Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2018 23:00 Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. AP/NASA Mars fær nýjan gest á mánudaginn og er það í fyrsta sinn frá árinu 2012. Lendingarfar NASA, InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. InSight er meðal annars ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka sýni þaðan og að kortleggja Mars inn að kjarna. Þó enn séu fimm dagar í að geimskipið á að lenda er það þó í rúmlega 1,3 milljóna kílómetra fjarlægð fyrir yfirborði Mars, þegar þetta er skrifað. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Í samtali við AP fréttaveituna segja vísindamenn NASA að það verði að gefa Insight lokaskipanir einni og hálfri klukkustund fyrir lendingu.„Það er ástæða fyrir því að verkfræðingar kalla lendingu á Mars „Sjö mínútur í helvíti,“ segir Rob Grover, sem er yfirmaður lendingarferlis InShight. „Við getum ekki stýrt lendingunni, svo við verðum að reiða á skipanir sem við höfum þegar forritað í geimfarið. Við höfum varið árum í að prófa áætlanir okkar, lært af öðrum lendingum og kynnt okkur allar þær aðstæður sem Mars getur boðið upp á og við verðum á varðbergi þar til InSight er komið á sitt nýja heimili í Elysium Planitia-svæði Mars.“Fylgjast má með stöðu InSight og sjá frekari upplýsingar á vef geimfarsins.Þegar á hólminn er komið munu vísindamennirnir þó líklegast ekki vita hvort lendingin hafi tekist fyrr en átta mínútum eftir að af henni varð. Haft er eftir Thomas Zurbuchen, einum af yfirmönnum vísindadeildar geimvísindastofnunarinnar, á vef NASA að mjög erfitt sé að lenda geimfari á Mars. Það þarfnist hæfileika, æfingar og vilja.„Hafandi í huga að okkar metnaðarfulla markmið er að koma manneskjum til tunglsins og síðan til Mars, þá veit ég að okkar ótrúlega teymi, eina teymið í heiminum sem hefur tekist að lenda geimfar á yfirborði Mars, mun gera allt sem það getur til að lenda InSight á rauðu plánetunni.“ Hér má sjá nokkra af vísindamönnum NASA ræða hvernig lendingin mun fara fram.Eins og áður segir lenti síðasti gestur á Mars árið 2012 og var það hið víðfræga far Curiosity. Mörg sýni hafa verið tekin með því fari en InSight er ætlað að kíkja undir yfirborð Mars. Eftir lendingu mun það þó taka þrjá mánuði að undirbúa vísindaleiðangra InSight og búnaðinn sem farið býr yfir. Það fyrsta sem farið mun þó gera er að taka mynd og senda til jarðarinnar. Hún mun að öllum líkindum vera birt á Twitter-síðu InSight.InSight er búið margvíslegum tækjum og tólum. Meðal þess sem vísindamenn ætla sér að kanna með farinu er hvernig plánetur verða til og þróast. Þar að auki verður farið notað til að kanna skjálftavirkni á Mars og hve oft loftsteinar lenda á plánetunni. Hér má sjá vísindamenn ræða hvaða upplýsingar þeir vonast til þess að fá frá InSight.InSight var skotið á loft frá vesturströnd Bandaríkjanna þann 5. maí. Sama eldflaug var þó notuð til að skjóta tveimur öðrum smáförum á loft sem eru einnig á leiðinni til Mars. Þar er um að ræða tvo CubeSat gervihnetti sem eru þó ekki nema á við skjalatöskur að stærð. Markmið NASA er að gera tilraunir með nýja tegund sendinga út í geim og er þetta í fyrsta sinn sem tilraun með CubeSat fer fram við aðra plánetu en jörðina. Vísindamenn NASA vonast til þess að gervihnettirnir geti sent upplýsingar um lendingarferli InSight á Mars til jarðarinnar nánast í rauntíma. Hér má sjá útskýringarmyndband um hvernig gervihnettirnir virka. Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Mars fær nýjan gest á mánudaginn og er það í fyrsta sinn frá árinu 2012. Lendingarfar NASA, InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. InSight er meðal annars ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka sýni þaðan og að kortleggja Mars inn að kjarna. Þó enn séu fimm dagar í að geimskipið á að lenda er það þó í rúmlega 1,3 milljóna kílómetra fjarlægð fyrir yfirborði Mars, þegar þetta er skrifað. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Í samtali við AP fréttaveituna segja vísindamenn NASA að það verði að gefa Insight lokaskipanir einni og hálfri klukkustund fyrir lendingu.„Það er ástæða fyrir því að verkfræðingar kalla lendingu á Mars „Sjö mínútur í helvíti,“ segir Rob Grover, sem er yfirmaður lendingarferlis InShight. „Við getum ekki stýrt lendingunni, svo við verðum að reiða á skipanir sem við höfum þegar forritað í geimfarið. Við höfum varið árum í að prófa áætlanir okkar, lært af öðrum lendingum og kynnt okkur allar þær aðstæður sem Mars getur boðið upp á og við verðum á varðbergi þar til InSight er komið á sitt nýja heimili í Elysium Planitia-svæði Mars.“Fylgjast má með stöðu InSight og sjá frekari upplýsingar á vef geimfarsins.Þegar á hólminn er komið munu vísindamennirnir þó líklegast ekki vita hvort lendingin hafi tekist fyrr en átta mínútum eftir að af henni varð. Haft er eftir Thomas Zurbuchen, einum af yfirmönnum vísindadeildar geimvísindastofnunarinnar, á vef NASA að mjög erfitt sé að lenda geimfari á Mars. Það þarfnist hæfileika, æfingar og vilja.„Hafandi í huga að okkar metnaðarfulla markmið er að koma manneskjum til tunglsins og síðan til Mars, þá veit ég að okkar ótrúlega teymi, eina teymið í heiminum sem hefur tekist að lenda geimfar á yfirborði Mars, mun gera allt sem það getur til að lenda InSight á rauðu plánetunni.“ Hér má sjá nokkra af vísindamönnum NASA ræða hvernig lendingin mun fara fram.Eins og áður segir lenti síðasti gestur á Mars árið 2012 og var það hið víðfræga far Curiosity. Mörg sýni hafa verið tekin með því fari en InSight er ætlað að kíkja undir yfirborð Mars. Eftir lendingu mun það þó taka þrjá mánuði að undirbúa vísindaleiðangra InSight og búnaðinn sem farið býr yfir. Það fyrsta sem farið mun þó gera er að taka mynd og senda til jarðarinnar. Hún mun að öllum líkindum vera birt á Twitter-síðu InSight.InSight er búið margvíslegum tækjum og tólum. Meðal þess sem vísindamenn ætla sér að kanna með farinu er hvernig plánetur verða til og þróast. Þar að auki verður farið notað til að kanna skjálftavirkni á Mars og hve oft loftsteinar lenda á plánetunni. Hér má sjá vísindamenn ræða hvaða upplýsingar þeir vonast til þess að fá frá InSight.InSight var skotið á loft frá vesturströnd Bandaríkjanna þann 5. maí. Sama eldflaug var þó notuð til að skjóta tveimur öðrum smáförum á loft sem eru einnig á leiðinni til Mars. Þar er um að ræða tvo CubeSat gervihnetti sem eru þó ekki nema á við skjalatöskur að stærð. Markmið NASA er að gera tilraunir með nýja tegund sendinga út í geim og er þetta í fyrsta sinn sem tilraun með CubeSat fer fram við aðra plánetu en jörðina. Vísindamenn NASA vonast til þess að gervihnettirnir geti sent upplýsingar um lendingarferli InSight á Mars til jarðarinnar nánast í rauntíma. Hér má sjá útskýringarmyndband um hvernig gervihnettirnir virka.
Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira