Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2018 08:17 Röðin í Eiffel-turninn verður eflaust stutt á morgun. Vísir/Getty Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. Mótmælendur hafa safnast saman í stærstu borgum Frakklands undanfarnar helgar og valdið miklum usla og ómældu tjóni. Upphaflega hverfðust mótmælin um skattahækkun á díselolíu, sem búið er að falla frá, en hafa þróast út í almenn óánægju með stefnu ríkisstjórnar Emmanuel Macron Frakklandsforseta, ekki síst í efnhagsmálum. Til að stemma stigu við frekari uppþotum verða 89 þúsund lögreglumenn ræstir út á morgun í Frakklandi auk þess sem brynvarðir bílar munu aka um götur höfuðborgarinnar, að sögn forsætisráðherra landsins. Lögreglan hefur hvatt veitingahúsa- og verslunareigendur meðfram Champs-Elysees að hafa lokað á morgun og fylgja þannig fordæmi ýmissa kennileita sem munu skella rækilega í lás um helgina.Sjá einnig: Undirbúa sig fyrir frekari mótmæliEkki verður hægt að fara upp í Eiffel-turninn á morgun eða heimsækja listasöfnin Louvre eða Orsay. Þar að auki verður fjölda óperuhúsa lokaður, rétt eins og Grand Palais-safnið. Engin óþarfa áhætta verður tekin á morgun að sögn þarlendra stjórnvalda og vísa þar til þess að hinn víðfrægi Sigurbogi skemmdist í mótmælunum um síðustu helgi. Í samtali við AFP-fréttastofuna segir starfsmaður franska innanríkisráðuneytisins að stjórnvöld séu að búast við heljarinnar mótmælum á morgun. Aðgerðarsinnar yst á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafa boðað komu sína í miðborg Parísar á morgun og því líklegt að sjóða muni upp úr. Forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe, sagðist í sjónvarpsviðtali á dögunum vona að mótmælendur myndu leggja niður vopnin sem fyrst. Þar að auki væru margir í þeirra röðum sem ekki væru komnir til að mótmæla stefnu stjórnvalda, heldur vildu þeir aðeins brjóta og bramla. Engu að síður opnaði Philippe á það að frönsk stjórnvöld myndu koma enn frekar til móts við kröfu mótmælendanna, til að mynda með því að hækka lágmarkslaun. Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Fastur á milli steins og sleggju Forseti Frakklands ákvað að hækka ekki eldsneytisskatt. Þrátt fyrir það halda mótmæli Gulu vestanna áfram. Umhverfissinnar telja að skattahækkanir sem þessar séu nauðsynlegar til þess að draga úr loftslagsbreytingum. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. Mótmælendur hafa safnast saman í stærstu borgum Frakklands undanfarnar helgar og valdið miklum usla og ómældu tjóni. Upphaflega hverfðust mótmælin um skattahækkun á díselolíu, sem búið er að falla frá, en hafa þróast út í almenn óánægju með stefnu ríkisstjórnar Emmanuel Macron Frakklandsforseta, ekki síst í efnhagsmálum. Til að stemma stigu við frekari uppþotum verða 89 þúsund lögreglumenn ræstir út á morgun í Frakklandi auk þess sem brynvarðir bílar munu aka um götur höfuðborgarinnar, að sögn forsætisráðherra landsins. Lögreglan hefur hvatt veitingahúsa- og verslunareigendur meðfram Champs-Elysees að hafa lokað á morgun og fylgja þannig fordæmi ýmissa kennileita sem munu skella rækilega í lás um helgina.Sjá einnig: Undirbúa sig fyrir frekari mótmæliEkki verður hægt að fara upp í Eiffel-turninn á morgun eða heimsækja listasöfnin Louvre eða Orsay. Þar að auki verður fjölda óperuhúsa lokaður, rétt eins og Grand Palais-safnið. Engin óþarfa áhætta verður tekin á morgun að sögn þarlendra stjórnvalda og vísa þar til þess að hinn víðfrægi Sigurbogi skemmdist í mótmælunum um síðustu helgi. Í samtali við AFP-fréttastofuna segir starfsmaður franska innanríkisráðuneytisins að stjórnvöld séu að búast við heljarinnar mótmælum á morgun. Aðgerðarsinnar yst á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafa boðað komu sína í miðborg Parísar á morgun og því líklegt að sjóða muni upp úr. Forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe, sagðist í sjónvarpsviðtali á dögunum vona að mótmælendur myndu leggja niður vopnin sem fyrst. Þar að auki væru margir í þeirra röðum sem ekki væru komnir til að mótmæla stefnu stjórnvalda, heldur vildu þeir aðeins brjóta og bramla. Engu að síður opnaði Philippe á það að frönsk stjórnvöld myndu koma enn frekar til móts við kröfu mótmælendanna, til að mynda með því að hækka lágmarkslaun.
Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Fastur á milli steins og sleggju Forseti Frakklands ákvað að hækka ekki eldsneytisskatt. Þrátt fyrir það halda mótmæli Gulu vestanna áfram. Umhverfissinnar telja að skattahækkanir sem þessar séu nauðsynlegar til þess að draga úr loftslagsbreytingum. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18
Fastur á milli steins og sleggju Forseti Frakklands ákvað að hækka ekki eldsneytisskatt. Þrátt fyrir það halda mótmæli Gulu vestanna áfram. Umhverfissinnar telja að skattahækkanir sem þessar séu nauðsynlegar til þess að draga úr loftslagsbreytingum. 7. desember 2018 06:00