„Létu okkur líta út eins og slátrara inn á vellinum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 08:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ræðir við dómarann eftir leik. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en ánægður með leikaraskap og leiktafir leikmanna Paris Saint-Germain í tapleik Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi. PSG komst í 2-0 í fyrri hálfleik og hélt út í þeim seinni þar sem liggur við meiri tími fór að huga að meiddum mönnum Parísarliðsins en fór í sjálfan fótboltann inn á vellinum. Klopp var mjög pirraður út í taktík franska liðsins í viðtali eftir leikinn. BBC segir frá. Klopp hneyklaðist meðal annars á því að Joe Gomez hafi fengið að líta gula spjaldið í þessum leik. „Hann er greinilega ekki lengur vinalegasti strákurinn á jörðinni,“ sagði Klopp. Liverpool náði ekki inn jöfnunarmarkinu þrátt fyrir pressu í seinni hálfleiknum. Leikmenn PSG notuðu líka hvert tækifæri til að liggja í grasinu og tefja leikinn.Jurgen Klopp vented his anger after Liverpool’s Champions League defeat. Was it sour grapes or did he have a point? Readhttps://t.co/B9tK0lo5RYpic.twitter.com/Is8uXtvbYp — BBC Sport (@BBCSport) November 28, 2018„Ég veit að fyrirsagnirnar munu snúast um annað en allar þessar truflanir voru ekki til fyrirmyndar,“ sagði Klopp. „Við höfum unnið háttvísiverðlaunin tvisvar í Englandi en í kvöld létu þeir okkur líta út eins og slátrara með öllum þessum gulum spjöldum,“ sagði Klopp. „Þetta var klókt af PSG og þá sérstaklega af Neymar. Það voru hinsvegar mun fleiri sem fóru í grasið eins og þeir væru stórslasaðir,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp vildi líka fá rautt spjald á miðjumanninn Marco Verratti fyrir brotið á Joe Gomez eftir 24 mínútna leik. Verratti slapp með gula spjaldið og hefði svo vel getað fengið annað gult spjald seinna í leiknum en slapp þá aftur. „Allir hafa augu og allir sáu þetta. Það er hinsvegar ekki frétt nema ef að ég sé það. Þetta var rautt spjald að mínu mati en það breytir engu. Mér er sama. Ég var í góðri aðstöðu til að sjá þetta og þetta var ekki bara eins og hvert annað gult spjald,“ sagði Klopp. Liverpool þarf nú að vinna tveggja marka sigur á Napoli í lokaleiknum á Anfield til að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er allt annað en létt verk. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en ánægður með leikaraskap og leiktafir leikmanna Paris Saint-Germain í tapleik Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi. PSG komst í 2-0 í fyrri hálfleik og hélt út í þeim seinni þar sem liggur við meiri tími fór að huga að meiddum mönnum Parísarliðsins en fór í sjálfan fótboltann inn á vellinum. Klopp var mjög pirraður út í taktík franska liðsins í viðtali eftir leikinn. BBC segir frá. Klopp hneyklaðist meðal annars á því að Joe Gomez hafi fengið að líta gula spjaldið í þessum leik. „Hann er greinilega ekki lengur vinalegasti strákurinn á jörðinni,“ sagði Klopp. Liverpool náði ekki inn jöfnunarmarkinu þrátt fyrir pressu í seinni hálfleiknum. Leikmenn PSG notuðu líka hvert tækifæri til að liggja í grasinu og tefja leikinn.Jurgen Klopp vented his anger after Liverpool’s Champions League defeat. Was it sour grapes or did he have a point? Readhttps://t.co/B9tK0lo5RYpic.twitter.com/Is8uXtvbYp — BBC Sport (@BBCSport) November 28, 2018„Ég veit að fyrirsagnirnar munu snúast um annað en allar þessar truflanir voru ekki til fyrirmyndar,“ sagði Klopp. „Við höfum unnið háttvísiverðlaunin tvisvar í Englandi en í kvöld létu þeir okkur líta út eins og slátrara með öllum þessum gulum spjöldum,“ sagði Klopp. „Þetta var klókt af PSG og þá sérstaklega af Neymar. Það voru hinsvegar mun fleiri sem fóru í grasið eins og þeir væru stórslasaðir,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp vildi líka fá rautt spjald á miðjumanninn Marco Verratti fyrir brotið á Joe Gomez eftir 24 mínútna leik. Verratti slapp með gula spjaldið og hefði svo vel getað fengið annað gult spjald seinna í leiknum en slapp þá aftur. „Allir hafa augu og allir sáu þetta. Það er hinsvegar ekki frétt nema ef að ég sé það. Þetta var rautt spjald að mínu mati en það breytir engu. Mér er sama. Ég var í góðri aðstöðu til að sjá þetta og þetta var ekki bara eins og hvert annað gult spjald,“ sagði Klopp. Liverpool þarf nú að vinna tveggja marka sigur á Napoli í lokaleiknum á Anfield til að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er allt annað en létt verk.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira