Sagði jóladraslinu stríð á hendur og hvetur til umhverfisvænni jólagjafa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 18:45 Sigga Dögg er einn þekktasti kynfræðingur landsins. Gjafabréf á kaffihús, snyrtivörur í umhverfisvænum umbúðum, túrbrækur og listaverk eru meðal þeirra hugmynda sem Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg, fékk þegar hún kallaði eftir hugmyndum frá Facebook vinum sínum. Hún segir að það sé auðvelt að hrífast með í jólaösinni en vonar að fólk geti nýtt sér hugmyndirnar sem bárust. „Sóun fer í taugarnar á mér,“ segir Sigga Dögg í samtali við Vísi. „Hún fer í taugarnar á mér fjárhagslega og hvað hún er umhverfisfrek og hvað þetta er ekki bara buddan heldur tíminn sem fer í að afla peninganna í einhvern hlut sem er gleymdur eftir smástund. Ég er orðin ógeðslega þreytt á því öllu.“ Hún segist taka eftir því að umræða um umhverfisvænar jólagjafir og minni neyslu í kringum jólin sé orðin háværari. Til dæmis tali fleiri um að gefa upplifanir, frekar en veraldlega hluti. „Þegar það er alltaf verið að keppast um tíma og tíminn er orðinn ein dýrmætasta auðlindin. Ekki bara að gefa upplifun heldur að gefa samveru. Það er eitt að senda mann á súkkulaðinámskeið, sem er kannski skemmtilegt, en aðalgullið er kannski að fá einhvern með sér.“Ef fleiri taki þátt séu færri hallærislegir Sigga segist lengi hafa stundað það að gefa hvers kyns gjafabréf og upplifanir í tækifærisgjafir. Til dæmis á árum sínum sem fátækur námsmaður. Hún viðurkennir að stundum hafi hún fengið á tilfinninguna að gjafabréf upp á samveru með henni gæti þótt hallærisleg gjöf en henni hafi þó alltaf þótt það góð hugmynd. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir þessa vitundarvakningu því þá er ég ekki alveg jafn hallærisleg.“ Krydd og uppskrift, þurrefni í krukku með uppskrift að til dæmis kakó eða smákökum og inneignarmiði í heimaeldaða máltíð eru einmitt meðal þeirra hugmynda sem Sigga Dögg tekur saman í færslu á Facebook. Hún segir einnig að þetta hugarfar hafi smitast yfir á aðra heimilismenn. „Ég á þrjú börn og þú getur rétt ímyndað þér hversu mörg leikföng eru á heimilinu. Fyrir tveimur árum síðan fórum við að biðja um í afmælisgjöf fyrir krakkana upplifanir. Það hafa verið gjafabréf í bíó, í keilu, ísbúð og alls konar,“ segir hún. „Þau eru rosalega peppuð fyrir því að fara að nota gjafabréfið sitt, það verður meiri stemning í kringum þetta og kannski aðeins meira úr því.“ Færslu Siggu Daggar má sjá hér fyrir neðan. Jól Neytendur Tengdar fréttir „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki“ Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að fólk kaupi ekki óþarfa. 21. nóvember 2018 13:22 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Gjafabréf á kaffihús, snyrtivörur í umhverfisvænum umbúðum, túrbrækur og listaverk eru meðal þeirra hugmynda sem Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg, fékk þegar hún kallaði eftir hugmyndum frá Facebook vinum sínum. Hún segir að það sé auðvelt að hrífast með í jólaösinni en vonar að fólk geti nýtt sér hugmyndirnar sem bárust. „Sóun fer í taugarnar á mér,“ segir Sigga Dögg í samtali við Vísi. „Hún fer í taugarnar á mér fjárhagslega og hvað hún er umhverfisfrek og hvað þetta er ekki bara buddan heldur tíminn sem fer í að afla peninganna í einhvern hlut sem er gleymdur eftir smástund. Ég er orðin ógeðslega þreytt á því öllu.“ Hún segist taka eftir því að umræða um umhverfisvænar jólagjafir og minni neyslu í kringum jólin sé orðin háværari. Til dæmis tali fleiri um að gefa upplifanir, frekar en veraldlega hluti. „Þegar það er alltaf verið að keppast um tíma og tíminn er orðinn ein dýrmætasta auðlindin. Ekki bara að gefa upplifun heldur að gefa samveru. Það er eitt að senda mann á súkkulaðinámskeið, sem er kannski skemmtilegt, en aðalgullið er kannski að fá einhvern með sér.“Ef fleiri taki þátt séu færri hallærislegir Sigga segist lengi hafa stundað það að gefa hvers kyns gjafabréf og upplifanir í tækifærisgjafir. Til dæmis á árum sínum sem fátækur námsmaður. Hún viðurkennir að stundum hafi hún fengið á tilfinninguna að gjafabréf upp á samveru með henni gæti þótt hallærisleg gjöf en henni hafi þó alltaf þótt það góð hugmynd. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir þessa vitundarvakningu því þá er ég ekki alveg jafn hallærisleg.“ Krydd og uppskrift, þurrefni í krukku með uppskrift að til dæmis kakó eða smákökum og inneignarmiði í heimaeldaða máltíð eru einmitt meðal þeirra hugmynda sem Sigga Dögg tekur saman í færslu á Facebook. Hún segir einnig að þetta hugarfar hafi smitast yfir á aðra heimilismenn. „Ég á þrjú börn og þú getur rétt ímyndað þér hversu mörg leikföng eru á heimilinu. Fyrir tveimur árum síðan fórum við að biðja um í afmælisgjöf fyrir krakkana upplifanir. Það hafa verið gjafabréf í bíó, í keilu, ísbúð og alls konar,“ segir hún. „Þau eru rosalega peppuð fyrir því að fara að nota gjafabréfið sitt, það verður meiri stemning í kringum þetta og kannski aðeins meira úr því.“ Færslu Siggu Daggar má sjá hér fyrir neðan.
Jól Neytendur Tengdar fréttir „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki“ Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að fólk kaupi ekki óþarfa. 21. nóvember 2018 13:22 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki“ Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að fólk kaupi ekki óþarfa. 21. nóvember 2018 13:22
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið