Max Holloway, Brian Ortega, Valentina Shevchenko og Joanna Jedrzejczyk voru öll búin að stíga á vigtina á fyrsta hálftímanum og ná réttri þyngd. Titilbardagarnir tveir eru því staðfestir.
Friðrik Salvar Bjarnason mundaði myndavélina á vigtuninni og hér að neðan má sjá stjörnurnar stíga á vigtina.
Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.