Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2018 14:01 Úkraínsku skipin voru á leið til hafnarborgarinnar Mariupol. Getty/Sean Gallup Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. Í frétt BBC segir að spenna milli ríkjanna hafi aukist eftir að Úkraínustjórn sakaði Rússa um að hafa ráðist með þessum hætti á einn þriggja úkraínskra báta á siglingu í Asovhafi á leið til Mariupol. Í yfirlýsingu frá úkraínska hernum segir að skemmdir hafi verið unnar á dráttarbátnum Yana Kapu, meðal annars vél, handrið og skrokk skipsins.Ögrandi aðgerðir Úkraínumanna Rússar hafa svarað því til að úkraínsku bátarnir hafi verið á rússnesku hafsvæði og að Úkraínumenn hafi gerst sekir um „ögrandi aðgerðir“. Hafi áhafnir í úkraínsku herskipunum Berdyansk og Nikopol ætlað sér að efna til átaka á svæðinu. Úkraínski hersinn segir hins vegar að rússneska hernum hafi áður verið gert viðvart um fyrirhugaða siglingu skipanna til borgarinnar Mariupol og að Rússar hafi með þessu gerst brotlegir við hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.Um 10 þúsund fallið Asovhaf er að finna austur af Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014. Rússar og Úkraínumenn hafa deilt harkalega á síðustu árum eftir að aðskilnaðarsinnar, sem styðja rússnesk stjórnvöld, lýstu yfir sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu árið 2014. Rússar höfðu þá skömmu áður innlimað Krímskaga. Áætlað er að um 10 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Úkraínumenn og vesturlönd hafa sakað Rússa upp að sjá aðskilnaðarhópunum fyrir hermönnum og vopnum. Rússland Úkraína Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. Í frétt BBC segir að spenna milli ríkjanna hafi aukist eftir að Úkraínustjórn sakaði Rússa um að hafa ráðist með þessum hætti á einn þriggja úkraínskra báta á siglingu í Asovhafi á leið til Mariupol. Í yfirlýsingu frá úkraínska hernum segir að skemmdir hafi verið unnar á dráttarbátnum Yana Kapu, meðal annars vél, handrið og skrokk skipsins.Ögrandi aðgerðir Úkraínumanna Rússar hafa svarað því til að úkraínsku bátarnir hafi verið á rússnesku hafsvæði og að Úkraínumenn hafi gerst sekir um „ögrandi aðgerðir“. Hafi áhafnir í úkraínsku herskipunum Berdyansk og Nikopol ætlað sér að efna til átaka á svæðinu. Úkraínski hersinn segir hins vegar að rússneska hernum hafi áður verið gert viðvart um fyrirhugaða siglingu skipanna til borgarinnar Mariupol og að Rússar hafi með þessu gerst brotlegir við hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.Um 10 þúsund fallið Asovhaf er að finna austur af Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014. Rússar og Úkraínumenn hafa deilt harkalega á síðustu árum eftir að aðskilnaðarsinnar, sem styðja rússnesk stjórnvöld, lýstu yfir sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu árið 2014. Rússar höfðu þá skömmu áður innlimað Krímskaga. Áætlað er að um 10 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Úkraínumenn og vesturlönd hafa sakað Rússa upp að sjá aðskilnaðarhópunum fyrir hermönnum og vopnum.
Rússland Úkraína Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira