Oliveira var 171 pund en Gunnar 170,25. Bardaginn er því staðfestur og því ekkert annað að gera en að telja niður klukkutímana í veisluna.
Oliveira var með smá sýningu á vigtinni og augljóslega ánægður að hafa náð niðurskurðinum. Gunnar var ekkert að flækja hlutina og var fljótur inn og út.
Klukkan 23.00 stíga svo allir aftur á vigtina í keppnishöllinni. Sá viðburður er fyrir áhorfendur og vonandi verður mikið stuð þá.
Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.