sást illa og engin lýsing því á honum. Lögregla biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði af þessu tilefni, gæta að verðmætum, læsa vel húsum sínum og láta vita um grunsamlegar mannaferðir í síma 112.
Lögreglumál Mosfellsbær Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira