Það er að koma vetur Valgerður Árnadóttir skrifar 27. nóvember 2018 13:57 „Ekki láta kúgun og hótanir stéttarfélaga hafa áhrf á kjarasamninga” voru skilaboð Ómars Pálmasonar forstjóra Aðalskoðunar á fundi SA eða „Litla Íslands” á Grand Hotel. Fundur sem bar yfirskriftina „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?” Simmi á Hamborgarafabrikkunni sagði það eðlilegt að fólk á lágmarkslaunum gæti ekki búið í borginni, þannig væri það í öðrum stórborgum og það væri gott að búa úti á landi, hann er jú sjálfur frá Egilsstöðum og þurfti að búa „í ömurlegri kjallaraholu” þegar hann fyrst flutti í bæinn. Síðan hvenær er Reykjavík stórborg? Og ætlast hann til að fólk sem vinnur láglaunastörf á höfuðborgarsvæðinu búi á Egilsstöðum? Sjálf flutti ég að heiman 18 ára, árið 1997, sennilega á svipuðum tíma og Simmi kom í bæinn. Ég skúraði og vann á kaffihúsum með skóla og var með um 90 þús krónur í laun og af þeim borgaði ég 30 þúsund í leigu, restin dugði fyrir mat og nauðsynjum og bjó ég þó á Laugavegi í tveggja herbergja íbúð, á dýrasta stað í bænum. Til samanburðar eru útborguð lágmarkslaun í dag 230 þúsund kr fyrir fulla vinnu og húsaleiga tveggja herbergja íbúðar á Laugavegi svipað há og þau laun, leigan í Efra Breiðholti er ekki mikið lægri og það er ekki nokkur leið fyrir manneskju á lágmarkslaunum að leigja íbúð ein, hvað þá með börn á framfæri. Kröfur stéttarfélaganna eru ekki „hótanir” heldur krafa um laun sem ættu að geta dugað einstaklingi til að lifa af í klikkuðu hagkerfi. Ég skil að mörg lítil fyrirtæki eiga erfitt með að komast af, ég veit að launakostnaður er þeirra stærsti útgjaldaliður en kröfur stéttarfélaganna eru á engan hátt óraunhæfar, það er nálgun SA og fyrirtækjaeiganda sem er óraunhæf. Afhverju taka litlir fyrirtækjaeigendur ekki höndum saman og þrýsta á breytt landslag í fjármálakerfinu? Hvers vegna þrýsta þeir ekki á lækkun tryggingargjalds, lækkun virðisaukaskatts, upptöku á traustari gjaldmiðli og lægri vaxta? Hvers vegna er þetta míkrókosmíska samfélag með 22 lífeyrissjóði með tilheyrandi rekstrarkostnaði hverrar einingar, þar sem formenn eru á ofurlaunum við að fjárfesta í fyrirtækjum vina sinna sem meðal annars sölsa undir sig húsnæðismarkaðinn og hækka leiguverð umfram öll skynsamleg mörk, jafnvel á kapítalískan mælikvarða? Af hverju eruð þið ekki að berjast á móti úrelti kerfi í stað þess að skjóta sendiboðann? Stéttarfélögin eru ekkert annað en sendiboðar launafólks og kröfurnar koma frá þeim sjálfum, krafan er einföld, að eiga í sig og á, það er ekki einu sinni verið að krefjast þess að eiga afgang eins og fyrirtækin eru að gera. Að skila hagnaði. Hvers virði er hagnaður þegar fólkið sem vinnur vinnuna hefur ekki þak yfir höfuðið eða mat út mánuðinn? Af hverju er stríð milli fyrirtækjaeiganda og launafólks þegar þau sitja í raun sömu megin við borðið? Flestir fyrirtækjaeigendur vilja að fólkið sem vinnur hjá þeim hafi það gott og þeir ættu að fagna því að loks tali einhver máli þeirra eftir langan svefn, rétt eins og SA hefði átt að tala máli fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum og undirbúa jarðveginn fyrir þessar kjaraviðræður. Það vissu allir í hvað stefndi og nú er komið að því. Það er að koma vetur.Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
„Ekki láta kúgun og hótanir stéttarfélaga hafa áhrf á kjarasamninga” voru skilaboð Ómars Pálmasonar forstjóra Aðalskoðunar á fundi SA eða „Litla Íslands” á Grand Hotel. Fundur sem bar yfirskriftina „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?” Simmi á Hamborgarafabrikkunni sagði það eðlilegt að fólk á lágmarkslaunum gæti ekki búið í borginni, þannig væri það í öðrum stórborgum og það væri gott að búa úti á landi, hann er jú sjálfur frá Egilsstöðum og þurfti að búa „í ömurlegri kjallaraholu” þegar hann fyrst flutti í bæinn. Síðan hvenær er Reykjavík stórborg? Og ætlast hann til að fólk sem vinnur láglaunastörf á höfuðborgarsvæðinu búi á Egilsstöðum? Sjálf flutti ég að heiman 18 ára, árið 1997, sennilega á svipuðum tíma og Simmi kom í bæinn. Ég skúraði og vann á kaffihúsum með skóla og var með um 90 þús krónur í laun og af þeim borgaði ég 30 þúsund í leigu, restin dugði fyrir mat og nauðsynjum og bjó ég þó á Laugavegi í tveggja herbergja íbúð, á dýrasta stað í bænum. Til samanburðar eru útborguð lágmarkslaun í dag 230 þúsund kr fyrir fulla vinnu og húsaleiga tveggja herbergja íbúðar á Laugavegi svipað há og þau laun, leigan í Efra Breiðholti er ekki mikið lægri og það er ekki nokkur leið fyrir manneskju á lágmarkslaunum að leigja íbúð ein, hvað þá með börn á framfæri. Kröfur stéttarfélaganna eru ekki „hótanir” heldur krafa um laun sem ættu að geta dugað einstaklingi til að lifa af í klikkuðu hagkerfi. Ég skil að mörg lítil fyrirtæki eiga erfitt með að komast af, ég veit að launakostnaður er þeirra stærsti útgjaldaliður en kröfur stéttarfélaganna eru á engan hátt óraunhæfar, það er nálgun SA og fyrirtækjaeiganda sem er óraunhæf. Afhverju taka litlir fyrirtækjaeigendur ekki höndum saman og þrýsta á breytt landslag í fjármálakerfinu? Hvers vegna þrýsta þeir ekki á lækkun tryggingargjalds, lækkun virðisaukaskatts, upptöku á traustari gjaldmiðli og lægri vaxta? Hvers vegna er þetta míkrókosmíska samfélag með 22 lífeyrissjóði með tilheyrandi rekstrarkostnaði hverrar einingar, þar sem formenn eru á ofurlaunum við að fjárfesta í fyrirtækjum vina sinna sem meðal annars sölsa undir sig húsnæðismarkaðinn og hækka leiguverð umfram öll skynsamleg mörk, jafnvel á kapítalískan mælikvarða? Af hverju eruð þið ekki að berjast á móti úrelti kerfi í stað þess að skjóta sendiboðann? Stéttarfélögin eru ekkert annað en sendiboðar launafólks og kröfurnar koma frá þeim sjálfum, krafan er einföld, að eiga í sig og á, það er ekki einu sinni verið að krefjast þess að eiga afgang eins og fyrirtækin eru að gera. Að skila hagnaði. Hvers virði er hagnaður þegar fólkið sem vinnur vinnuna hefur ekki þak yfir höfuðið eða mat út mánuðinn? Af hverju er stríð milli fyrirtækjaeiganda og launafólks þegar þau sitja í raun sömu megin við borðið? Flestir fyrirtækjaeigendur vilja að fólkið sem vinnur hjá þeim hafi það gott og þeir ættu að fagna því að loks tali einhver máli þeirra eftir langan svefn, rétt eins og SA hefði átt að tala máli fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum og undirbúa jarðveginn fyrir þessar kjaraviðræður. Það vissu allir í hvað stefndi og nú er komið að því. Það er að koma vetur.Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun