Teslan gerð upptæk ásamt fjármununum sem fundust í rassvasa og leynihólfi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2018 14:04 Tesla Model S árgerð 2014 sem Friðrik Árni keypti fyrir Hafþór á 46 þúsund evrur í Litháen. Getty/Daniel Acker Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson og Friðrik Árna Pedersen fyrir peningaþvætti. Hafþór Logi var dæmdur í tólf mánaða fangelsi en Friðrik Árni var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.Hafþóri Loga var gefið að sök að hafa um nokkurt skeið, þar til í maí 2017, aflað sér rúmlega átta milljón króna ávinnings með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki nánar tilgreind en vísað var meðal annars í skattskýrslur Hafþórs og sambýliskonu hans til þess að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir.Sjá einnig: Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanumFriðrik var ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við samtals 5,6 milljónum króna frá Hafþóri Loga og skipt þeim, samkvæmt fyrirmælum hans, í 46 þúsund evrur í útibúi Íslandsbanka í apríl 2017. Í framhaldinu afhenti hann Hafþóri Loga peningana.Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu.Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Hafþór Logi er einn hinna ákærðu í Bitcoin-málinu svokallaða.Instagram @haffilogiPeningarnir í rassvasanum voru fyrir húsaleigunni Hafþór var sagður hafa notað hluta af milljónunum átta til að kaupa Tesla Model S bíl, árgerð 2014. Var hún keypt í Litháen í apríl 2017 og var greitt fyrir hana í reiðufé, 46 þúsund evrur eða sem svarar til 5,6 milljóna króna. Bæði Hafþór og Árni neituðu sök en fyrir dómi sagðist Hafþór kannast við að hafa keypt Tesluna í Litháen fyrir þá upphæð sem tilgreind var í ákærunni. Þá gaf hann einnig skýringar á því hvernig þeir fjármunir sem fundist á heimili hans voru tilkomnir. Sagðist hann eiga peningana sem fundust í dýnunni, þeir hafi upphaflega verið á bankareikning en millifært þá til kunningja síns vegna fasteignakaupa og fengið reiðufé í staðinn. Peningana sem hann var með í rassvasanum kvað hann hafa verið fyrir húsaleigunni. Peningana sem fundust í eldhúsinnréttingunni sagði hann hins vegar vera frá kunningjanum en hann hefði ekki nánari upplýsingar um leynihólfið. Einu tekjurnar frá Tryggingastofnun Þá sagðist hann hafa keypt Tesluna til þess að selja hana aftur. Einkahlutafélag hafi keypt bílinn en hann hafi fjármagnað kaupin. Hluti peninganna sem nýttur var til að kaupa Tesluna fékkst með greiðslu frá tryggingafélaginu VÍS vegna tjóns á Audi bíl sem Friðrik keypti fyrir Hafþór í júlí 2016. Það sem vantaði upp á sagðist Hafþór hafa fengið að láni hjá kunningja. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að einu tekjur Hafþórs á árunum 2015 og 2016 hafi verið frá Tryggingastofnun ríkisins. Hann hafi átt engar eignir en innistæður hans og sambýliskonu hans hafi verið 700 þúsund ár árið 2015 og 1,3 milljónir árið 2016. Í dómi Héraðsdóms segir að miðað við fjárhag ákærða og brotaferil hans, en hann hefur hefur hlotið ellefu dóma frá desember 2003, megi slá því föstu að hann hafi gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Þá segir einnig að Friðriki hafi mátt vera ljóst að peningarnir sem hann tók við frá Hafþóri Loga hafi verið illa fengnir. Voru mennirnir því dæmdir í fangelsi, Hafþór í tólf mánuði, en Friðrik í sex mánuði sem falla niður haldi hann skilorði næstu tvö ár. Þá voru milljónirnar sem fundist á heimili Hafþórs Loga gerðar upptækar, sem og Teslan, sem keypt var í Litháen.Dóm héraðsdóms fá sjá hér. Dómsmál Tengdar fréttir Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson og Friðrik Árna Pedersen fyrir peningaþvætti. Hafþór Logi var dæmdur í tólf mánaða fangelsi en Friðrik Árni var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.Hafþóri Loga var gefið að sök að hafa um nokkurt skeið, þar til í maí 2017, aflað sér rúmlega átta milljón króna ávinnings með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki nánar tilgreind en vísað var meðal annars í skattskýrslur Hafþórs og sambýliskonu hans til þess að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir.Sjá einnig: Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanumFriðrik var ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við samtals 5,6 milljónum króna frá Hafþóri Loga og skipt þeim, samkvæmt fyrirmælum hans, í 46 þúsund evrur í útibúi Íslandsbanka í apríl 2017. Í framhaldinu afhenti hann Hafþóri Loga peningana.Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu.Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Hafþór Logi er einn hinna ákærðu í Bitcoin-málinu svokallaða.Instagram @haffilogiPeningarnir í rassvasanum voru fyrir húsaleigunni Hafþór var sagður hafa notað hluta af milljónunum átta til að kaupa Tesla Model S bíl, árgerð 2014. Var hún keypt í Litháen í apríl 2017 og var greitt fyrir hana í reiðufé, 46 þúsund evrur eða sem svarar til 5,6 milljóna króna. Bæði Hafþór og Árni neituðu sök en fyrir dómi sagðist Hafþór kannast við að hafa keypt Tesluna í Litháen fyrir þá upphæð sem tilgreind var í ákærunni. Þá gaf hann einnig skýringar á því hvernig þeir fjármunir sem fundist á heimili hans voru tilkomnir. Sagðist hann eiga peningana sem fundust í dýnunni, þeir hafi upphaflega verið á bankareikning en millifært þá til kunningja síns vegna fasteignakaupa og fengið reiðufé í staðinn. Peningana sem hann var með í rassvasanum kvað hann hafa verið fyrir húsaleigunni. Peningana sem fundust í eldhúsinnréttingunni sagði hann hins vegar vera frá kunningjanum en hann hefði ekki nánari upplýsingar um leynihólfið. Einu tekjurnar frá Tryggingastofnun Þá sagðist hann hafa keypt Tesluna til þess að selja hana aftur. Einkahlutafélag hafi keypt bílinn en hann hafi fjármagnað kaupin. Hluti peninganna sem nýttur var til að kaupa Tesluna fékkst með greiðslu frá tryggingafélaginu VÍS vegna tjóns á Audi bíl sem Friðrik keypti fyrir Hafþór í júlí 2016. Það sem vantaði upp á sagðist Hafþór hafa fengið að láni hjá kunningja. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að einu tekjur Hafþórs á árunum 2015 og 2016 hafi verið frá Tryggingastofnun ríkisins. Hann hafi átt engar eignir en innistæður hans og sambýliskonu hans hafi verið 700 þúsund ár árið 2015 og 1,3 milljónir árið 2016. Í dómi Héraðsdóms segir að miðað við fjárhag ákærða og brotaferil hans, en hann hefur hefur hlotið ellefu dóma frá desember 2003, megi slá því föstu að hann hafi gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Þá segir einnig að Friðriki hafi mátt vera ljóst að peningarnir sem hann tók við frá Hafþóri Loga hafi verið illa fengnir. Voru mennirnir því dæmdir í fangelsi, Hafþór í tólf mánuði, en Friðrik í sex mánuði sem falla niður haldi hann skilorði næstu tvö ár. Þá voru milljónirnar sem fundist á heimili Hafþórs Loga gerðar upptækar, sem og Teslan, sem keypt var í Litháen.Dóm héraðsdóms fá sjá hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04
Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30