Tvö og hálft ár fyrir innbrotið í Gullsmiðju Óla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2018 13:15 Svona var aðkoman í verslunni eftir innbrotið Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innbrot í skartgripabúðina Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í maí síðastliðnum og sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot. Brotist var inn í skartgripabúðina þann 30. maí síðastliðinn og þaðan stolið nokkrum verðmætum auk þess sem að útsetningarskápar og afgreiðsluborð voru brotin. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli Jóhann Daníelsson, eigandi verslunarinnar í samtali við Vísi daginn eftir innbrotið. Tveir menn voru að verki en í dómi héraðsdóms segir að annar maðurinn sé óþekktur.Ýmislegt var brotið og bramlað í innbrotinu.Vísir/VilhelmMaðurinn sem var ákærður vegna innbrotsins játaði hins vegar sök og var hann sakfelldur fyrir að brjótast inn í skartgripabúðina og stela skartgripum að óþekktu verðmæti. Fallið var frá ákæri fyrir að skemma skargripi og valda tjóni á versluninni og innanstokksmunum. Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa stolið bíl í Reykjavík þann 4. maí síðastliðinn og aka honum aftan á aðra bifreið á rauðu ljósi á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa, í félagi við annan mann, ógnað starfsmanni verslunnar Iceland við Arnarbakka 4-6 með hamri og skrúfjárni og stolið 52 þúsund krónum úr versluninni. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir alls sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot sem framin voru á rúmlega eins árs tímabili til 19 júlí á þessu tímabili. Gerðist maðurinn ítrekað sekur um að aka bifreið undir áhrifum ávana- og fíkniefna eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn hefur frá árinu 2003 verið dæmdur átta sinnum til fangelsisrefsinga, aðallega fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíknifefna. Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi auk þess se mhann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Þá þarf maðurinn að greiða tæplega þrjár milljónur í sakarkostnað auk málsvarnarlauna verjenda síns, 1,1 milljón króna. Dómsmál Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innbrot í skartgripabúðina Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í maí síðastliðnum og sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot. Brotist var inn í skartgripabúðina þann 30. maí síðastliðinn og þaðan stolið nokkrum verðmætum auk þess sem að útsetningarskápar og afgreiðsluborð voru brotin. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli Jóhann Daníelsson, eigandi verslunarinnar í samtali við Vísi daginn eftir innbrotið. Tveir menn voru að verki en í dómi héraðsdóms segir að annar maðurinn sé óþekktur.Ýmislegt var brotið og bramlað í innbrotinu.Vísir/VilhelmMaðurinn sem var ákærður vegna innbrotsins játaði hins vegar sök og var hann sakfelldur fyrir að brjótast inn í skartgripabúðina og stela skartgripum að óþekktu verðmæti. Fallið var frá ákæri fyrir að skemma skargripi og valda tjóni á versluninni og innanstokksmunum. Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa stolið bíl í Reykjavík þann 4. maí síðastliðinn og aka honum aftan á aðra bifreið á rauðu ljósi á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa, í félagi við annan mann, ógnað starfsmanni verslunnar Iceland við Arnarbakka 4-6 með hamri og skrúfjárni og stolið 52 þúsund krónum úr versluninni. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir alls sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot sem framin voru á rúmlega eins árs tímabili til 19 júlí á þessu tímabili. Gerðist maðurinn ítrekað sekur um að aka bifreið undir áhrifum ávana- og fíkniefna eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn hefur frá árinu 2003 verið dæmdur átta sinnum til fangelsisrefsinga, aðallega fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíknifefna. Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi auk þess se mhann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Þá þarf maðurinn að greiða tæplega þrjár milljónur í sakarkostnað auk málsvarnarlauna verjenda síns, 1,1 milljón króna.
Dómsmál Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05