Sport

Forseti UFC kallar Oscar de la Hoya kókhaus

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
White er hér næstlengst til vinstri og De la Hoya lengst til hægri.
White er hér næstlengst til vinstri og De la Hoya lengst til hægri. vísir/getty
Dana White, forseti UFC, er allt annað en sáttur við fyrrverandi hnefaleikakappann Oscar de la Hoya sem stóð fyrir umdeildum MMA-bardaga á milli Tito Ortiz og Chuck Liddell á dögunum.

Ortiz er 43 ára gamall en Liddell er fimm árum eldri og hafði verið hættur í átta ár. Ortiz rotaði Liddell í fyrstu lotu. Fáranlegur bardagi að margra mati og ekki síst að mati White sem er sturlaður út í De La Hoya.

„Ég elska Chuck og mun aldrei tala illa um hann. Ég frétti svo í síðustu viku að kókhausinn Oscar de la Weirdo sé að tala með afturendanum. Að ég hafi engan rétt á því að segja mönnum hvenær þeir eigi að hætta. Það er kallað vinskapur helvítis kókhausinn þinn,“ sagði White brjálaður.

„Við Chuck höfum verið vinir í 20 ár og það var rétt hjá honum að hætta fyrir átta árum síðan. Hann er næstum því fimmtugur og hefur ekkert að gera í búrið lengur. Að Kalifornía hafi leyft þessum bardaga að fara fram er viðbjóðslegt.

„Arfleifð Chuck Liddell er glæsileg og er risastjarna. Sá sem kom nálægt þessum bardaga og segist vera vinur Chuck er fullur af skít. Svoleiðis gera ekki alvöru vinir. Að leyfa honum að gera þetta er hræðilegt.“

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×