Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2018 23:04 John Allen Chau er hér með Casey Prince í Cape Town í Suður-Afríku, nokkrum dögum áður en hann fór til North Sentinel. AP/Sarah Prince Trúboðinn John Allen Chau óttaðist að deyja á eyjunni North Sentinel í Indlandshafi en taldi sig vera handbendi guðs. Hann var að endingu drepinn af meðlimum ættbálksins Sentinelese sem búa á eyjunni og hafa gert það nánast án samskipta við annað fólk í þúsundir ára. Chau fór þangað í trássi við lög Indlands og þrátt fyrir að hann gæti mögulega smitað alla íbúa eyjunnar af sjúkdómum sem þau eru ekki ónæm fyrir. Ferð Chau hefur vakið mikla reiði í Indlandi. Trúboðar eru oft litnir hornauga þar og gagnrýnendur Chau segja hann hafa verið sjálfselskan og hann hafi mögulega stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu. Samkvæmt lögum Indlands er bannað að fara að eyjunni og að fljúga yfir hana. Lögunum er ætlað að vernda ættbálkinn sem býr þar og lífshætti þeirra. Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. Móðir Chau lét blaðamann Washington Post hafa eintök af dagbók þessari.Sjá einnig: Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Dagbókin sýnir að Chau var heltikinn af því að færa Sentinelese-fólkinu kristna trú.„Guð, er þessi eyja síðasta vígi Satans þar sem enginn hefur heyrt eða haft möguleika á því að heyra nafn þitt?,“ skrifaði Chau í dagbók sína. Skrif Chau sýna einnig fram á að hann vissi vel að það sem hann ætlaði sér var ólöglegt, þar sem hann skrifaði um hvernig guð hefði verndað hann og sjómennina frá skipum Landhelgisgæslu Indlands og öðrum laganna vörðum. Chau lýsti því hvernig hann reyndi að ná sambandi við eyjarskeggja með gjöfum og sálmasöng. Þá skrifaði hann einnig um það hvernig eyjarskeggjar tjáðu sig. Hann sagði tungumál þeirra felast í hátíðnihljóðum og miklum handahreyfingum. Fyrir síðustu ferð hans í land velti Chau vöngum yfir því hvort hann ætti að hætta við. Hann vildi ekki deyja en bað guð um að fyrirgefa hverjum þeim sem reyndu að drepa hann og þá sérstaklega þeim sem tækist það. Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn sem fluttu hann til eyjunnar, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður. Asía Indland Tengdar fréttir Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00 Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Trúboðinn John Allen Chau óttaðist að deyja á eyjunni North Sentinel í Indlandshafi en taldi sig vera handbendi guðs. Hann var að endingu drepinn af meðlimum ættbálksins Sentinelese sem búa á eyjunni og hafa gert það nánast án samskipta við annað fólk í þúsundir ára. Chau fór þangað í trássi við lög Indlands og þrátt fyrir að hann gæti mögulega smitað alla íbúa eyjunnar af sjúkdómum sem þau eru ekki ónæm fyrir. Ferð Chau hefur vakið mikla reiði í Indlandi. Trúboðar eru oft litnir hornauga þar og gagnrýnendur Chau segja hann hafa verið sjálfselskan og hann hafi mögulega stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu. Samkvæmt lögum Indlands er bannað að fara að eyjunni og að fljúga yfir hana. Lögunum er ætlað að vernda ættbálkinn sem býr þar og lífshætti þeirra. Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. Móðir Chau lét blaðamann Washington Post hafa eintök af dagbók þessari.Sjá einnig: Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Dagbókin sýnir að Chau var heltikinn af því að færa Sentinelese-fólkinu kristna trú.„Guð, er þessi eyja síðasta vígi Satans þar sem enginn hefur heyrt eða haft möguleika á því að heyra nafn þitt?,“ skrifaði Chau í dagbók sína. Skrif Chau sýna einnig fram á að hann vissi vel að það sem hann ætlaði sér var ólöglegt, þar sem hann skrifaði um hvernig guð hefði verndað hann og sjómennina frá skipum Landhelgisgæslu Indlands og öðrum laganna vörðum. Chau lýsti því hvernig hann reyndi að ná sambandi við eyjarskeggja með gjöfum og sálmasöng. Þá skrifaði hann einnig um það hvernig eyjarskeggjar tjáðu sig. Hann sagði tungumál þeirra felast í hátíðnihljóðum og miklum handahreyfingum. Fyrir síðustu ferð hans í land velti Chau vöngum yfir því hvort hann ætti að hætta við. Hann vildi ekki deyja en bað guð um að fyrirgefa hverjum þeim sem reyndu að drepa hann og þá sérstaklega þeim sem tækist það. Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn sem fluttu hann til eyjunnar, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður.
Asía Indland Tengdar fréttir Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00 Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00
Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05