Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2018 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. desember 2018 10:16 Kanadíska tilfinningabúntið Drake átti hug, hjörtu og eyru heimsbyggðarinnar í ár. AP/Richard Shotwell Streymisveitan Spotify hefur birt árlega lista sína yfir þá listamenn og lög sem notendur hlustuðu mest á á árinu. Vinsælasti tónlistarmaðurinn var kanadíska tilfinningabúntið Drake, en lögum hans var streymt 8,2 milljarð sinnum á árinu. Post Malone er í öðru sæti og XXXTENTACION sem var myrturfyrr á árinu í því þriðja. Kólumbíski raggaeton listamaðurinn J Balvin er í fjórða sæti en vinsældir hans má líklega rekja til ýmissa samstarfsverkefna hans með listamönnum eins og Nicky Jam og Cardi B. Ed Sheeran, sem trónaði á toppi listans í fyrra er í fimmta sæti. Konu má ekki finna á lista yfir vinsælustu listamennina fyrr en í tíunda sæti. Hins vegar toppar Ariana Grande listann yfir vinsælustu kvenlistamennina. Hin breska Dua Lipa er í öðru sæti, Cardi B í þriðja sæti, Taylor Swift í því fjórða og Camila Cabello í fimmta sæti.Vinsælasta hljómsveitin á árinu hjá notendum Spotify voru Imagine Dragons. K-Pop stjörnurnar í BTS voru í öðru sæti og Maroon 5 í þriðja. Rapp tríóið Migos var í fjórða sæti og Coldplay, sem var vinsælasta hljómsveitin á síðasta ári, í því fimmta. Vinsælasta lagið á árinu var God‘s Plan með hinum sívinsæla Drake. Í öðru lagi var lagið SAD! með XXXTENTACION heitinum. Post Malone átti þriðja og fjórða sætið með lögunum rockstar og Psycho og í því fimmta er aftur að finna Drake með lagið In My Feelings.Samkvæmt Spotify er sú tónlistarstefna sem nýtur rísandi vinsælda emo rap og þá vekja listamenn af suður amerískum uppruna athygli en þrjá má finna á lista fyrir tíu vinsælustu listamenn ársins, þá J Balvin, Ozuna og Bad Bunny. Africa með Toto, Take On Me með a-ha og Billie Jean með Michael Jackson hjálpuðu svo við að svala nostalgíuþorsta hlustenda. Gríðarlegan fjölda lagalista er að finna á Spotify og er vinsælasti listi Spotify með 22 milljónir fylgjenda. Vinsælustu listarnir eru:Today’s Top HitsRapCaviar¡Viva Latino!Baila ReggaetonSongs to Sing in the Car Notendur Spotify geta kynnt sér sínar eigin hlustunarvenjur á vefnum spotifywrapped.com. Fréttir ársins 2018 Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Streymisveitan Spotify hefur birt árlega lista sína yfir þá listamenn og lög sem notendur hlustuðu mest á á árinu. Vinsælasti tónlistarmaðurinn var kanadíska tilfinningabúntið Drake, en lögum hans var streymt 8,2 milljarð sinnum á árinu. Post Malone er í öðru sæti og XXXTENTACION sem var myrturfyrr á árinu í því þriðja. Kólumbíski raggaeton listamaðurinn J Balvin er í fjórða sæti en vinsældir hans má líklega rekja til ýmissa samstarfsverkefna hans með listamönnum eins og Nicky Jam og Cardi B. Ed Sheeran, sem trónaði á toppi listans í fyrra er í fimmta sæti. Konu má ekki finna á lista yfir vinsælustu listamennina fyrr en í tíunda sæti. Hins vegar toppar Ariana Grande listann yfir vinsælustu kvenlistamennina. Hin breska Dua Lipa er í öðru sæti, Cardi B í þriðja sæti, Taylor Swift í því fjórða og Camila Cabello í fimmta sæti.Vinsælasta hljómsveitin á árinu hjá notendum Spotify voru Imagine Dragons. K-Pop stjörnurnar í BTS voru í öðru sæti og Maroon 5 í þriðja. Rapp tríóið Migos var í fjórða sæti og Coldplay, sem var vinsælasta hljómsveitin á síðasta ári, í því fimmta. Vinsælasta lagið á árinu var God‘s Plan með hinum sívinsæla Drake. Í öðru lagi var lagið SAD! með XXXTENTACION heitinum. Post Malone átti þriðja og fjórða sætið með lögunum rockstar og Psycho og í því fimmta er aftur að finna Drake með lagið In My Feelings.Samkvæmt Spotify er sú tónlistarstefna sem nýtur rísandi vinsælda emo rap og þá vekja listamenn af suður amerískum uppruna athygli en þrjá má finna á lista fyrir tíu vinsælustu listamenn ársins, þá J Balvin, Ozuna og Bad Bunny. Africa með Toto, Take On Me með a-ha og Billie Jean með Michael Jackson hjálpuðu svo við að svala nostalgíuþorsta hlustenda. Gríðarlegan fjölda lagalista er að finna á Spotify og er vinsælasti listi Spotify með 22 milljónir fylgjenda. Vinsælustu listarnir eru:Today’s Top HitsRapCaviar¡Viva Latino!Baila ReggaetonSongs to Sing in the Car Notendur Spotify geta kynnt sér sínar eigin hlustunarvenjur á vefnum spotifywrapped.com.
Fréttir ársins 2018 Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira