„Ég er mjög spenntur fyrir því að fá Gunnar Nelson aftur. Hann lítur út eins og nýr maður. Ég hef saknað Gunnars,“ segir hinn viðkunnalegi Helwani sem er farinn að vinna fyrir ESPN þar sem hann á að lyfta íþróttinni upp á næsta stig hjá stærstu íþróttastöð Bandaríkjanna.
„Ég er spenntur fyrir þessum bardaga því Gunnar hefur mikið að sanna. Ég hlakka til að sjá hvað nýja formið gerir fyrir hann. Mér fannst Gunnar æðislegur gegn Alan Jouban og hef beðið spenntur eftir að sjá hann aftur.“
Helwani spáir ekki opinberlega um útkoma bardaga en gerði það fyrir okkur því honum fannst svo spennandi að vera í sjónvarpinu á Íslandi.
„Gunnar Nelson vinnur en þið megið ekki segja neinum frá því,“ sagði Helwani léttur.
Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt.