Tilkynnt um verðhækkanir hjá Sýn um mánaðamótin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. desember 2018 06:00 Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Sýnar. Töluverðar verðhækkanir urðu hjá Sýn hf. nú um mánaðamótin á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu fyrirtækisins. Hækkunin nemur allt að 30 prósentum. Hækkunin var tilkynnt viðskiptavinum með lítilli neðanmálsgrein á reikningum frá fyrirtækinu nú um mánaðamótin. Fréttablaðið spurðist fyrir um hækkanirnar í ljósi þess að í maí síðastliðnum tilkynnti Sýn hf. að viðskiptavinir væru að njóta góðs af samruna Vodafone og 365 með verðlækkunum á tiltekinni þjónustu. Nú virðist hins vegar sá ágóði í nokkrum tilfella og að hluta vera að ganga til baka. Hvað veldur? „Aukinn kostnaður vegna gengisáhrifa fyrir erlent endurvarp (fjölvarp) sem og annar erlendur efniskostnaður er helsta ástæða þessara verðbreytinga hjá okkur. Gengisáhrif ásamt öðrum aðföngum í rekstri hafa einnig áhrif á fjarskiptahluta félagsins og endurspegla hluta þeirra verðbreytinga einnig,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Sýnar, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hann bendir þó á að þegar verðhækkanirnar nú séu skoðaðar hafi verðbreytingar félagsins í febrúar og maí síðastliðnum verið umtalsverðar og erfitt sé því að segja að ágóðinn sé að ganga til baka. „Ávinningurinn er áfram ótvíræður.“ Upplýsingar um hækkanirnar má finna á vefsíðunni stod2.is/tilkynningar. Þar má finna langan lista yfir verðhækkanirnar, en verðbreytingarnar eru á fimmta tug. Aðeins ein þeirra er til lækkunar. Breytingarnar ná til áskriftarpakka, sjónvarpsáskrifta, farsímaþjónustu, internetþjónustu, gagnamagns og aðgangsgjalda. Í fyrradag lækkuðu hlutabréf í Sýn hf. töluvert eftir að félagið birti afkomuviðvörun fyrir 2018 og 2019. Afkomuspáin fyrir 2018 var lækkuð um 150 milljónir króna en lækkunin var sögð skýrast af hærri kostnaði og lægri tekjum en búist var við.Vísir er í eigu Sýnar Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. 4. desember 2018 08:35 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Töluverðar verðhækkanir urðu hjá Sýn hf. nú um mánaðamótin á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu fyrirtækisins. Hækkunin nemur allt að 30 prósentum. Hækkunin var tilkynnt viðskiptavinum með lítilli neðanmálsgrein á reikningum frá fyrirtækinu nú um mánaðamótin. Fréttablaðið spurðist fyrir um hækkanirnar í ljósi þess að í maí síðastliðnum tilkynnti Sýn hf. að viðskiptavinir væru að njóta góðs af samruna Vodafone og 365 með verðlækkunum á tiltekinni þjónustu. Nú virðist hins vegar sá ágóði í nokkrum tilfella og að hluta vera að ganga til baka. Hvað veldur? „Aukinn kostnaður vegna gengisáhrifa fyrir erlent endurvarp (fjölvarp) sem og annar erlendur efniskostnaður er helsta ástæða þessara verðbreytinga hjá okkur. Gengisáhrif ásamt öðrum aðföngum í rekstri hafa einnig áhrif á fjarskiptahluta félagsins og endurspegla hluta þeirra verðbreytinga einnig,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Sýnar, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hann bendir þó á að þegar verðhækkanirnar nú séu skoðaðar hafi verðbreytingar félagsins í febrúar og maí síðastliðnum verið umtalsverðar og erfitt sé því að segja að ágóðinn sé að ganga til baka. „Ávinningurinn er áfram ótvíræður.“ Upplýsingar um hækkanirnar má finna á vefsíðunni stod2.is/tilkynningar. Þar má finna langan lista yfir verðhækkanirnar, en verðbreytingarnar eru á fimmta tug. Aðeins ein þeirra er til lækkunar. Breytingarnar ná til áskriftarpakka, sjónvarpsáskrifta, farsímaþjónustu, internetþjónustu, gagnamagns og aðgangsgjalda. Í fyrradag lækkuðu hlutabréf í Sýn hf. töluvert eftir að félagið birti afkomuviðvörun fyrir 2018 og 2019. Afkomuspáin fyrir 2018 var lækkuð um 150 milljónir króna en lækkunin var sögð skýrast af hærri kostnaði og lægri tekjum en búist var við.Vísir er í eigu Sýnar
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. 4. desember 2018 08:35 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. 4. desember 2018 08:35