Vilja koma kísilverinu í Helguvík í gang Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. nóvember 2018 18:45 Þrátt fyrir að forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hafi enga trú á að rekstur kísilmálverksmiðju í Helguvík komist á fót aftur ætlar nýtt rekstrarfélag að fjárfesta fyrir fjóra komma fimm milljarða í uppbyggingunni. Stjórnarformaður félagsins segir að leitað hafi verið allra leiða til þess að starfsemin geti verið í sátt við íbúa svæðisins.Eins og frægt er, er saga kísilmálmverksmiðju United Silicon ein hörmungarsaga allt þar til Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur verksmiðjunnar í september í fyrra. Arion banki gekk að veðum sínum í verksmiðjunni í febrúar á þessu ári og hefur síðan þá unnið að því að bjarga því sem bjargað verður. Stofnað hefur verið félag um rekstur verksmiðjunnar, Stakksberg ehf., sem hefur tilkynnt að leggja eigi fjóra komma fimm milljarða í að koma verksmiðjunni í gang.Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs ehf.Vísir/Stöð 2Stjórnarformaður nýs félags segir að eitt stærsta vandamál verksmiðjunnar hafi verið að búnaður sem átti að taka við málmi úr ofni , hafi verið of veikburða og gefið sig ítrekað sem orsakaði framleiðslustopp en fjallað var um það ítrekað í fjölmiðlum. „Hún var raunverulega van fjárfest frá upphafi, þannig að það var hreinlega kostað of litlu til við bygginguna á mannvirkinu,“ sagði Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksberg ehf.Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kvaðst forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar efins að nýju félagi tækist að koma verksmiðjunni í rekstur. Þórður segir það eiganda félagsins, Arion banka, mikilvægt að skilja við verkefnið að tryggt sé að verksmiðjan starfi með eðlilegum hætti og í sátt við umhverfi sitt. „Við höfum frá því að verksmiðjan var kyrrsett í byrjun september í fyrra og í rauninni allt fram til þessa dags lagt okkur í framkróka við það að verkefninu færustu sérfræðinga til þess að aðstoða okkur. Greina vandann og leggja mat á það hvernig verður bætt úr á þann veg að það eigi ekki að vera vandræði af þessari verksmiðju í framtíðinni,“ sagði Þórður. Nýr eigandi verksmiðjunnar hefur boðað til íbúafundar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld og hefst fundurinn klukkan átta þar sem staðan og framtíðar möguleikar verða lagðir á borð en Þórður segir vaxandi eftirspurn efir kísilmálmi í heiminum. Í fullri stærð og fulla framleiðslugetu á verksmiðjan í Helguvík að skapað á bilinu 150-200 varanleg störf og þangað ætlar nýtt félag sér. „Við ætlum að gera það já, vissulega. Við viljum standa að þessu verkefni þannig að í framtíðinni geti þetta fyrirtæki starfað án þess að valda íbúum Reykjanesbæjar ama,“ sagði Þórður. United Silicon Tengdar fréttir Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56 Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00 Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Þrátt fyrir að forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hafi enga trú á að rekstur kísilmálverksmiðju í Helguvík komist á fót aftur ætlar nýtt rekstrarfélag að fjárfesta fyrir fjóra komma fimm milljarða í uppbyggingunni. Stjórnarformaður félagsins segir að leitað hafi verið allra leiða til þess að starfsemin geti verið í sátt við íbúa svæðisins.Eins og frægt er, er saga kísilmálmverksmiðju United Silicon ein hörmungarsaga allt þar til Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur verksmiðjunnar í september í fyrra. Arion banki gekk að veðum sínum í verksmiðjunni í febrúar á þessu ári og hefur síðan þá unnið að því að bjarga því sem bjargað verður. Stofnað hefur verið félag um rekstur verksmiðjunnar, Stakksberg ehf., sem hefur tilkynnt að leggja eigi fjóra komma fimm milljarða í að koma verksmiðjunni í gang.Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs ehf.Vísir/Stöð 2Stjórnarformaður nýs félags segir að eitt stærsta vandamál verksmiðjunnar hafi verið að búnaður sem átti að taka við málmi úr ofni , hafi verið of veikburða og gefið sig ítrekað sem orsakaði framleiðslustopp en fjallað var um það ítrekað í fjölmiðlum. „Hún var raunverulega van fjárfest frá upphafi, þannig að það var hreinlega kostað of litlu til við bygginguna á mannvirkinu,“ sagði Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksberg ehf.Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kvaðst forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar efins að nýju félagi tækist að koma verksmiðjunni í rekstur. Þórður segir það eiganda félagsins, Arion banka, mikilvægt að skilja við verkefnið að tryggt sé að verksmiðjan starfi með eðlilegum hætti og í sátt við umhverfi sitt. „Við höfum frá því að verksmiðjan var kyrrsett í byrjun september í fyrra og í rauninni allt fram til þessa dags lagt okkur í framkróka við það að verkefninu færustu sérfræðinga til þess að aðstoða okkur. Greina vandann og leggja mat á það hvernig verður bætt úr á þann veg að það eigi ekki að vera vandræði af þessari verksmiðju í framtíðinni,“ sagði Þórður. Nýr eigandi verksmiðjunnar hefur boðað til íbúafundar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld og hefst fundurinn klukkan átta þar sem staðan og framtíðar möguleikar verða lagðir á borð en Þórður segir vaxandi eftirspurn efir kísilmálmi í heiminum. Í fullri stærð og fulla framleiðslugetu á verksmiðjan í Helguvík að skapað á bilinu 150-200 varanleg störf og þangað ætlar nýtt félag sér. „Við ætlum að gera það já, vissulega. Við viljum standa að þessu verkefni þannig að í framtíðinni geti þetta fyrirtæki starfað án þess að valda íbúum Reykjanesbæjar ama,“ sagði Þórður.
United Silicon Tengdar fréttir Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56 Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00 Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56
Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00
Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30