Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2018 09:34 Kalt hefur verið í Washington undanfarið. Fyrsti snjórinn féll í vikunni. Ný skýrsla um loftslagsmál er á skjön við skoðanir forseta í málaflokknum. EPA/ Jim Lo Scalzo Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. Skýrslan er á skjön við yfirlýsingar Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og ríkisstjórnar hans. BBC greinir frá.Bandaríkjaforseti ásamt eiginkonu sinni við móttöku jólatrés Hvíta hússins.EPA/ Michael ReynoldsFramtíðin veltur á ákvörðunum dagsins í dag er meðal þess sem segir í loftslagsskýrslunni sem er sú fjórða sinnar gerðar. Í skýrslunni er farið yfir hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á fjölmörg svið bandarísks samfélags. „Með áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda er áætlað að árlegt tap á nokkrum efnahagssviðum muni nema hundruðum milljarða dala fyrir lok aldarinnar. Sú upphæð er meira en verg landsframleiðsla margra ríkja Bandaríkjanna,“ segir í skýrslunni.Kuldakast gæti slegið öll met, hvað varð um hnatthlýnunina? Í skýrslunni er Bandaríkjunum lýst ef ekkert verður gert til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Misheppnuð uppskera á Sléttunum miklu, aukning sjúkdóma sem berast með skordýrum í Flórída og yfirflæddar stíflur í Suður-Karólínu. Efnahagskerfi sem ekki ræður við erfiðleikana og þarafleiðandi munu loftslagsbreytingar hafa áhrif á daglegt líf í landinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni. Hvergi er minnst á nafn Bandaríkjaforseta, Donald Trump, í skýrslunni. Hann hefur þó efast um loftslagsbreytingar áður og í vikunni skrifaði hann færslu á Twitter síðu sína vegna kuldakasts í Washington.Brutal and Extended Cold Blast could shatter ALL RECORDS - Whatever happened to Global Warming? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 22, 2018Segja skýrsluna villandi Hvíta húsið sagði í yfirlýsingu sinni að skýrslan, sem var unnin með samstarfi fjölmargra ríkisstofnana, væri óáreiðanleg og villandi. Talskona Hvíta hússins, Lindsay Walters, sagði skýrsluna að mestu byggða á allra verstu útkomu sem væri möguleg. Skýrslan gerði, að sögn Hvíta hússins, einnig ekki ráð fyrir tækniframförum og nýsköpun á komandi árum. Skoðunum forsetans um loftslagsmál var óbeint svarað í skýrslunni: „Loftslagsbreytingar er nú þegar hafnar í Bandaríkjunum og ef ekki verður gripið til veigamikla aðgerða munu afleiðingarnar verða hræðilegar,“ sagði í þessari fjórðu skýrslu Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. Skýrslan er á skjön við yfirlýsingar Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og ríkisstjórnar hans. BBC greinir frá.Bandaríkjaforseti ásamt eiginkonu sinni við móttöku jólatrés Hvíta hússins.EPA/ Michael ReynoldsFramtíðin veltur á ákvörðunum dagsins í dag er meðal þess sem segir í loftslagsskýrslunni sem er sú fjórða sinnar gerðar. Í skýrslunni er farið yfir hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á fjölmörg svið bandarísks samfélags. „Með áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda er áætlað að árlegt tap á nokkrum efnahagssviðum muni nema hundruðum milljarða dala fyrir lok aldarinnar. Sú upphæð er meira en verg landsframleiðsla margra ríkja Bandaríkjanna,“ segir í skýrslunni.Kuldakast gæti slegið öll met, hvað varð um hnatthlýnunina? Í skýrslunni er Bandaríkjunum lýst ef ekkert verður gert til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Misheppnuð uppskera á Sléttunum miklu, aukning sjúkdóma sem berast með skordýrum í Flórída og yfirflæddar stíflur í Suður-Karólínu. Efnahagskerfi sem ekki ræður við erfiðleikana og þarafleiðandi munu loftslagsbreytingar hafa áhrif á daglegt líf í landinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni. Hvergi er minnst á nafn Bandaríkjaforseta, Donald Trump, í skýrslunni. Hann hefur þó efast um loftslagsbreytingar áður og í vikunni skrifaði hann færslu á Twitter síðu sína vegna kuldakasts í Washington.Brutal and Extended Cold Blast could shatter ALL RECORDS - Whatever happened to Global Warming? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 22, 2018Segja skýrsluna villandi Hvíta húsið sagði í yfirlýsingu sinni að skýrslan, sem var unnin með samstarfi fjölmargra ríkisstofnana, væri óáreiðanleg og villandi. Talskona Hvíta hússins, Lindsay Walters, sagði skýrsluna að mestu byggða á allra verstu útkomu sem væri möguleg. Skýrslan gerði, að sögn Hvíta hússins, einnig ekki ráð fyrir tækniframförum og nýsköpun á komandi árum. Skoðunum forsetans um loftslagsmál var óbeint svarað í skýrslunni: „Loftslagsbreytingar er nú þegar hafnar í Bandaríkjunum og ef ekki verður gripið til veigamikla aðgerða munu afleiðingarnar verða hræðilegar,“ sagði í þessari fjórðu skýrslu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33
Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15
Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17