Amazon þegir um galla sem olli leka á netföngum kúnna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. nóvember 2018 08:30 Netföng viðskiptavina láku út en Amazon vill lítið tjá sig um málið. Vill til dæmis ekki gefa upp á hve marga lekinn hafði áhrif. Nordicphotos/Getty Bandaríska stórfyrirtækið Amazon vill lítið sem ekkert tjá sig um hugbúnaðargalla sem varð til þess að tölvupóstföng viðskiptavina vefverslunar fyrirtækisins voru aðgengileg hverjum sem er. Þetta kemur fram í umfjöllun sem Techcrunch birti í gær en í svari við fyrirspurn fjölmiðilsins sagði einn talsmanna Amazon að fyrirtækið hefði „lagað þennan galla og upplýst þá viðskiptavini sem gætu hafa orðið fyrir óþægindum vegna hans um málið“. Notendum var upphaflega gert viðvart um vandann í tölvupósti á miðvikudaginn. Í póstinum sagði: „Halló. Við erum að hafa samband við þig til þess að láta þig vita að vefsíða okkar birti fyrir mistök netfang þitt vegna hugbúnaðargalla. Þessi vandi hefur verið lagaður. Það er að engu leyti við þig að sakast og þú þarft hvorki að breyta lykilorði þínu né gera nokkrar aðrar ráðstafanir vegna málsins.“ Fjölmargir deildu póstinum á Twitter og vitnaði CNBC í nokkra sem sögðu tölvupóstinn „hrylling“, gagnrýndu algjöran skort á nánari upplýsingum og sögðust ætla að breyta lykilorðum sínum af ótta við að Amazon væri að leyna einhverjum upplýsingum. Þegar blaðamaður Techcrunch spurði fulltrúa Amazon um frekari upplýsingar um málið sagði Amazon-starfsmaðurinn að fyrirtækið vildi engu bæta við fyrri yfirlýsingu. Fyrirtækið neitar því að nokkur hafi brotist inn í tölvukerfi þess. Þessi leki, eða galli, átti sér stað þegar stutt var í tvo stærstu netverslunardaga ársins, „black friday“ og „cyber monday“. Þeir gætu því komið sér illa fyrir fyrirtækið enda eru lekar sem þessir ekki hættulausir þótt lykilorð hafi ekki fylgt með. Með netföngin ein að vopni gætu óprúttnir tölvuþrjótar til að mynda herjað á viðskiptavini Amazon með fölskum auglýsingum eða skilaboðum og þannig komið fyrir veirum í tölvu viðtakenda. Blaðamaður Techcrunch gagnrýnir Amazon harðlega í fréttinni og segir að skortur á upplýsingum geri málið verra. Fólk óttist það sem það skilur ekki og þar sem Amazon neitar að upplýsa almenning er fyrirtækið í raun að magna þennan ótta. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Bandaríska stórfyrirtækið Amazon vill lítið sem ekkert tjá sig um hugbúnaðargalla sem varð til þess að tölvupóstföng viðskiptavina vefverslunar fyrirtækisins voru aðgengileg hverjum sem er. Þetta kemur fram í umfjöllun sem Techcrunch birti í gær en í svari við fyrirspurn fjölmiðilsins sagði einn talsmanna Amazon að fyrirtækið hefði „lagað þennan galla og upplýst þá viðskiptavini sem gætu hafa orðið fyrir óþægindum vegna hans um málið“. Notendum var upphaflega gert viðvart um vandann í tölvupósti á miðvikudaginn. Í póstinum sagði: „Halló. Við erum að hafa samband við þig til þess að láta þig vita að vefsíða okkar birti fyrir mistök netfang þitt vegna hugbúnaðargalla. Þessi vandi hefur verið lagaður. Það er að engu leyti við þig að sakast og þú þarft hvorki að breyta lykilorði þínu né gera nokkrar aðrar ráðstafanir vegna málsins.“ Fjölmargir deildu póstinum á Twitter og vitnaði CNBC í nokkra sem sögðu tölvupóstinn „hrylling“, gagnrýndu algjöran skort á nánari upplýsingum og sögðust ætla að breyta lykilorðum sínum af ótta við að Amazon væri að leyna einhverjum upplýsingum. Þegar blaðamaður Techcrunch spurði fulltrúa Amazon um frekari upplýsingar um málið sagði Amazon-starfsmaðurinn að fyrirtækið vildi engu bæta við fyrri yfirlýsingu. Fyrirtækið neitar því að nokkur hafi brotist inn í tölvukerfi þess. Þessi leki, eða galli, átti sér stað þegar stutt var í tvo stærstu netverslunardaga ársins, „black friday“ og „cyber monday“. Þeir gætu því komið sér illa fyrir fyrirtækið enda eru lekar sem þessir ekki hættulausir þótt lykilorð hafi ekki fylgt með. Með netföngin ein að vopni gætu óprúttnir tölvuþrjótar til að mynda herjað á viðskiptavini Amazon með fölskum auglýsingum eða skilaboðum og þannig komið fyrir veirum í tölvu viðtakenda. Blaðamaður Techcrunch gagnrýnir Amazon harðlega í fréttinni og segir að skortur á upplýsingum geri málið verra. Fólk óttist það sem það skilur ekki og þar sem Amazon neitar að upplýsa almenning er fyrirtækið í raun að magna þennan ótta.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira