Fimmta hver kona á Íslandi fær nú ávísað þunglyndislyfjum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Mikil þunglyndis- og svefnlyfjanotkun Íslendinga er áhyggjuefni, segir Landlæknisembættið. Nordicphotos/Getty Þunglyndis- og svefnlyfjanotkun Íslendinga er í sögulegu hámarki. Nýjar tölur sýna að 18 prósent allra kvenna fengu ávísað þunglyndislyfjum í fyrra og rúmlega 10 prósent allra karla. Langtímanotkun okkar á svefnlyfjum er líka áhyggjuefni. Af þeim 27 þúsund einstaklingum sem fengu ávísað svefnlyfjum árið 2003 voru tæplega 11 þúsund enn að fá svefnlyf árið 2018. „Okkar áhyggjuefni er hversu margir eru á þessum lyfjum og virðast vera að festast á þessum lyfjum í langan tíma,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um svefnlyfjanotkun Íslendinga. Það sem af er ári hafa 33 þúsund Íslendingar fengið ávísað svefnlyfjum. „Það eru um 400 einstaklingar sem hafa verið á samfelldum tvöföldum skammti öll þessi ár, frá 2003 til 2018,“ segir Ólafur. Margar rannsóknir staðfesta skaðsemi langtímanotkunar svefnlyfja en samkvæmt sérlyfjaskrá ber ekki að nota algengasta svefnlyfið, Imovane, lengur en að hámarki tvær til fjórar vikur. Margir hafi þó verið á þeim um árabil. Lítið er um skýringar á þessu að sögn Ólafs annað en að margir ánetjist bara þessum lyfjum. Eins og með svo margt annað þá erum við að sigla langt fram úr nágrannaþjóðum okkar í þessari notkun. Ólafur segir Íslendinga hafa árið 2016 notað 37 prósent meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Í þunglyndislyfjum er aukningin mest hjá konum á aldrinum 15 til 40 ára. Á síðasta ári leystu 31 þúsund konur út þunglyndislyf og 17 þúsund karlar. Ólafur segir alltaf stöðuga aukningu í þunglyndislyfjanotkun og búið að vera ljóst í langan tíma að Ísland sker sig verulega úr. Við notum tvisvar sinnum á við meðaltal OECD og 24 prósentum meira en næsta OECD-þjóð, Ástralir. Hlutverk Landlæknisembættisins er fyrst og fremst að hafa eftirlit með ávanabindandi lyfjum og þunglyndislyf eru ekki flokkuð sem slík. Ólafur segir að embættið hafi verið í margþættu átaki til að reyna að sporna við þessari aukningu. Til dæmis hafi læknar árið 2016 fengið aðgang að lyfjagagnagrunni í rauntíma. „Ráp milli lækna ætti því ekki að vera mikið vandamál en við sjáum það enn vera vandamál með þessi ávanabindandi lyf.“ Læknar séu oft í erfiðri aðstöðu. „Ef fólk fær ekki lyfin sín getur það brugðist við á ýmsan hátt. Við fáum upplýsingar frá læknum um að þeir verði fyrir ógnunum í sínu starfi og fólk sækir mjög stíft að fá þessi lyf og halda þessum skömmtum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Þunglyndis- og svefnlyfjanotkun Íslendinga er í sögulegu hámarki. Nýjar tölur sýna að 18 prósent allra kvenna fengu ávísað þunglyndislyfjum í fyrra og rúmlega 10 prósent allra karla. Langtímanotkun okkar á svefnlyfjum er líka áhyggjuefni. Af þeim 27 þúsund einstaklingum sem fengu ávísað svefnlyfjum árið 2003 voru tæplega 11 þúsund enn að fá svefnlyf árið 2018. „Okkar áhyggjuefni er hversu margir eru á þessum lyfjum og virðast vera að festast á þessum lyfjum í langan tíma,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um svefnlyfjanotkun Íslendinga. Það sem af er ári hafa 33 þúsund Íslendingar fengið ávísað svefnlyfjum. „Það eru um 400 einstaklingar sem hafa verið á samfelldum tvöföldum skammti öll þessi ár, frá 2003 til 2018,“ segir Ólafur. Margar rannsóknir staðfesta skaðsemi langtímanotkunar svefnlyfja en samkvæmt sérlyfjaskrá ber ekki að nota algengasta svefnlyfið, Imovane, lengur en að hámarki tvær til fjórar vikur. Margir hafi þó verið á þeim um árabil. Lítið er um skýringar á þessu að sögn Ólafs annað en að margir ánetjist bara þessum lyfjum. Eins og með svo margt annað þá erum við að sigla langt fram úr nágrannaþjóðum okkar í þessari notkun. Ólafur segir Íslendinga hafa árið 2016 notað 37 prósent meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíar. Í þunglyndislyfjum er aukningin mest hjá konum á aldrinum 15 til 40 ára. Á síðasta ári leystu 31 þúsund konur út þunglyndislyf og 17 þúsund karlar. Ólafur segir alltaf stöðuga aukningu í þunglyndislyfjanotkun og búið að vera ljóst í langan tíma að Ísland sker sig verulega úr. Við notum tvisvar sinnum á við meðaltal OECD og 24 prósentum meira en næsta OECD-þjóð, Ástralir. Hlutverk Landlæknisembættisins er fyrst og fremst að hafa eftirlit með ávanabindandi lyfjum og þunglyndislyf eru ekki flokkuð sem slík. Ólafur segir að embættið hafi verið í margþættu átaki til að reyna að sporna við þessari aukningu. Til dæmis hafi læknar árið 2016 fengið aðgang að lyfjagagnagrunni í rauntíma. „Ráp milli lækna ætti því ekki að vera mikið vandamál en við sjáum það enn vera vandamál með þessi ávanabindandi lyf.“ Læknar séu oft í erfiðri aðstöðu. „Ef fólk fær ekki lyfin sín getur það brugðist við á ýmsan hátt. Við fáum upplýsingar frá læknum um að þeir verði fyrir ógnunum í sínu starfi og fólk sækir mjög stíft að fá þessi lyf og halda þessum skömmtum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira