Vilja koma kísilverinu í Helguvík í gang Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. nóvember 2018 18:45 Þrátt fyrir að forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hafi enga trú á að rekstur kísilmálverksmiðju í Helguvík komist á fót aftur ætlar nýtt rekstrarfélag að fjárfesta fyrir fjóra komma fimm milljarða í uppbyggingunni. Stjórnarformaður félagsins segir að leitað hafi verið allra leiða til þess að starfsemin geti verið í sátt við íbúa svæðisins.Eins og frægt er, er saga kísilmálmverksmiðju United Silicon ein hörmungarsaga allt þar til Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur verksmiðjunnar í september í fyrra. Arion banki gekk að veðum sínum í verksmiðjunni í febrúar á þessu ári og hefur síðan þá unnið að því að bjarga því sem bjargað verður. Stofnað hefur verið félag um rekstur verksmiðjunnar, Stakksberg ehf., sem hefur tilkynnt að leggja eigi fjóra komma fimm milljarða í að koma verksmiðjunni í gang.Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs ehf.Vísir/Stöð 2Stjórnarformaður nýs félags segir að eitt stærsta vandamál verksmiðjunnar hafi verið að búnaður sem átti að taka við málmi úr ofni , hafi verið of veikburða og gefið sig ítrekað sem orsakaði framleiðslustopp en fjallað var um það ítrekað í fjölmiðlum. „Hún var raunverulega van fjárfest frá upphafi, þannig að það var hreinlega kostað of litlu til við bygginguna á mannvirkinu,“ sagði Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksberg ehf.Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kvaðst forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar efins að nýju félagi tækist að koma verksmiðjunni í rekstur. Þórður segir það eiganda félagsins, Arion banka, mikilvægt að skilja við verkefnið að tryggt sé að verksmiðjan starfi með eðlilegum hætti og í sátt við umhverfi sitt. „Við höfum frá því að verksmiðjan var kyrrsett í byrjun september í fyrra og í rauninni allt fram til þessa dags lagt okkur í framkróka við það að verkefninu færustu sérfræðinga til þess að aðstoða okkur. Greina vandann og leggja mat á það hvernig verður bætt úr á þann veg að það eigi ekki að vera vandræði af þessari verksmiðju í framtíðinni,“ sagði Þórður. Nýr eigandi verksmiðjunnar hefur boðað til íbúafundar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld og hefst fundurinn klukkan átta þar sem staðan og framtíðar möguleikar verða lagðir á borð en Þórður segir vaxandi eftirspurn efir kísilmálmi í heiminum. Í fullri stærð og fulla framleiðslugetu á verksmiðjan í Helguvík að skapað á bilinu 150-200 varanleg störf og þangað ætlar nýtt félag sér. „Við ætlum að gera það já, vissulega. Við viljum standa að þessu verkefni þannig að í framtíðinni geti þetta fyrirtæki starfað án þess að valda íbúum Reykjanesbæjar ama,“ sagði Þórður. United Silicon Tengdar fréttir Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56 Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00 Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þrátt fyrir að forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hafi enga trú á að rekstur kísilmálverksmiðju í Helguvík komist á fót aftur ætlar nýtt rekstrarfélag að fjárfesta fyrir fjóra komma fimm milljarða í uppbyggingunni. Stjórnarformaður félagsins segir að leitað hafi verið allra leiða til þess að starfsemin geti verið í sátt við íbúa svæðisins.Eins og frægt er, er saga kísilmálmverksmiðju United Silicon ein hörmungarsaga allt þar til Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur verksmiðjunnar í september í fyrra. Arion banki gekk að veðum sínum í verksmiðjunni í febrúar á þessu ári og hefur síðan þá unnið að því að bjarga því sem bjargað verður. Stofnað hefur verið félag um rekstur verksmiðjunnar, Stakksberg ehf., sem hefur tilkynnt að leggja eigi fjóra komma fimm milljarða í að koma verksmiðjunni í gang.Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs ehf.Vísir/Stöð 2Stjórnarformaður nýs félags segir að eitt stærsta vandamál verksmiðjunnar hafi verið að búnaður sem átti að taka við málmi úr ofni , hafi verið of veikburða og gefið sig ítrekað sem orsakaði framleiðslustopp en fjallað var um það ítrekað í fjölmiðlum. „Hún var raunverulega van fjárfest frá upphafi, þannig að það var hreinlega kostað of litlu til við bygginguna á mannvirkinu,“ sagði Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksberg ehf.Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kvaðst forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar efins að nýju félagi tækist að koma verksmiðjunni í rekstur. Þórður segir það eiganda félagsins, Arion banka, mikilvægt að skilja við verkefnið að tryggt sé að verksmiðjan starfi með eðlilegum hætti og í sátt við umhverfi sitt. „Við höfum frá því að verksmiðjan var kyrrsett í byrjun september í fyrra og í rauninni allt fram til þessa dags lagt okkur í framkróka við það að verkefninu færustu sérfræðinga til þess að aðstoða okkur. Greina vandann og leggja mat á það hvernig verður bætt úr á þann veg að það eigi ekki að vera vandræði af þessari verksmiðju í framtíðinni,“ sagði Þórður. Nýr eigandi verksmiðjunnar hefur boðað til íbúafundar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld og hefst fundurinn klukkan átta þar sem staðan og framtíðar möguleikar verða lagðir á borð en Þórður segir vaxandi eftirspurn efir kísilmálmi í heiminum. Í fullri stærð og fulla framleiðslugetu á verksmiðjan í Helguvík að skapað á bilinu 150-200 varanleg störf og þangað ætlar nýtt félag sér. „Við ætlum að gera það já, vissulega. Við viljum standa að þessu verkefni þannig að í framtíðinni geti þetta fyrirtæki starfað án þess að valda íbúum Reykjanesbæjar ama,“ sagði Þórður.
United Silicon Tengdar fréttir Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56 Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00 Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56
Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00
Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30