Körfubolti

Durant og Thompson aftur í aðalhlutverki í sigri

Dagur Lárusson skrifar
Kevin Durant.
Kevin Durant. vísir/getty
Klay Thompson og Kevin Durant drógu vagninn á ný í miklum baráttu sigri á Sacramento Kings 117-116 en Durant skoraði 44 stig sem er hans mesta á leiktíðinni.

 

Leikur Kings og meistaranna í Golden State var æsispennandi frá upphafi til enda og var fátt sem skildi liðin að allan leikinn. Eftir fyrsta leikhluta var Sacramento með eins stiga forystu og juku þeir þá forystu í fjögur stig áður en flautað var til hálfleiksins.

 

Liðsmenn Golden State byrjuðu hinsvegar seinni hálfleikinn að miklum krafti og skoruðu 35 stig gegn aðeins 29 frá Sacramento í þriðja leikhluta og fóru því með tveggja stiga forystu í síðasta leikhlutann en þar náði Sacramento ekki að ná þeim en munurinn þó aðeins eitt stig að lokum.

 

Kevin Durant var stigahæstur í liði Golden State með 44 stig en hann tók einnig 25 fráköst samtals og gaf sjö stoðsendingar og því frábær leikur hjá Durant. Næst stigahæstur hjá Golden State var síðan Thompson með 31 stig. Stigahæstur í liði Sacramento Buddy Hield með 28 stig.

 

Í öðrum leikjum er helst að segja frá því að Dallas Mavericks unnu sinn sjötta leik í röð þegar þeir bári sigurorð á Boston Celtics en stigahæstir í sigri Dallas voru þeir Harrison Barnes og J.J. Barea með 20 stig.

 

Stórleikur James Harden hjá Houston Rockets var síðan ekki nóg til þess að sjá við Cleveland Cavaliers en sá leikur lauk með sigri Cavaliers 117-108. Collin Sexton hjá Cleveland skoraði 29 stig á meðan James Harden hjá Rockets skoraði 40 stig.

 

Úrslit næturinnar: 

 

Cavaliers 117-108 Rockets

Wizards 124-114 Pelicans

Timberwolves 111-96 Bulls

Thunder 98-105 Nuggets

Mavericks 113-104

Bucks 135-129 Spurs

Warriors 117-116

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×