InSight lendir eða brotlendir á Mars í kvöld Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2018 10:00 Það er alveg ljóst að InSight mun lenda á Mars. Spurningin er bara á hve mjúk sú lending verður. Hvort þetta verði vel heppnuð lending eða brotlending. Vísir/NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna munu í kvöld reyna að lenda geimfarinu InSight á Mars. Þetta er fyrsta geimfarið sem lendir á Rauðu plánetunni frá árinu 2012. InSight er meðal annars ætlað að bora í yfirborð Mars og kortleggja plánetuna inn að kjarna. „Við höfum skoðað Mars frá jörðinni og úr sporbraut frá 1965 og lært um veðurfar, andrúmsloft, jarðfræði og yfirborðið,“ er haft eftir Lori Glaze frá NASA á vef stofnunarinnar. „Nú munum við loksins skoða Mars að innan og bæta skilning okkar á nágranna okkar á sama tíma og NASA undirbýr að senda menn dýpra í sólkerfið.“https://www.nasa.gov/feature/jpl/nasas-insight-is-one-day-away-from-marsFerðalag InSight hófst fyrir sjö mánuðum síðan og við lendingu hefur geimfarið ferðast tæplega 485 milljónir kílómetra og náð um tíu þúsund kílómetra hámarkshraða. Áætlað er að lendingin verði um klukkan átta í kvöld, að íslenskum tíma. Hægt verður að nálgast beina útsendingu af herlegheitunum hér á Vísi.Hér má sjá mynd sem tekin var af InSight á laugardaginn.Þessi mynd var tekin á laugardaginn og sýnir InSight á leið til Mars.Vísir/NASALendingarferlið sjálft mun taka á taugar vísindamanna NASA hér á jörðinni. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Það er alveg ljóst að InSight mun lenda á Mars. Spurningin er bara á hve mjúk sú lending verður. Hvort þetta verði vel heppnuð lending eða brotlending.Sjá einnig: Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginnNú í nótt var gerð smávægileg stefnubreyting á InSight og er búist við að slíkt verði gert aftur um tveimur klukkustundum fyrir áætlaða lendingu. Eftir það er lendingin í höndum geimfarsins sjálfs.Þróun InSight hófst fyrir rúmum áratug og hefur mikið gengið á á þeim tíma. Heppnist lendingin fullkomlega munu vísindamenn NASA þó þurfa að bíða í allt að þrjá mánuði þar til þeir geta virkjað InSight að fullu og hafið rannsóknir. Á þeim tíma mun vélarmur InSight staðsetja rannsóknarbúnaðinn sjálfan á yfirborði Mars og gera klárt. Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna munu í kvöld reyna að lenda geimfarinu InSight á Mars. Þetta er fyrsta geimfarið sem lendir á Rauðu plánetunni frá árinu 2012. InSight er meðal annars ætlað að bora í yfirborð Mars og kortleggja plánetuna inn að kjarna. „Við höfum skoðað Mars frá jörðinni og úr sporbraut frá 1965 og lært um veðurfar, andrúmsloft, jarðfræði og yfirborðið,“ er haft eftir Lori Glaze frá NASA á vef stofnunarinnar. „Nú munum við loksins skoða Mars að innan og bæta skilning okkar á nágranna okkar á sama tíma og NASA undirbýr að senda menn dýpra í sólkerfið.“https://www.nasa.gov/feature/jpl/nasas-insight-is-one-day-away-from-marsFerðalag InSight hófst fyrir sjö mánuðum síðan og við lendingu hefur geimfarið ferðast tæplega 485 milljónir kílómetra og náð um tíu þúsund kílómetra hámarkshraða. Áætlað er að lendingin verði um klukkan átta í kvöld, að íslenskum tíma. Hægt verður að nálgast beina útsendingu af herlegheitunum hér á Vísi.Hér má sjá mynd sem tekin var af InSight á laugardaginn.Þessi mynd var tekin á laugardaginn og sýnir InSight á leið til Mars.Vísir/NASALendingarferlið sjálft mun taka á taugar vísindamanna NASA hér á jörðinni. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Það er alveg ljóst að InSight mun lenda á Mars. Spurningin er bara á hve mjúk sú lending verður. Hvort þetta verði vel heppnuð lending eða brotlending.Sjá einnig: Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginnNú í nótt var gerð smávægileg stefnubreyting á InSight og er búist við að slíkt verði gert aftur um tveimur klukkustundum fyrir áætlaða lendingu. Eftir það er lendingin í höndum geimfarsins sjálfs.Þróun InSight hófst fyrir rúmum áratug og hefur mikið gengið á á þeim tíma. Heppnist lendingin fullkomlega munu vísindamenn NASA þó þurfa að bíða í allt að þrjá mánuði þar til þeir geta virkjað InSight að fullu og hafið rannsóknir. Á þeim tíma mun vélarmur InSight staðsetja rannsóknarbúnaðinn sjálfan á yfirborði Mars og gera klárt.
Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira