Innlent

Bókaútgefendur líti í eigin barm

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Í ályktun stjórnar Grafíu er bent á það að bókaútgefendur og ekki síst Forlagið ættu að líta í eigin barm því á undanförnum árum hafi stærstur hluti bókvinnslu verið færður úr landi.
Í ályktun stjórnar Grafíu er bent á það að bókaútgefendur og ekki síst Forlagið ættu að líta í eigin barm því á undanförnum árum hafi stærstur hluti bókvinnslu verið færður úr landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Samtök iðnaðarins og Grafía stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum gagnrýna ummæli Egils Arnar Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Forlagsins, um stöðu bókaprentunar á Íslandi.

Var haft eftir Agli í fréttum RÚV um helgina að þar sem Oddi hafi selt bókbandsvél sína úr landi eigi útgefendur þann eina kost að prenta erlendis. Það valdi því meðal annars að þriðja eða fjórða endurprentun vinsælustu titlanna verði ekki möguleg þar sem afhendingartími sé þrjár til fjórar vikur.

Í ályktun stjórnar Grafíu er bent á það að bókaútgefendur og ekki síst Forlagið ættu að líta í eigin barm því á undanförnum árum hafi stærstur hluti bókvinnslu verið færður úr landi. Þannig hafi tvær af hverjum þremur bókum í Bókatíðindum síðasta árs verið prentaðar erlendis en það hlutfall var rúm 55 prósent árið áður.

Í tilkynningu frá SI er haft eftir Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra að bókaútgefendur hafi látið skammtímasjónarmið ráða þegar þeir hafi í auknum mæli fært bókaprentun úr landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×